Samningur við Skagafjarðarhraðlest - Ósk um upplýsingar
Málsnúmer 1002004
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 258. fundur - 09.02.2010
Gísli Árnason óskar bókað.
"Undirritaður vísar til bókunar sinnar á fundi byggðaráðs 4. febrúar síðastliðinn. Þrátt fyrir munnlega beiðni um gögn og upplýsingar, varðandi samning sveitarfélagsins og Skagafjarðarhraðlestarinnar, á byggðaráðsfundi 15. desember og formlegt erindi sama efnis á síðasta fundi byggðaráðs hafa umbeðnar upplýsingar ekki verið lagðar fram, sem er ámælisvert."
Gísli Árnason leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir, í ljósi fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og sem lið í almennum aðhaldsaðgerðum, að endurnýja ekki með sambærilegum hætti, samning sveitarfélagsins og Skagafjarðarhraðlestarinnar, sem féll úr gildi um síðastliðin áramót."
Greinargerð.
"Fyrir fundinum liggur afgreiðsla Félags- og tómstundanefndar á erindi aðalstjórnar Ungmennafélagsins Tindastóls, þar sem nefndin hafnar beiðni um sambærilegan samning og útrunninn samning sveitarfélagsins og Skagafjarðarhraðlestarinnar.
"UMF Tindastóll óskar eftir því að félagið geri samkomulag við félags- og tómstundarnefnd um vinnu við forkönnun byggingar fjölnota íþróttahús, sundlaugar og vatnagarðs. Samkomulagið yrði byggt á sama grunni og samkomulag sem er í gildi á milli Sveitarfélagsins og Skagafjarðarhraðlestar um starfsmann í atvinnuþróun. Þar er Sveitarfélagið með starfsmann á launum í verkefninu og skaffar honum aðstöðu og aðföng. Skagafjarðarhraðlestin stendur straum að aðkeyptum kostnaði, ferðakostnaði og uppihaldi ef til fellur. Við viljum gjarnan gera samskonar samning á milli UMF Tindastóls og Sveitarfélagins.?
Þetta er eðlileg afgreiðsla nefndarinnar miðað við ætlaða fjárhagsstöðu ríkis og sveitarfélaga næstu ár. Miðað við ofangreint og að teknu tilliti til almennra jafnræðissjónarmiða er því lagt til að framlengja ekki samning sveitarfélagsins og Skagafjarðarhraðlestarinnar í óbreyttri mynd.
Einar Einarson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Atvinnu- og ferðamálanefnd mun fara yfir umbeðnar upplýsingar áheyrnarfulltrúa VG á næsta fundi sínum. Vegna augljóss misskilnings áheyrnarfulltrúans á eðli umrædds samstarfs við Skagafjarðarhraðlestina og ráðningar verkefnisstjóra í atvinnumálum þá er nauðsynlegt að upplýsa fulltrúann um eftirfarandi. Sveitarfélagið Skagafjörður er ekki að kosta neina stöðu fyrir Skagafjarðarhraðlestina heldur er hér ráðinn starfsmaður til sveitarfélagsins á Markaðs- og þróunarsvið. Eitt hans stærsta hlutverk verður að vinna að verkefnum sem myndast í samstarfi sveitarfélagsins og Skagafjarðarlestarinnar. Sú vinna er í þágu atvinnuuppbyggingar og framþróunar í okkar eigin héraði og er unnin í samvinnu við áhugamannafélag, ólaunaðra og áhugasamra íbúa þessa sveitarfélags. Hinum meintu dylgjum áheyrnarfulltrúans í þessu máli, um óeðlilega stjórnsýslu, er vísað á bug sem og dylgjum um forgangsröðun verkefna sveitarstjórnarinnar. "
Fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Samfylkingar.
Tillaga Gísla Árnasonar borin undir atkvæði og felld með 8 atkvæðum gegn einu.
