Fara í efni

Fréttir

Menntabúðir um tækni í skólastarfi

17.04.2015
Fréttir
Það voru margir mættir í menntabúðir sem haldnar voru í Árskóla á Sauðárkróki síðastliðinn þriðjudag. Hægt var að velja á milli átta málstofa þar sem þátttakendum gafst kostur á að prófa, ræða og upplifa ýmsa tækni í kennslu.

Kvennakórinn Sóldís - tónleikar 18. apríl

16.04.2015
Fréttir
Kvennakórinn Sóldís syngur fyrir dvalargesti á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki laugardaginn 18. apríl kl. 16:30 á sjúkrahúsinu, deild 2 og kl. 17:00 á dvalarheimilinu. Ttónleikar verða um kvöldið í Höfðaborg á Hofsósi og hefjast kl. 20:30

Sæluvika Skagfirðinga 2015 hefst 26. apríl

15.04.2015
Sæluvika, Sæluvika 2014
Sæluvika Skagfirðinga 2015 verður sett í Húsi frítímans, sunnudaginn 26. apríl nk. kl. 14. Í kjölfarið tekur við vikulöng dagskrá þar sem tugir menningartengdra viðburða verða haldnir vítt og breytt um héraðið.

Leikskólinn Ársalir auglýsir sumarstörf

14.04.2015
Fréttir
Leikskólinn Ársalir óskar eftir að ráða 5 starfsmenn til sumarafleysinga frá 1. júní - 14. ágúst 2014. Vakin er athygli á því að leikskólinn verður lokaður frá 20. júlí - 3. ágúst.

Sæluvikudagskráin tilbúin

14.04.2015
Fréttir
Nú líður senn að sæluviku Skagfirðinga en hún verður dagana 26. apríl til 3. maí. Dagskráin er klár og verður borin í hús í næstu viku.

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga – Nú skal heimta hærri laun

14.04.2015
Fréttir
Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga hefur átt sinn fasta sess í aðdraganda Sæluviku Skagfirðinga og notið mikilla vinsælda í hartnær fjóra áratugi eða allt frá árinu 1976 er hún var haldin í fyrsta sinn. Magnús Bjarnason kennari á Sauðárkróki gaf hálfa milljón króna í sérstakan sjóð til að styrkja og styðja við bakið á lausavísnagerð og fyrir tilstyrk sjóðsins var keppnin haldin um langt árabil.

Vortónleikar Skagfirska kammerkórsins sumardaginn fyrsta í Miðgarði

13.04.2015
Fréttir
Vortónleikar Skagfirska kammerkórsins verða í Miðgarði sumardaginn fyrsta þann 23. apríl og hefjast 20:30

Sumarstörf - málefni fatlaðra

10.04.2015
Fréttir
Fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar auglýsir sumarstörf laus til umsóknar.

Sumarstörf á Veitu- og framkvæmdasviði

10.04.2015
Fréttir
Auglýst er eftir sumarstarfsfólki á Veitu- og framkvæmdasviði.