Hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf
Málsnúmer 2003207
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 907. fundur - 25.03.2020
Byggðarráð fjallaði um hugmyndir og ábendingar að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf. Byggðarráð mun safna saman hugmyndum og vinna áfram að þeim aðgerðum sem nauðsynlegar eru á hverjum tíma, miðað við aðstæður og horfur, í nánu samstarfi við ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga. Ljóst er að frekari aðgerða er þörf og málið verður á dagskrá byggðarráðs á meðan ástandið vegna COVID-19 varir.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 908. fundur - 01.04.2020
Erindið áður tekið fyrir á 907. fundi byggðarráðs þann 25. mars 2020.
Farið yfir málið og stöðuna í sveitarfélaginu.
Farið yfir málið og stöðuna í sveitarfélaginu.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 909. fundur - 08.04.2020
Erindið rætt á fyrri fundum byggðarráðs.
Byggðarráð ræddi stöðu atvinnulífs í sveitarfélaginu og mögulegar aðgerðir.
Byggðarráð ræddi stöðu atvinnulífs í sveitarfélaginu og mögulegar aðgerðir.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 910. fundur - 15.04.2020
Erindið einnig rætt á fyrri fundum byggðarráðs.
Byggðarráð ræddi stöðu atvinnulífs í sveitarfélaginu og mögulegar aðgerðir.
Byggðarráð ræddi stöðu atvinnulífs í sveitarfélaginu og mögulegar aðgerðir.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 911. fundur - 22.04.2020
Erindið einnig rætt á fyrri fundum byggðarráðs.
Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir kom á fund byggðarráðs undir þessum dagskrárlið til viðræðu.
Byggðarráð samþykkir að setja á fót starfshóp undir forystu Dr. Hólmfríðar Sveinsdóttur, sem hefur það að markmiði kortleggja möguleika sveitarfélagsins til eflingar nýsköpunar á svæðinu.
Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir kom á fund byggðarráðs undir þessum dagskrárlið til viðræðu.
Byggðarráð samþykkir að setja á fót starfshóp undir forystu Dr. Hólmfríðar Sveinsdóttur, sem hefur það að markmiði kortleggja möguleika sveitarfélagsins til eflingar nýsköpunar á svæðinu.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 912. fundur - 29.04.2020
Erindið einnig rætt á fyrri fundum byggðarráðs. Farið yfir stöðu mála.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 913. fundur - 06.05.2020
Málið rætt á fyrri fundum byggðarráðs. Farið yfir stöðu mála í sveitarfélaginu.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 914. fundur - 13.05.2020
Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri hjá sveitarfélaginu kom á fundinn undir þessum dagskrárlið til viðræðu um væntanlegt markaðsátak í ferðamálum, til kynningar á þjónustu og afþreyingu í Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir að fara í verkefnið og veitir til þess 1,5 mkr. sem er til óráðstafað á fjárhagsáætlun í markaðsstarf. Byggðarráð samþykkir einnig að fela sveitarstjóra að undirbúa gerð viðauka þar sem fjármagn til markaðsstarfs er aukið um 1,5 mkr. vegna frekari kynningar- og markaðsverkefna.
Byggðarráð samþykkir að fara í verkefnið og veitir til þess 1,5 mkr. sem er til óráðstafað á fjárhagsáætlun í markaðsstarf. Byggðarráð samþykkir einnig að fela sveitarstjóra að undirbúa gerð viðauka þar sem fjármagn til markaðsstarfs er aukið um 1,5 mkr. vegna frekari kynningar- og markaðsverkefna.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 915. fundur - 20.05.2020
Farið yfir ýmsa möguleika sveitarfélagsins til aðgerða.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 916. fundur - 27.05.2020
Rætt um mögulegar aðgerðir sveitarfélagsins.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 917. fundur - 03.06.2020
Lögð fram til kynningar viðspyrna Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem kynnt hefur verið í fjölmiðlum og á heimasíðu sveitarfélagsins.