Atvinnu- og ferðamálanefnd - 57. fundur - 25.02.2010
Lagt fram erindi frá Gísla Árnasyni þar sem hann óskar eftir upplýsingum varðandi samstarf sveitarfélagsins við Skagafjarðarhraðlestina. Erindinu var vísað til nefndarinnar frá Byggðaráði.
Sviðsstjóra falið að taka saman greinargerð um málið fyrir næsta fund nefndarinnar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 259. fundur - 02.03.2010
Gísli Árnason óskar bókað:
2. febrúar síðastliðinn óskaði ég eftir upplýsingum um samning sveitarfélagsins og Skagafjarðarhraðlestarinnar, árangur hans, hlutverk aðila og eftirfylgni. Eins og bókun Atvinnu- og ferðamálanefndar ber með sér hefur ekki af því orðið og er það gagnrýnivert.
Sigurður Árnason óskar bókað:
"Samkomulag var í nefndinni um að fresta erindinu þ.m.t. áheyrnarfulltrúi V.G"
Afgreiðsla 57. fundar atvinnu og ferðamálanefndar staðfest á 259. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Atvinnu- og ferðamálanefnd - 58. fundur - 11.03.2010
Sviðsstjóri kynnti svar við erindi Gísla Árnasonar þar sem hann óskar eftir upplýsingum um samning Skagafjarðarhraðlestarinnar og sveitarfélagsins frá 2007.
Samþykkt að vísa málinu aftur til Byggðaráðs sem óskaði eftir svari frá nefndinni.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 260. fundur - 16.03.2010
Gísli Árnason tók til máls og lagði fram tillögu um að þessum lið væri vísað til byggðarráðs. Gísli dró tillögu sína síðar til baka.
Afgreiðsla 58. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 260. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 510. fundur - 18.03.2010
Málið áður á dagskrá 504. fundi ráðsins og var óskað eftir greinargerð atvinnu- og ferðamálanefndar. Málið afgreitt þar á 58. fundi nefndarinnar til byggðarráðs. Lagt fram skriflegt svar við fyrirspurn Gísla Árnasonar um samning Skagafjarðarhraðlestarinnar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 13. mars 2007.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 261. fundur - 30.03.2010
Gísli Árnason tók til máls og óskar bókað: "Ég þakka framlagt svar við fyrirspurn minni, sem lögð var fram á fundi Byggðarráðs þann 4. febrúar síðastliðinn. Meðfylgjandi svarinu er yfirgripsmikið yfirlit um þá starfsemi, sem heyrir undir Atvinnu- og ferðamálanefnd og er það vel.
Afgreiðsla 510. fundar byggðaráðs staðfest á 261. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Lagt fram erindi frá Gísla Árnasyni, áheyrnarfulltrúa VG í byggðarráði, þar sem hann óskar eftir upplýsingum um samning á milli sveitarfélagsins og Skagafjarðarhraðlestarinnar frá 13. mars 2007, árangur samstarfsins, hlutverk aðila og eftirfylgni.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og ferðamálanefndar og óskar eftir greinargerð nefndarinnar.
Gísli Árnason óskar bókað: "Meirihluti sveitarstjórnar samþykkti þann 17. desember síðastliðinn kostun og aðstöðu verkefnisstjóra fyrir Skagafjarðarhraðlestina, á grundvelli samnings milli sveitarfélagsins og Skagafjarðarhraðlestarinnar, sem rann út nokkrum dögum síðar, eða um áramótin. Þetta er vægast sagt hæpin stjórnsýsla og allrar gagnrýni verð.
Í ljósi fjárhagsstöðu sveitarfélagsins og þeirra erinda, sem felld voru af meirihlutanum við gerð fjárhagsáætlunar ársins, er þetta undarleg forgangsröðun að kosta atvinnuþróun fyrir lögaðila, þar eð sveitarfélagið sinnir þeim málefnum á öðrum vettvangi."