Fara í efni

Fjárhagsáætlun 2011

Málsnúmer 1009043

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 527. fundur - 09.09.2010

Byggðarráð samþykkir að hafinn verði undirbúningur að gerð fjárhagsáætlunar 2011 og stefnt að því að rammi að henni verði tilbúinn um mánaðamótin september/október 2010.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 268. fundur - 21.09.2010

Afgreiðsla 527. fundar byggðaráðs staðfest á 268. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 60. fundur - 11.10.2010

Samþykkt að sviðsstjórar fundi í næstu viku með sveitarstjóra og fjármálastjóra og fari yfir málefni hvers sviðs vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar 2011. Sveitarstjóri boðar til funda.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 534. fundur - 04.11.2010

Fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2011 rædd og farið yfir ýmsar forsendur.

Miðað við fyrirliggjandi forsendur þarf að ná fram lækkun rekstrarútgjalda í rekstri sveitarfélagsins. Byggðarráð felur sveitarstjóra í samráði við sviðsstjóra að vinna tillögu að ramma að fjárhagsáætlun í því ljósi og leggja fyrir byggðarráð til umfjöllunar. Leitast skal við í þessari vinnu að ná fram hagræðingu án uppsagna starfsfólks.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað: "Ég tel mikilvægt að pólitískir fulltrúar vinni og leggji fram tillögu að ramma að fjárhagsáætlun sem fari til umfjöllunar og frekari vinnu til fagnefnda og starfsmanna. Mikilvægt er að fjárhgasáætlun verði unnin út frá forgangsröðun og lögbundinna verkefna/þjónustu."

Aðalfulltrúar byggðarráðs óska bókað: "Bókun Grétu Sjafnar er í samræmi við fyrirætlun byggðarráðs."

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 535. fundur - 12.11.2010

Unnið með gögn vegna fjárhagsáætlunar 2011.

Samþykkt að leggja fram fjárhagsramma fyrir árið 2011 sem gerir ráð fyrir að aðalsjóður verði rekinn með 15 milljón króna rekstrarafgangi og A-hluti samtals með 21 milljón króna halla. Samstæða A og B hluta verði rekin með 16.190 þús. króna rekstrarafgangi.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 537. fundur - 25.11.2010

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2011 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.

Byggðarráð samþykkir að leggja fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn fjárhagsáætlun í samræmi við áður úthlutaðan fjárhagsramma. Ljóst er þó að tekjuliðir fjárhagsrammans muni ekki standast og er þörf á frekari endurskoðun rekstrarútgjalda af hálfu nefnda. Byggðarráð mun óska eftir að formenn nefnda og sviðsstjórar mæti á næsta fund byggðarráðs til að ræða allar leiðir til hagræðingar í rekstri.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 272. fundur - 30.11.2010

Sveitarstjóri kynnti fjárhagsáætlun Sveitarfélagins Skagafjarðar og stofnanna þess, til fyrri umræðu, fyrir árið 2011

Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun.

"Fjárhagsáætlunin sem lögð er fram í fyrstu umræðu, endurspeglar ekki í neinu þær pólitísku áherslur sem meirihluta flokkarnir boðuðu fyrir síðustu kosningar s.s. byggingu Árskóla og sendurskoðun á rekstri sveitarfélagsins. Frjálslyndir munu beita sér fyrir þvi að endanleg fjárhagsáætlun feli í sér stefnumörkun um hagræðingu á rekstri sveitarfélgsins.

Jón Magnússon, Stefán Vagn Stefánsson og Sigurjón Þórðarson tóku til máls.

Forseti geri tillögu um að vísa fjárhagsáætlun 2011 til nefnda og síðari umræðu í sveitarstjórn. Var það samþykkt samhjóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 272. fundur - 30.11.2010

Forseti gerir tillögu um að vísa þessum lið til afgreiðslu 5. liðar á dagskrá, eða 17. liðar í þessari fundagerð, Fjárhagsáætlun 2011. Var það samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla 166. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 272. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 272. fundur - 30.11.2010

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir ítrekar bókun sína frá 534. fundi byggðarráðs svohljóðandi.

"Ég tel mikilvægt að pólitískir fulltrúar vinni og leggi fram tillögu að ramma að fjárhagsáætlun sem fari til umfjöllunar og frekari vinnu til fagnefnda og starfsmanna. Mikilvægt er að fjárhagsáætlun verði unnin út frá forgangsröðun og lögbundinna verkefna/þjónustu."

