Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Leikhópurinn Lotta styrkbeiðni
Málsnúmer 1810150Vakta málsnúmer
2.Styrkbeiðni vegna jólaballs
Málsnúmer 1811303Vakta málsnúmer
Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Kvenfélagi Staðarhrepps dagsett 29.11.2018.
Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja kvenfélag Staðarhrepps um fjárhæð 50.000 kr.
Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja kvenfélag Staðarhrepps um fjárhæð 50.000 kr.
3.Styrkbeiðni vegna jólaballs Lionsklúbbs Sauðárkróks
Málsnúmer 1812149Vakta málsnúmer
Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Lionsklúbbi Sauðárkróks dagsett 13.12.2018.
Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Lionsklúbb Sauðárkróks um fjárhæð 50.000 kr.
Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Lionsklúbb Sauðárkróks um fjárhæð 50.000 kr.
4.Styrkbeiðni Skagfirska Kammerkórsins vegna fullveldistónleika
Málsnúmer 1812119Vakta málsnúmer
Tekin fyrir styrkbeiðni frá Skagfirska Kammerkórnum dagsett 10.12.2018 vegna fullveldistónleika.
Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd óskar Skagfirska Kammerkórnum til hamingju með frábæra tónleika og samþykkir að styrkja kórinn um 300.000 kr. Fjárhæðin tekin af lið 05890.
Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd óskar Skagfirska Kammerkórnum til hamingju með frábæra tónleika og samþykkir að styrkja kórinn um 300.000 kr. Fjárhæðin tekin af lið 05890.
5.Styrkbeiðni vegna jólaballs á Hofsósi
Málsnúmer 1812095Vakta málsnúmer
Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá íbúasamtökunum Byggjum upp Hofsós og nágrenni dagsett 10.12.2018.
Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja íbúasamtökin um 50.000 kr.
Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja íbúasamtökin um 50.000 kr.
6.Styrkur vegna kynningarefnis fyrir ráðstefnuna Mannamót
Málsnúmer 1812042Vakta málsnúmer
Tekin fyrir styrkbeiðni frá Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafirði dagsett 28.11.2018 vegna Mannamóta 2019.
Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að jafna framlag Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði til verkefnisins, samtals 84.000 kr. Fjárhæðin tekin af lið 13890.
Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að jafna framlag Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði til verkefnisins, samtals 84.000 kr. Fjárhæðin tekin af lið 13890.
7.Styrkbeiðni vegna jólaballs í Fljótum
Málsnúmer 1812092Vakta málsnúmer
Tekin fyrir styrkbeiðni vegna jólaballs frá Jólatrésnefnd Fljóta 2018 dagsett 09.12.2018.
Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Jólatrésnefndina um 50.000 kr.
Atvinnu-, menningar-, og kynningarnefnd samþykkir að styrkja Jólatrésnefndina um 50.000 kr.
8.Auglýsing umsóknar um byggðakvóta 2018-2019
Málsnúmer 1810042Vakta málsnúmer
Tekin var fyrir úthlutun á byggðakvóta sem áður var til kynningar á 61. fundi Atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar. Einnig lögð fram áskorun frá Drangey, smábátafélagi Skagafjarðar vegna reglna um byggðakvóta.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd leggur til eftirfarandi breytingar á reglugerð nr 685/2018 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2018/2019 í Sveitarfélaginu Skagafirði:
1.
Nýtt ákvæði 4. greinar reglugerðarinnar verður: "Hámarksúthlutun fiskiskipa yfir 50 brúttótonnum af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggðarlags verður 7 þorskígildistonn á skip.“
2.
Í 6. grein reglugerðarinnar verði veitt undanþága frá löndun til vinnslu. Til vara að bátar undir 50 brúttótonnum fái undanþágu frá löndun til vinnslu.
3.
Þá leggur atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd til að ákvæði 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verði: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðarkvóta innan sveitarfélagsins.
4.
Ennfremur leggur atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd til að sú skylda þeirra sem fá úthlutað byggðakvóta til að landa tvöföldu því magni sem þeir fá úthlutað til vinnslu, líkt og kveðið er á um í 6. grein reglugerðarinnar, verði felld niður.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd bókar eftirfarandi:
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd mótmælir harðlega niðurstöðum úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2018-2019. Niðurstaða atvinnuvega- og nýsköpunaráðuneytis hvað Skagafjörð varðar er að úthluta aðeins 15 þorskígildistonnum til Hofsóss og 70 þorskígildistonnum til Sauðárkróks. Nefndinni hefur borist rökstuðningur ráðuneytisins fyrir úthlutuninni.
