Fara í efni

Fréttir

Smáforritið Lifandi landslag með útgáfuhóf í Miðgarði

24.06.2015
Fréttir
Lifandi landslag er smáforrit sem leiðir notanda sinn um Skagafjörð. Forritið er svokallað ferðaapp, það er ókeypis að sækja það og tilgangur þess er að kynna skagfirskan menningararf og þá afþreyingu sem í boði er í héraðinu. Í tilefni útgáfunnar verður útgáfuhóf í Miðgarði föstudaginn 26. júní kl 20.

Nýr skólastjóri Varmahlíðarskóla

24.06.2015
Fréttir
Hanna Dóra Björnsdóttir hefur verið ráðin í stöðu skólastjóra Varmahlíðarskóla en sex umsóknir bárust um stöðuna.

Starf við heimaþjónustu er laust til umsóknar

24.06.2015
Fréttir
Fjölskylduþjónusta Skagfirðinga auglýsir laust starf í félagslegri heimaþjónustu. Um 100% starf er að ræða og viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Barokkhátíð á Hólum um helgina

23.06.2015
Fréttir
Hin árlega Barokkhátíð á Hólum í Hjaltadal verður haldin dagana 25. - 28. júní. Þetta er sjöunda hátíðin og mun Halla Steinunn Stefánsdóttir barokkfiðluleikari leiða Barokksveit Hólastiftis.

Gönguferð á Sturlungaslóð 25. júní kl 19

22.06.2015
Fréttir
Félagar á Sturlungaslóð bjóða til gönguferðar fimmtudaginn 25. júní kl 19.Gengin verður gamla þjóðleiðin frá Arnarstapa í Víðimýri. Leiðsögumaður er Helgi Hannesson. Allir velkomnir og ókeypis að slást með í för !

Sundlaug Sauðárkróks opin á ný

22.06.2015
Fréttir
Í morgun var sundlaugin á Sauðárkróki opnuð eftir endurbætur en hún hefur verið lokuð síðan 1. júní.

Hátíðleg stund í íþróttahúsinu 19. júní

22.06.2015
Fréttir
Hátíðarsamkoma í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna var haldin í íþróttahúsinu á Sauðárkróki föstudaginn 19. júní. Sigríður Svavarsdóttir, forseti sveitarstjórnar, stjórnaði samkomunni og boðið var upp á veitingar að henni lokinni.

Fuglastígskort fyrir Norðurland vestra

22.06.2015
Fréttir
Út er komið fuglastígskort fyrir Norðurland vestra þar sem merktir eru inn 17 áhugaverðir staðir fyrir fuglaskoðunarfólk. Staðirnir eru frá Borðeyri í Hrútafirði í vestri að Þórðarhöfða í Skagafirði í austri.

Lummudagar framundan

19.06.2015
Fréttir
Nú styttist í Lummudagana en þeir verða dagana 25. - 28. júní næstkomandi. Það er því nóg að gera fyrir íbúa og gesti sveitarfélagsins þegar hátíð er um hverja helgi