Gréta Sjöfn óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.

Afgreiðsla 534. fundar byggðaráðs staðfest á 272. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 272. fundur - 30.11.2010

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar. Afgreiðsla 535. fundar byggðaráðs staðfest á 272. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 272. fundur - 30.11.2010

Forseti gerir tillögu um að vísa þessum lið til afgreiðslu 5. liðar á dagskrá, eða 17. liðar í þessari fundagerð, Fjárhagsáætlun 2011.

Var það samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla 537. fundar byggðaráðs staðfest á 272. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 538. fundur - 02.12.2010

Á fundinn komu til viðræðu formenn nefnda sveitarfélagsins og sviðsstjórar. Einnig sátu fundinn undir þessum dagskrárlið sveitarstjórnarmenn sem ekki eiga sæti í byggðarráði.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 167. fundur - 14.12.2010

Rætt um fjárhagsáætlun félagsmála fyrir árið 2011. Félags- og tómstundanefnd áréttar tillögu sína frá 18. nóvember s.l. um 16.677.000 kr. hækkun á ramma eins og kynnt var á fundi byggðarráðs 2. desember s.l.

Samþykkt samhljóða.

Þorsteinn Broddason óskar bókað: Samfylkingin vill að í fjárhagsáætlun verði grunnþjónustan varin, þrátt fyrir minni tekjur og aukinn kostnað. Sveitarfélagið gegnir afar mikilvægu hlutverki í nærþjónustu á sviði fræðslu og velferðarmála, sem þarf að njóta forgangs ásamt öðrum lögbundnum verkefnum. Meirihlutinn hefur ekki sýnt pólitíska forystu með stefnumörkun og forgangsröðun. Þess vegna er gerð fjárhagsáætlunar ómarkviss.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 155. fundur - 16.12.2010

Lögð fram fjárhagsáætlun landbúnaðarnefndar vegna 2011. Niðurstöðutölur eru gjöld kr. 10.392.000.- og tekjur kr. 380.000.- Rekstrarniðurstaða kr. 10.012.000.- Fjarhagsáætlunin samþykkt. Guðrún Helgadóttir óskar bókað ""Samfylkingin vill að í fjárhagsáætlun verði grunnþjónusta varin þrátt fyrir minni tekjur og aukinn kostnað. Sveitarfélagið gegnir afar mikilvægu hlutverki í nærþjónustu á sviði fræðslu- og velferðarmála, sem þarf að njóta forgangs ásamt öðrum lögbundnum verkefnum. Meirihlutinn hefur ekki sýnt pólitíska forustu með stefnumótun og forgangsröðun. Þess vegna er gerð fjárhagsáætlunar ómarkviss."

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 540. fundur - 16.12.2010

Lögð fram fjárhagsáætlun 2011 fyrir sveitarsjóð og stofnanir hans.

Rekstrartekjur A-hluta eru áætlaðar 2.716 milljónir króna og rekstrargjöld án fjármagnsliða 2.668 milljónir króna. Fjármagnsliðir 140 milljónir króna. Rekstrarhalli ársins 92.000 þús.kr.

Samantekin áætlun fyrir A og B-hluta sveitarsjóðs gerir ráð fyrir tekjum að upphæð kr. 3.110 milljónum króna, rekstrargjöldum án fjármagnsliða 2.956 milljónir króna og fjármagnsliðum 213 milljónir króna. Rekstrarhalli ársins 59.000 þús.krónur.

Handbært fé frá rekstri er áætlað að verði 40.374 milljónir króna í A-hluta, en 193.686 milljónir króna í samstæðunni í heild.

Fjárfesting samstæðunnar er áætluð samtals 152 milljónir króna, sala eigna 39 milljónir króna, afborganir lána 244 milljónir króna og ný lántaka 161 milljónir króna.

Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætluninni til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Bjarni Jónsson og Stefán Vagn Stefánsson óska bókað:

Lögð er áhersla á að í fjárhagsáætlun verði grunnþjónustan varin þrátt fyrir minni tekjur og aukinn kostnað. Sveitarfélagið gegnir afar mikilvægu hlutverki í nærþjónustu á sviði fræðslu- og velferðarmála, sem þarf að njóta forgangs ásamt öðrum lögbundnum verkefnum. Þau drög sem nú liggja fyrir bera þess merki að grunnþjónusta sé varin. Það sést meðal annars með því að eingöngu hafa úthlutaðir fjárhagsrammar verið hækkaðir hjá félagsþjónustu, í fræðslumálum og íþróttamálum barna. Vistunargjöld á leikskólum verða ekki hækkuð, gjöld vegna dagvistar barna í skólavistun eru ekki hækkuð, fasteignaskattar eru ekki hækkaðir, tekjuviðmið við útreikning á afslætti á fasteignaskatti hækkuð til að hlífa þeim tekjulægri og fleira mætti nefna.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað:

Samfylkingin vill að í fjárhagsáætlun verði grunnþjónusta varin þrátt fyrir minni tekjur og aukinn kostnað. Sveitarfélagið gegnir afar mikilvægu hlutverki í nærþjónustu á sviði fræðslu- og velferðarmála, sem þarf að njóta forgangs ásamt öðrum lögbundnum verkefnum. Meirihlutinn hefur ekki sýnt pólitíska forustu með stefnumótun og forgangsröðun. Þess vegna er gerð fjárhagsáætlunar ómarkviss. Ánægjulegt er að sjá samhljóm í bókun meirihlutans og texta Samfylkingarinnar a.m.k. í upphafi bókunarinnar

Sigurjón Þórðarson óskar bókað:

Fjárhagsáætlunin felur í sér halla á rekstri sveitarfélagsins sem er mikið áhyggjuefni, þar sem það skerðir möguleika sveitarfélagsins á komandi árum til þess að þjóna íbúum. Frjálslyndir taka sömuleiðis undir bókanir meirihlutans og Samfylkingarinnar um að standa beri vörð um grunnþjónustuna en telja mun brýnna að beina ályktunum um forgangsröðun og skerðingu ríkisstjórnarinnar og þá sérstaklega gegn svívirðilegri aðför Guðbjarts Hannessonar, heilbrigðisráðherra að Heilbrigðisstofuninni Sauðárkróki.

Jón Magnússon óskar bókað:

Neikvæð niðurstaða fjárhagsáætlunarinnar vekur miklar áhyggjur um rekstrarafkomu sveitarfélagsins á komandi árum. Brýnt er að vinna markvisst að hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins. Vinnu að því markmiði verður að hefja strax á nýju ári af mikilli festu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 273. fundur - 21.12.2010

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu þessar liðar, til afgreiðslu 3. liðar á dagskrá fundarins, Fjárhagsáætlun 2011. Var það samþykkt samhljóða

Afgreiðsla 538. fundar byggðaráðs staðfest á 273. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 273. fundur - 21.12.2010

Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri kynnti fjárhagsáætlun 2011.

Rekstrartekjur A-hluta eru áætlaðar 2.716.098 þús.kr. og rekstrargjöld án fjármagnsliða 2.668.199 þús.kr. Fjármagnsliðir 139.899 þús.kr. Rekstrarhalli ársins 92.000 þús.kr.

Samantekin áætlun fyrir A og B-hluta sveitarsjóðs gerir ráð fyrir tekjum að upphæð kr. 3.109.540 þús.kr., rekstrargjöldum án fjármagnsliða 2.956.526 þús.kr. og fjármagnsliðum 212.014 þús.kr. Rekstrarhalli ársins 59.000 þús.krónur.

Handbært fé frá rekstri er áætlað að verði 40.374 milljónir króna í A-hluta, en 193.686 milljónir króna í samstæðunni í heild.

Fjárfesting samstæðunnar er áætluð samtals 152 milljónir króna, sala eigna 39 milljónir króna, afborganir lána 244 milljónir króna og ný lántaka 161 milljónir króna.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.

Fjárhagsáætlun er ekki bara rammi um útgjöld og tekjur, heldur er hún stefna um þjónustu og framkvæmdir og leggur línurnar fyrir það öryggi sem börn og fölskyldur í sveitarfélaginu búa við næsta árið. Meirihlutinn hefur ekki sýnt pólitíska forystu við gerð áætlunarinnar, áætlunin hefur tekið miklum breytingum milli 1. og 2. umræðu og án þess að allar nefndir hafi tekið áætlunina til umfjöllunar. Er það brot á reglum og venju að taka fjárhagsáætlunina ekki fyrir milli umræðu á sveitarstjórnarfundi. Ekki var lagður fyrir í byggðaráði framkvæmda- og viðhaldslisti ársins. Ákvarðanir um þjónustu - og launabreytingar hafa verið handahófskenndar sbr. ákvörðun um að loka leikskólum og færa starfsmannafundi á dagvinnutíma, er þetta eina þjónustu- og launabreytingin sem meirihlutinn hefur tekið ákvörðun um.

