Fara í efni

Skipun ráðgjafahóps til að fara yfir rekstur sveitarfélagsins og stofnana þess

Málsnúmer 1010265

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 271. fundur - 02.11.2010

Stefán Vagn Stefánsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu.

Sveitarstjórn samþykkir að skipuð verði þriggja manna ráðgjafanefnd sem fari yfir rekstur sveitarfélagsins og stofnanna þess og vinni tillögur með byggðaráði um leiðir til hagræðingar og sparnaðar. Sveitarstjóri og fjármálastjóri sveitarfélagsins starfi með nefndinni, en hún starfi með og heyri undir byggðaráð og geri því reglulega grein fyrir vinnu sinni. Skipunartími, vinnuskipulag og áfangaskipting verði nánar skilgreind í samráði við byggðaráð, sem hafi yfirumsjón með starfi nefndarinnar

Ráðgjafanefndin verði skipuð tveimur fulltrúum tilnefndum af meirihluta og einum af minnihluta sveitarstjórnar. Fulltrúar í ráðgjafanefndinni komi ekki úr röðum sveitarstjórnarfulltrúa eða af framboðslistum til sveitarstjórnar, en verði valdir með tilliti til þekkingar sinnar á rekstri og viðfangsefni ráðgjafanefndarinnar.

Miðað er við að ráðgjafanefndin geti í samráði við byggðaráð, leitað sér sérfræðiaðstoðar varðandi einstaka þætti verkefnisins og muni nýta sér eftir föngum aðgengi að þeirri sérfræði þekkingu sem er að finna hjá skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Bjarni Jónsson, VG

Stefán Vagn Stefánsson, Framsóknarflokki

Þá kvöddu sér hljóðs Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson með leyfi varaforseta, loks Sigurjón Þórðarson sem lagði fram eftirfarandi bókun:

Sveitarstjórnarfulltrúi Frjálslyndra styður tillögu um skipan ráðgjafanefndar, um að fara yfir rekstur sveitarfélagsins í samráði við og undir yfirumsjón byggðaráðs.

Frjálslyndir átelja meirihlutann fyrir að hafa ekki fyrr, hafið umrædda vinnu við að fara gaumgæfilega yfir rekstur sveitarfélagsins. Augljóst hefur verið frá því að ný sveitarstjórn tók við völdum að talsvert hefur vantað upp á að endar nái saman í rekstri sveitarfélagsins. Tafir á hagræðingarvinnunni gera alla vinnu við fjárhagsáætlun næsta árs erfiðari og ómarkvissari. Frjálslyndir munu leggja sitt af mörkum til þess að skynsamar hagræðingar- og sparnaðartillögur fái brautargengi í sveitarstjórninni enda leggja Frjálslyndir áherslu á að sýnt verði aðhald í rekstri og komið verði í veg fyrir frekari skuldasöfnun og tryggja þar með

framtíðarmöguleika Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram breytingartillögu við áður fram komna tillögu svohljóðandi.

"Sveitarstjórn samþykkir að skipuð verði þriggja manna ráðgjafanefnd sem fari yfir rekstur sveitarfélagsins og stofnanna þess og vinni tillögur með byggðaráði um leiðir til hagræðingar og sparnaðar. Sveitarstjóri og fjármálastjóri sveitarfélagsins starfi með nefndinni, en hún starfi með og heyri undir byggðaráð og geri því reglulega grein fyrir vinnu sinni. Skipunartími, vinnuskipulag og áfangaskipting verði nánar skilgreind í samráði við byggðaráð, sem hafi yfirumsjón með starfi nefndarinnar

Ráðgjafanefndin verði skipuð tveimur fulltrúum tilnefndum af meirihluta og einum af minnihluta sveitarstjórnar. Fulltrúar verði valdir með tilliti til þekkingar sinnar á rekstri og viðfangsefni ráðgjafanefndarinnar.

Miðað er við að ráðgjafanefndin geti í samráði við byggðaráð, leitað sér sérfræðiaðstoðar varðandi einstaka þætti verkefnisins og muni nýta sér eftir föngum aðgengi að þeirri sérfræði þekkingu sem er að finna hjá skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga."

Jón Magnússon kvaddi sér hljóðs þá Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir sem lagði fram eftirfarandi tillögu.

"Ég legg til að tillögunni verði vísað til byggðarráðs til umfjöllunar samhliða tillögu sama efnis sem frestað var á fundi byggðarráðs 29. júlí og er óafgreidd.

Þá tóku til máls, Bjarni Jónsson með leyfi forseta, Viggó Jónsson, Jón Magnússon, Stefán Vagn Stefánsson

Forseti bar upp tillögu Grétu Sjafnar Guðmundsdóttur til samþykktar, var hún felld með 5 atkvæðum gegn 1.

Forseti bar upp breytingatillögu Stefáns Vagns og Bjarna Jónssonar,var hún samþykkt með 8 atkvæðum gegn einu.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar að gera grein fyrir atkvæði sínu.

