Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

637. fundur 26. september 2013 kl. 09:00 - 10:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt að taka á dagskrá með afbrigðum, eftirtalin mál 1308102, 1309333,1309334.

1.Framkvæmdaáætlun 2013

Málsnúmer 1309319Vakta málsnúmer

Indriði Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kom á fundinn og fór yfir framkvæmdir og framkvæmdaáætlun ársins 2013.

2.Kauptilboð í Grenihlíð 32 - 213-1643

Málsnúmer 1308102Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð í fasteignina Grenihlíð 32, 213-1643.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri gangi frá kaupum á fasteigninni Grenihlíð 32, 213-1643 í samræmi við fyrirliggjandi kauptilboð.

3.Kvistahlíð 19, 213-1951

Málsnúmer 1309333Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að fasteignin Kvistahlíð 19, 213-1951 verði seld ef viðunandi kauptilboð fæst. Sveitarstjóra falið að auglýsa fasteignina til sölu.

4.Víðigrund 28 2.hv 213-2420

Málsnúmer 1309334Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að fasteignin Víðigrund 28, 2.hv, 213-2420 verði seld ef viðunandi kauptilboð fæst. Sveitarstjóra falið að auglýsa fasteignina til sölu.

5.Tillaga frá S.Þ. Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir að fresta öllum kostnaðarsömum innheimtuaðgerðum.

Málsnúmer 1306137Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir að breyta innheimtuferli á kröfum sveitarfélagsins á þann veg, að tímabilið frá eindaga þar til krafa fer til milliinnheimtu, lengist um 10 daga og verður héðan í frá 30 dagar.

Sigurjón Þórðarson óskar bókað:
Þó svo að þetta skref sem byggðarráð tekur í dag til að koma til móts við skuldsett heimili sé ekki stórt, þá getur það reynst mikilsvert. Það er óneitanlega lóð á vogarskál ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar að því takmarki að róttækasta skuldaleiðrétting veraldar nái fram að ganga núna í nóvember.

Það er ánægjulegt að sjá að byggðarráð er sammála um niðurstöðu í þessu máli, sem vonandi á eftir að koma íbúum sveitarfélagsins vel.
Stefán Vagn Stefánsson
Bjarni Jónsson
Jón Magnússon
Sigurjón Þórðarson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir

6.Verið vísindagarðar ehf, aðalfundur 2013

Málsnúmer 1309239Vakta málsnúmer

Lagt fram aðalfundarboð Versins Vísingagarða ehf. þann 8. október 2013 í Verinu, Háeyri 1, Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að Bjarni Jónsson fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

7.Eyrarvegur 14 213-1397

Málsnúmer 1303261Vakta málsnúmer

Fasteign Kiwanisklúbbsins Drangeyjar, Eyrarvegur 14 (213-1397), Sauðárkróki. Erindið áður tekið fyrir á 634. fundi byggðarráðs, 29. ágúst 2013.
Lagt fram gagntilboð frá Kiwanisklúbbnum Drangey.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi gagntilboð og felur sveitarstjóra að auglýsa húsnæði til sölu. Eignin skal seld til brottflutnings í núverandi ástandi.

8.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 1307162Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhagsramma fyrir rekstur sveitarfélagsins og stofnana á árinu 2014. Gert er ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu í rekstri sveitarfélagsins í heild.
Byggðarráð samþykkir fyrirlögð drög og vísar þeim til nefnda til frekari umfjöllunar.

9.Samþykktir - nýjar

Málsnúmer 1303082Vakta málsnúmer

Samþykktir Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem samþykktar voru á 303. fundi sveitarstjórnar með breytingum sem voru staðfestar á 305. fundi sveitarstjórnar voru sendar til staðfestingar ráðherra. Gerðar voru athugasemdir við þær af hálfu innanríkisráðuneytisins. Á þessum fundi eru lagðar fram endurbættar samþykktir fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð þar sem tillit hefur verið tekið til athugasemda varðandi 8.gr.
Byggðarráð samþykkir áorðnar breytingar og samþykktirnar í heild.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda samþykktirnar til innanríkisráðuneytis til staðfestingar.

10.Ársfundur Jöfnunarsjóðs 2013

Málsnúmer 1309256Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2013, sem verður haldinn 2. október 2013 á Hilton Hótel Nordica, kl. 16:00.
Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri verður fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.

11.Skjalavarsla sveitarfélaga

Málsnúmer 1309240Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt rekstrar- og útgáfusviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga um skjalavörslu sveitarfélaga.

12.Twin town meeting in Espoo, 28-31 May 2013

Málsnúmer 1301300Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð frá sameiginlegum fundi fulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Kongsberg, Köge, Kristianstad og Espoo á vinabæjamóti í Espoo síðastliðið vor.

Fundi slitið - kl. 10:30.