Fráfarandi sveitarstjórn samþykkt í júní sl. að leggja til við nýkjörna sveitarstjórn að mynda starfsnefnd til að vinna að tillögugerð um heildarendurskipulagningu á rekstri sveitarfélagsins og stofnana þess, enda var ljóst að framundan var tekjuminnkun sveitarfélagsins. Meirihlutinn hundsaði þá tillögu fram á árið og hefur þessi mikilvæga vinna ekki farið fram, því miður. Samfylkingin hefði komið af ábyrgð og festu með í þá vinnu. Samfylkingin vill að í fjárhagsáætlun verði grunnþjónusta varin þrátt fyrir minni tekjur og aukinn kostnað. Sveitarfélagið gegnir afar mikilvægu hlutverki í nærþjónustu á sviði fræðslu ? og velferðarmála, sem þarf að njóta forgangs ásamt öðrum lögbundum verkefnum. Meirihlutinn hefur ekki sýnt pólitíska forystu með stefnumótun og forgangsröðun. Þess vegna er gerð fjárhagsáætlunar ómarkviss og ber þess merki að svokölluð rekstrarnefnd verði sett í það að endurskoða hana strax á nýju ári. Ég mun því sitja hjá við afgreiðslu á fjárhagsáætlun 2011.

Stefán Vagn Stefánsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 er unnin við afar erfiðar aðstæður í íslensku samfélagi. Sveitarfélögin í landinu hafa ekki farið varhluta af bágri stöðu ríkissjóðs. Áætlaður samdráttur á framlögum jöfnunarsjóðs til Sveitarfélagsins Skagafjarðar nemur til að mynda um 75 milljónum króna á milli áranna 2010 og 2011. Þrátt fyrir þetta er gert ráð fyrir rekstrarbata ífjárhagsáætlun hjá sveitarfélaginu á milli ára. Þó er ljóst að mikil vinna er framundan í að ná fram enn frekari hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins og mikilvægt að breið samstaða náist um þá vinnu. Við fjárhagsáætlunargerðina hefur verið lögð áhersla á að verja grunnþjónustu þrátt fyrir minni tekjur og kostnaðarhækkanir. Lögbundin verkefni, ekki síst á sviði fræðslu- og velferðarmála njóta þar forgangs. Fjárhagsáætlunin ber þess glögglega merki. Það sést meðal annars á því að eingöngu hafa úthlutaðir fjárhagsrammar verið hækkaðir hjá félagsþjónustu, í fræðslumálum og íþróttamálum barna. Þar sem ráðist er í gjaldskrárhækkanir er þeim stillt í hóf og miðast við verðlagshækkanir. Sérstaklega er gætt að barnafjölskyldum og tekjulægri einstaklingum, s.b.r að vistunargjöld á leikskólum verða ekki hækkuð, gjöld vegna dagvistar barna í skólavistun eru ekki hækkuð, fasteignaskattar eru ekki hækkaðir, tekjuviðmið við útreikning á afslætti á fasteignaskatti hækkuð til að hlífa þeim tekjulægri og fleira mætti nefna.

Þrátt fyrir niðurskurð er gert ráð fyrir talsverðum framkvæmdum á næsta ári, fyrir alls 90 milljónir króna og skiptist sú upphæð á allmörg brýn verkefni. Þá er gert ráð fyrir margvíslegum viðhaldsframkvæmdum fyrir um 55 milljónir króna. Stærsta einstaka verkefnið eru endurbætur á húsnæði Árskóla. Miðað er við að farið verði í veituframkvæmdir í Sæmundarhlíð fyrir um 40 milljónir króna og fráveitu upp á 22 milljónir. Samanlagt nema framkvæmda og viðhaldsáætlanir sveitarfélagsins og stofnanna þess um 207 milljónum króna á árinu 2011. Bæði er hér um að ræða mikilvæg verkefni, en ekki síður mikilsvert innlegg í byggingar- og framkvæmdaiðnað í Skagafirði.