Undirrituð harmar að meirihluti Vinstri grænna og Framsóknarflokks telji ekki aðkomu allra flokka mikilvæga í þessari vinnu. Samfylkingin er með áheyrnarfulltrúa í byggðarráði og hefur ekki ákvörðunarvald. Ráðgjafanefnd verður skipuð tveimur af meirihluta og einum af minnihluta, ekki jafnræði þar. Það liggur ekki fyrir kostnaðaráætlun eða vinnufyrirkomulag og verkskil. Ég legg því til að tillögunni verði vísað til byggðarráðs til yfirferðar og kostnaðarmats. Samfylkingin hefur fullan vilja til að taka þátt í þessari vinnu, en tillaga sú er hér er lögð fram gerir ekki ráð fyrir því. Ég mun því ekki samþykkja þessa tillögu.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 534. fundur - 04.11.2010

Á 271. fundi sveitarstjórnar var samþykkt svohljóðandi tillaga:

"Sveitarstjórn samþykkir að skipuð verði þriggja manna ráðgjafanefnd sem fari yfir rekstur sveitarfélagsins og stofnanna þess og vinni tillögur með byggðaráði um leiðir til hagræðingar og sparnaðar. Sveitarstjóri og fjármálastjóri sveitarfélagsins starfi með nefndinni, en hún starfi með og heyri undir byggðaráð og geri því reglulega grein fyrir vinnu sinni. Skipunartími, vinnuskipulag og áfangaskipting verði nánar skilgreind í samráði við byggðaráð, sem hafi yfirumsjón með starfi nefndarinnar

Ráðgjafanefndin verði skipuð tveimur fulltrúum tilnefndum af meirihluta og einum af minnihluta sveitarstjórnar. Fulltrúar verði valdir með tilliti til þekkingar sinnar á rekstri og viðfangsefni ráðgjafanefndarinnar.

Miðað er við að ráðgjafanefndin geti í samráði við byggðaráð, leitað sér sérfræðiaðstoðar varðandi einstaka þætti verkefnisins og muni nýta sér eftir föngum aðgengi að þeirri sérfræði þekkingu sem er að finna hjá skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga."

Erindið lagt fram. Samþykkt að tilnefningar í ráðgjafanefndina liggi fyrir á næsta fundi byggðarráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 536. fundur - 19.11.2010

Í framhaldi af bókun 534. fundar byggðarráðs um skipun þriggja manna ráðgjafarnefnd, sem fari yfir rekstur sveitarfélagsins og stofnana þess og vinni tillögur með byggðarráði um leiðir til hagræðingar og sparnaðar, er lögð eftirfarandi tillaga um nefndarmenn: Jón Eðvald Friðriksson, Guðmundur Björn Eyþórsson og Guðrún Lárusdóttir. Byggðarráð mun kalla hópinn saman á næsta fundi.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 272. fundur - 30.11.2010

Afgreiðsla 534. fundar byggðaráðs staðfest á 272. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 272. fundur - 30.11.2010

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.

Afgreiðsla 536. fundar byggðaráðs staðfest á 272. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 542. fundur - 13.01.2011

Á fund nefndarinnar mætti ráðgjafahópur sem settur hefur verið á laggirnar til þess að fara yfir rekstur sveitarfélagsins og stofnana þess. Hópinn skipa Jón E. Friðriksson, Guðmundur B. Eyþórsson og Guðrún Lárusdóttir.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að kalla hópinn saman til fyrsta fundar.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað:

"Samfylkingin telur mikilvægt að ráðgjafahópnum verði sett erindisbréf þar sem fram komi markmið nefndarstarfsins, vinnutilhögun og skipunartími. Kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir, en hópurinn er tekin til starfa. Þetta ber ekki vott um góða stjórnsýslu."

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 274. fundur - 25.01.2011

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir ítrekar bókun sína frá 542. fundi byggðarráðs.

"Samfylkingin telur mikilvægt að ráðgjafahópnum verði sett erindisbréf þar sem fram komi markmið nefndarstarfsins, vinnutilhögun og skipunartími. Kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir, en hópurinn er tekin til starfa. Þetta ber ekki vott um góða stjórnsýslu."

Afgreiðsla 542. fundar byggðaráðs staðfest á 274. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 550. fundur - 24.03.2011

Fulltrúar ráðgjafahópsins, Jón E. Friðriksson, Guðmundur B. Eyþórsson og Guðrún Lárusdóttir komu á fund byggðarráðs og kynntu hugmyndir hópsins um breytingar til hagræðingar í rekstri. Byggðarráð þakkar þeim fyrir gott og óeigingjarnt starf í þágu sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 277. fundur - 02.05.2011

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

11 mánuðir eru síðan Sveitarstjórn samþykkti að beina því til nýrrar sveitarstjórnar að skipuð yrði nefnd allra flokka til að fara í heildarendurskoðun á rekstri sveitarfélagsins. Rúmur mánuður er síðan skipaður ráðgjafarhópur skilaði af sér sinni vinnu og kynnti byggðarráði hugmyndir hópsins. Byggðarráð hefur fjallað um niðurstöðurnar sem trúnaðarmál. Það er ljóst að tíminn vinnur ekki með sveitarfélaginu og hver mánuður líður án þess að meirihluluti Framsóknar og Vinstri grænna, sem dregur vagninn í þessari vinnu, ákveði hvað á að gera með hugmyndir og vinnu ráðgjafahóps. Mikilvægt er að aflétta trúnaði fullrúa og áheyrnarfulltrúa byggðarráðs og kynna hagræðingarhugmyndir ráðgjafahóps fyrir íbúum sveitarfélagins.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Samfylkingunni.

Afgreiðsla 550. fundar byggðaráðs staðfest á 277. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.