Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.20. ársþing SSNV
Málsnúmer 1210090Vakta málsnúmer
2.Aðalfundarboð
Málsnúmer 1210089Vakta málsnúmer
Lagt fram aðalfundarboð Húsnæðissamvinnufélags Skagafjarðar, 25. október 2012.
Byggðarráð samþykkir að Guðrún Sighvatsdóttir fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum. Lagt er til að aðalmaður sveitarfélagsins í stjórn verði Guðrún Sighvatsdóttir og Gísli Árnason til vara.
Byggðarráð samþykkir að Guðrún Sighvatsdóttir fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum. Lagt er til að aðalmaður sveitarfélagsins í stjórn verði Guðrún Sighvatsdóttir og Gísli Árnason til vara.
3.Fundur með fjárlaganefnd Alþingis 2012
Málsnúmer 1209113Vakta málsnúmer
Farið yfir gögn sem á að afhenda nefndarmönnum fjárlaganefndar Alþingis á fundi þann 15. oktkóber 2012, kl. 11:00, í Reykjavík.
Þeir sveitarstjórnarmenn sem þess óska, er heimilt að sitja fundinn.
Þeir sveitarstjórnarmenn sem þess óska, er heimilt að sitja fundinn.
4.Keldudalur - Umsögn vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 1210042Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Guðrúnar Lárusdóttur um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Gestahús Keldudal - sumarhús flokkur II.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
5.Styrkbeiðni
Málsnúmer 1210092Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Einari Hauki Óskarssyni, þar sem hann óskar eftir fjárhagsstuðningi til að geta hafið atvinnumennsku í golfi.
Byggðarráð getur því miður ekki orðið við erindinu en óskar Einari góðs gengis.
Byggðarráð getur því miður ekki orðið við erindinu en óskar Einari góðs gengis.
6.Styrkbeiðni - skráning reiðleiða
Málsnúmer 1210123Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Landssambandi hestamannafélaga, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við skráningu reiðleiða í kortagrunn Loftmynda ehf. Óskað er eftir 100.000 kr. árlegum styrk næstu fjögur árin til verkefnisins. Gert er ráð fyrir að hægt verði á næstu fjórum árum að ljúka við skráningu allra reiðleiða á landinu fáist fjármagn í verkefnið. Ávinningur sveitarfélagsins er fullkomin skráning og aðgengilegt form á öllum reiðleiðum í sveitarfélaginu.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.
7.Styrkbeiðni
Málsnúmer 1210096Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps, þar sem óskað er eftir 300.000 kr. styrk á starfsárinu 2012-2013.
Byggðarráð þakkar erindið en sér sér ekki fært að verða við því og bendir á að Menningarráð Norðurlands vestra er vettvangur styrkumsókna sem þessarar.
Byggðarráð þakkar erindið en sér sér ekki fært að verða við því og bendir á að Menningarráð Norðurlands vestra er vettvangur styrkumsókna sem þessarar.
8.Fjárhagsáætlun 2013
Málsnúmer 1208106Vakta málsnúmer
Ákveðinn fjárhagsrammi fyrir árið 2013 til afgreiðslu í nefndir. Gert er ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu í A-hluta og í rekstri sveitarfélagsins í heild.
9.Uppgjör á framlagi vegna lækkaðra fasteignaskattstekna 2012
Málsnúmer 1209111Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar uppgjör á framlagi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna lækkaðra fasteignaskattstekna 2012. Úthlutað framlag árið 2012 er 123.804.722 kr.
10.Rekstrarupplýsingar 2012
Málsnúmer 1205003Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar upplýsingar úr rekstri varðandi skatttekjur og laun, tímabilið janúar-september 2012.
Fundi slitið - kl. 12:10.
Byggðarráð staðfestir að fulltrúar sveitarfélagsins eru eftirtaldir:
Aðalmenn: Stefán Vagn Stefánsson, Sigríður Magnúsdóttir, Bjarki Tryggvason, Viggó Jónsson, Bjarni Jónsson, Jón Magnússon, Sigríður Svavarsdóttir, Þorsteinn Tómas Broddason, Sigurjón Þórðarson, Úlfar Sveinsson, Ásta Pálmadóttir og Margeir Friðriksson.
Varamenn: Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E. Einarsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Ingi Björn Árnason, Arnrún Halla Arnórsdóttir, Gísli Sigurðsson, Haraldur Þór Jóhannsson, Svanhildur Guðmundsdóttir, Hrefna Gerður Björnsdóttir og Gísli Árnason.