Stefán Vagn Stefánsson

Sigríður Magnúsdóttir

Bjarki Tryggvason

Viggó Jónsson

Bjarni Jónsson

Þá tók Sigurjón Þórðarson til máls og lagði fram svohljóðandi bókun.

Það eru vonbrigði að verið sé að afgreiða fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Skagafjarðar. Áætlunin ber með sér að hástemmd kosningaloforð Framsóknarflokksins um miklar byggingaframkvæmdir voru algerlega innistæðulausar.Frjálslyndir leggja til að hagrætt verði í rekstri sveitarfélagsins sem frekast er unnt til þess að tryggja framtíðarmöguleika en við blasir t.d. að fækka sviðum og sviðstjórum sveitarfélagsins.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tók til máls, þá Jón Magnússon og lagði fram eftirfarandi bókun.

Jón Magnússon og Sigríður Svavarsdóttir óska bókað: Sjálfstæðismenn í sveitarstjórn Skagafjarðar lýsa yfir miklum vonbrigðum með fjárhagsáætlun fyrir árið 2011, þar sem ekki hefur tekist að skila hallalausri áætlun, sem hlýtur að vera grundvallarmarkmið við fjárhagsstjórn hvers sveitarfélags. Fyrirliggjandi áætlun ber þess einnig merki að ekki hafi verið nægur tími gefinn við undirbúning hennar, þar sem hagræðingarforsendur hafa ekki verið útfærðar á fullnægjandi hátt og eru því að hluta byggðar á óskhyggju meirihlutans. Sjálfstæðismenn ítreka nauðsyn þess að vinna þrotlaust að því að lækka útgjaldaliði sveitarsjóðs ásamt því að styrkja tekjumöguleika með eflingu atvinnulífs. Til að ná árangri í þessum efnum þarf að hefja markvissa vinnu að þeim málum strax í upphafi næsta árs, og lýsa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sig reiðubúin að koma að þeim verkefnum með meirihluta sveitarstjórnar af fullum heilindum. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2011 sem hér verður samþykkt er unnin á ábyrgð meirihluta Framsóknar og VG. Því munu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu hennar.

Fjárhagsáætlun 2011 borin undir atkvæði og samþykkt með fimm atkvæðum, fjórir sátu hjá.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 273. fundur - 21.12.2010

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu þessar liðar, til afgreiðslu 3. liðar á dagskrá fundarins, Fjárhagsáætlun 2011. Var það samþykkt samhljóða.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir ítreka bókun Guðrúnar Helgadóttur frá fundi landbúnaðarnefndar svohljóðandi

"Samfylkingin vill að í fjárhagsáætlun verði grunnþjónusta varin þrátt fyrir minni tekjur og aukinn kostnað. Sveitarfélagið gegnir afar mikilvægu hlutverki í nærþjónustu á sviði fræðslu- og velferðarmála, sem þarf að njóta forgangs ásamt öðrum lögbundnum verkefnum. Meirihlutinn hefur ekki sýnt pólitíska forustu með stefnumótun og forgangsröðun. Þess vegna er gerð fjárhagsáætlunar ómarkviss."

Afgreiðsla 155. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 273. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 273. fundur - 21.12.2010

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu þessar liðar, til afgreiðslu 3. liðar á dagskrá fundarins, Fjárhagsáætlun 2011. Var það samþykkt samhljóða.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tekur undir bókun Þorsteins Broddasonar frá fundi félags- og tómstundanefndar svohljóðandi: Samfylkingin vill að í fjárhagsáætlun verði grunnþjónustan varin, þrátt fyrir minni tekjur og aukinn kostnað. Sveitarfélagið gegnir afar mikilvægu hlutverki í nærþjónustu á sviði fræðslu og velferðarmála, sem þarf að njóta forgangs ásamt öðrum lögbundnum verkefnum. Meirihlutinn hefur ekki sýnt pólitíska forystu með stefnumörkun og forgangsröðun. Þess vegna er gerð fjárhagsáætlunar ómarkviss.

Afgreiðsla 167. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 273. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 273. fundur - 21.12.2010

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu þessar liðar, til afgreiðslu 3. liðar á dagskrá fundarins, Fjárhagsáætlun 2011. Var það samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla 540. fundar byggðaráðs staðfest á 273. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.