Fara í efni

Skagafjarðarhafnir Gjaldskrárhækkun 2010

Málsnúmer 1011013

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 62. fundur - 10.11.2010

Gunnar Steingrímsson yfirhafnarvörður gerir að tillögu sinni að Almennir liðir aðrir en útseld vinna hækki um 3,3% samkvæmt vísitölu neysluverðs.

Útseld vinna hækki ekki að svo stöddu, en gæti tekið breytingum ef nýir kjarasamningar líta dagsins ljós á árinu 2011. Þá er lagt til að hámarksgjald í 5 fl samkvæmt 10 grein verði fellt niður og að við 17 grein bætist setningin "rafmagnsgjöld geta tekið beytingum á fyrirvara vegna gjaldskrárbreytinga birgja hafnarinnar" Tillögur yfirhafnarvarðar samþykktar.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 537. fundur - 25.11.2010

Lögð fram tillaga um breytingu á gjaldskrá Hafnarsjóðs Skagafjarðar frá og með 1. janúar 2011. Tillagan var samþykkt á 62. fundi umhverfis- og samgöngunefndar.

Byggðarráð samþykkir gjaldskrárbreytinguna.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 272. fundur - 30.11.2010

Afgreiðsla 537. fundar byggðaráðs staðfest á 272. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 272. fundur - 30.11.2010

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu þessa liðar til Byggðarráðs, var það samþykkt samhljóða. Afgreiðsla 62. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 272. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 539. fundur - 09.12.2010

Gjaldskrá Hafnarsjóðs Skagafjarðar var vísað til byggðarráðs frá 272. fundi sveitarstjórnar.

Byggðarráð staðfestir afgreiðslu sína á erindinu á 537. fundi ráðsins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 273. fundur - 21.12.2010

Tillaga um breytingu á gjaldskrá Hafnarsjóðs Skagafjarðar frá og með 1. janúar 2011 var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Afgreiðsla 539. fundar byggðaráðs staðfest á 273. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.