Fara í efni

Fréttir

Langferðabíll á viðureignir Hauka og Tindastóls og Skagafjarðar gegn Fljótsdalshéraði

09.04.2015
Fréttir
Á morgun verður mikið um að vera í Hafnarfjarðarhreppi og nágrenni því þá eigast annars vegar við Haukar úr Hafnarfirði og Tindastóll í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfuknattleik, og hins vegar Skagafjörður og Fljótsdalshérað í undanúrslitum Útsvars, spurningakeppni sveitarfélaganna.

Dagskrá Sæluviku Skagfirðinga 2015

07.04.2015
Fréttir
Sæluvika Skagfirðinga verður sett sunnudaginn 26. apríl nk. Þessa dagana er verið að vinna í uppsetningu og frágangi á dagskrá Sæluviku 2015 en hún verður send til allra heimila í Skagafirði líkt og fyrri ár.

Skagfirðingar mæta Fljótsdalshéraði í undanúrslitum Útsvars

07.04.2015
Fréttir
Lið Skagafjarðar er komið í undanúrslit spurningakeppni sveitarfélaganna, Útsvari. Liðið hafði betur gegn nágrönnum okkar frá Akureyri í spennandi viðureign í 8-liða úrslitum.

Þáttur á þýsku sjónvarpsstöðinni ZDF

07.04.2015
Fréttir
Nú um páskana var frumsýndur þáttur á þýsku sjónvarpsstöðinni ZDF sem var tekinn upp í Skagafirði síðastliðið sumar.

Umsóknir í leikskólann Ársali

07.04.2015
Fréttir
Umsóknir í leikskólann Ársali á Sauðárkróki þurfa að berast fyrir föstudaginn 1. maí til að koma að barni í aðlögun í haust

Gleðilega páska

05.04.2015
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður óskar íbúum og landsmönnum öllum gleðilegra páska með von um að allir hafi það sem best yfir hátíðina og eigi ánægjulegar samverustundir.

Ársskýrsla Héraðsskjalasafnsins

01.04.2015
Fréttir
Nú er ársskýrsla Héraðsskjalasafns Skagfirðinga komin út og aðgengileg á netinu

Sveitapiltsins draumur í Höfðaborg 2. apríl kl 21

31.03.2015
Fréttir
Í tilefni af 40 ára vígsluafmæli Félagsheimilisins Höfðaborgar mun fjöldi skagfirskra listamanna flytja frumsamið leikverk í bland við létta dægurtónlist sem Sönglagasveitin flytur ásamt söngvurum. Missið ekki af frábærri skemmtun. Skírdagur 2. apríl kl. 21:00. Miðapantanir í síma 893-0220. Miðaverð kr. 3.000.- Ath aðeins þessi eina sýning.