Niðurstaða þessi er með öllu óásættanleg hvað varðar úthlutun til Hofsóss og ljóst að reglur um úthlutun byggðakvóta mæta engan veginn tilgangi þess að úthluta byggðakvóta til byggðarlaga sem standa höllum fæti, s.s. eins og til Hofsóss. Það punktakerfi sem úthlutað er eftir horfir aftur síðustu 10 ár og mælir samdrátt aflaheimilda og vinnslu á þeim tíma en tekur í engu tillit til þess að samdráttar sem orðið hefur fyrir lengri tíma en 10 árum. Má því ætla að reglur sjávarútvegsráðuneytisins geri ráð fyrir að annað hvort hafi sjómenn gefist upp á þessum tíma eða þá að ástandið hafi lagast með öðrum hætti, en alls ekki að ástand geti verið óbreytt eða verra en áður eins og í tilfelli Hofsóss, sérstaklega þegar horft er til úthlutunar byggðakvóta til Hofsóss, en úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2010-2011 var 145 þorskígildistonn en nú fiskveiðiárið 2018-2019 einungis 15 þorsksígildistonn eða samtals 970% samdráttur á 8 árum.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að breyta reglum um úthlutun byggðakvóta á þann hátt að tekið verið tillit til lengri tíma og fleiri aðstæðna en núverandi reglur kveða á um. Mikilvægt er að reglur um byggðakvóta séu raunverulega sniðnar að því markmiði að styðja við byggðir sem standa höllum fæti vegna breytinga í sjávarútvegi.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd leggur til eftirfarandi breytingar á reglugerð nr 685/2018 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2018/2019 í Sveitarfélaginu Skagafirði:
1.
Nýtt ákvæði 4. greinar reglugerðarinnar verður: "Hámarksúthlutun fiskiskipa yfir 50 brúttótonnum af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggðarlags verður 7 þorskígildistonn á skip.“
2.
Í 6. grein reglugerðarinnar verði veitt undanþága frá löndun til vinnslu. Til vara að bátar undir 50 brúttótonnum fái undanþágu frá löndun til vinnslu.
3.
Þá leggur atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd til að ákvæði 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verði: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðarkvóta innan sveitarfélagsins.
4.
Ennfremur leggur atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd til að sú skylda þeirra sem fá úthlutað byggðakvóta til að landa tvöföldu því magni sem þeir fá úthlutað til vinnslu, líkt og kveðið er á um í 6. grein reglugerðarinnar, verði felld niður.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd bókar eftirfarandi:
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd mótmælir harðlega niðurstöðum úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2018-2019. Niðurstaða atvinnuvega- og nýsköpunaráðuneytis hvað Skagafjörð varðar er að úthluta aðeins 15 þorskígildistonnum til Hofsóss og 70 þorskígildistonnum til Sauðárkróks. Nefndinni hefur borist rökstuðningur ráðuneytisins fyrir úthlutuninni.
Niðurstaða þessi er með öllu óásættanleg hvað varðar úthlutun til Hofsóss og ljóst að reglur um úthlutun byggðakvóta mæta engan veginn tilgangi þess að úthluta byggðakvóta til byggðarlaga sem standa höllum fæti, s.s. eins og til Hofsóss. Það punktakerfi sem úthlutað er eftir horfir aftur síðustu 10 ár og mælir samdrátt aflaheimilda og vinnslu á þeim tíma en tekur í engu tillit til þess að samdráttar sem orðið hefur fyrir lengri tíma en 10 árum. Má því ætla að reglur sjávarútvegsráðuneytisins geri ráð fyrir að annað hvort hafi sjómenn gefist upp á þessum tíma eða þá að ástandið hafi lagast með öðrum hætti, en alls ekki að ástand geti verið óbreytt eða verra en áður eins og í tilfelli Hofsóss, sérstaklega þegar horft er til úthlutunar byggðakvóta til Hofsóss, en úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2010-2011 var 145 þorskígildistonn en nú fiskveiðiárið 2018-2019 einungis 15 þorsksígildistonn eða samtals 970% samdráttur á 8 árum.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að breyta reglum um úthlutun byggðakvóta á þann hátt að tekið verið tillit til lengri tíma og fleiri aðstæðna en núverandi reglur kveða á um. Mikilvægt er að reglur um byggðakvóta séu raunverulega sniðnar að því markmiði að styðja við byggðir sem standa höllum fæti vegna breytinga í sjávarútvegi.
Fundi slitið - kl. 15:45.
Atvinnu- menningar og kynningarnefnd samþykkir að styrkja sem svarar gistikostnaði og vísar erindi um leigu á íþróttahúsi til Félags- og tómstundarnefndar.