Fara í efni

Fréttir

Barnaleikrit og sundmót

30.04.2015
Fréttir, Sæluvika
Ýmislegt er um að vera í Skagafirði í dag. Möguleikhúsið kemur í heimsókn á alla leikskólana, sundmót verður á Króknum og sýningar í Bifröst og Miðgarði.

Frestun á kubbi og sundlaugarpartý til 6. maí

29.04.2015
Sæluvika
Kubb spilamennskunni og sundlaugarpartýinu sem vera átti í dag er frestað um viku, til miðvikudagsins 6. maí, vegna leiks Tindastóls og KR í úrslitum meistaraflokks karla í körfubolta

Kubbur og sundlaugarpartý

29.04.2015
Fréttir, Sæluvika
Það verður fjör á Flæðunum á Króknum seinnipartinn í dag, spilaður kubbur og sundlaugarpartý á eftir.

Sæluvika Skagfirðinga á Facebook og á rafrænu formi

28.04.2015
Sæluvika
Við minnum á að sem síung lista- og menningarhátíð sem fylgist með takti tímans þá er Sæluvika Skagfirðinga að sjálfsögðu líka á Facebook.

Þriðjudagur í Sæluviku

28.04.2015
Fréttir, Sæluvika
Í dag er eitthvað um að vera sem hægt er að nýta sér innandyra enda svalt úti þó almanakið segi að sumarið sé komið.

Mánudagsdagskrá í Sæluviku

27.04.2015
Fréttir, Sæluvika
Sæluvikan einkennist af fjölda viðburða á hverjum degi og er mánudagurinn engin undantekning.

Bingó 10. bekkjar Árskóla

27.04.2015
Fréttir
Vegna körfuboltaleiks verður sumarbingó 10. bekkjar fært til þriðjudagsins 28. apríl.

Sæluvika Skagfirðinga 2015 sett

27.04.2015
Fréttir, Sæluvika
Sæluvika Skagfirðinga 2015 var formlega sett í Húsi frítímans í gær, sunnudaginn 26. apríl. Það var Stefán Vagn Stefánsson, formaður Byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem setti Sæluvikuna að þessu sinni.

Setning Sæluviku í Húsi frítímans

24.04.2015
Fréttir
Í dag, sunnudaginn 26. apríl, verður lista- og menningarhátíð Skagfirðinga sett í Húsi frítímans á Sauðárkróki kl 14. Flutt verður ávarp, tónlistaratriði og kynnt úrslit í vísnakeppni Héraðsskjalasafnsins.