Fara í efni

Sorphreinsun í Skagafirði - útboð 2021 - Efla

Málsnúmer 2011092

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 971. fundur - 23.06.2021

Undir þessum dagskrárlið sátu Gunnar Svavarsson og Páll Höskuldsson frá Eflu verkfræðistofu, ásamt fulltrúum úr umhverfis- og samgöngunefnd, þeim Ingibjörgu Huld Þórðardóttur og Steinari Skarphéðinssyni, og sveitarstjórnarfulltrúanum Regínu Valdimarsdóttur. Einnig sátu Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Valur Valsson verkefnastjóri þennan dagskrárlið.
Farið var yfir ýmis gögn og álitamál sem varða fyrirhugað útboð sorphirðu í Skagafirði. Samþykkt að vinna málið áfram út frá þeim línum sem lagðar voru á fundinum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 973. fundur - 07.07.2021

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga til viðræðna við forsvarsmenn Flokku ehf. um möguleg kaup Sveitarfélagsins Skagafjarðar á móttökustöð fyrirtækisins að Borgarteig 12.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 183. fundur - 20.09.2021

Byggðarráð samþykkti á 973. fundi 07.07.2021 að fela sveitarstjóra að ganga til viðræðna við forsvarsmenn Flokku ehf. um möguleg kaup Sveitarfélagsins Skagafjarðar á móttökustöð fyrirtækisins að Borgarteig 12.

Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs fór yfir stöðu málsins.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 982. fundur - 22.09.2021

Málið áður á dagskrá 973. fundi byggðarráðs þann 7. júlí 2021.
Byggðarráð samþykkir að veita sveitarstjóra umboð til þess að ganga til samninga við Ómar Kjartansson um kaup á Flokku ehf. í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 986. fundur - 20.10.2021

Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, Valur Valsson verkefnastjóri og fulltrúar umhverfis- og samgöngunefndar, Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Guðlaugur Skúlason og Högni Gylfason. Einnig tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað, Páll Höskuldsson starfsmaður Eflu verkfræðistofu.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 996. fundur - 22.12.2021

Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn fulltrúar umhverfis- og samgöngunefndar; Guðlaugur Skúlason, Sveinn F. Úlfarsson og Steinar Skarphéðinsson auk Hrefnu Jóhannesdóttur oddvita Akrahrepps. Einnig Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Valur Valsson verkefnastjóri. Öll tóku þau þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað nema Steinar.
Rætt um framtíðar tilhögun sorpmála í Sveitarfélaginu Skagafirði og Akrahreppi og væntanlega könnun hjá íbúum í dreifbýli í Skagafirði um framkvæmd sorphirðu.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 192. fundur - 24.05.2022

Vinna við gerð útboðsgagna vegna fyrirhugaðs útboðs á sorphirðu í Skagafirði er langt komin. Ákveðið er að gera leiðbeinandi skoðanakönnun hjá íbúum í dreifbýli þar sem að valið verður á milli þess að heimilissorp verði sótt heim á lögheimili í dreifbýli eða að fyrirkomulagið verði óbreytt.

Farið var yfir tillögu að kosningarseðli og leiðbeiningar sem verður fylgiskjal með útskýringum á hvaða áhrif möguleikarnir hafa á þjónustustig og kostnað.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir fram setta tillögu og vísar málinu áfram til afgreiðslu sveitastjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 425. fundur - 25.05.2022

Vísað frá 192. fudi umhverfis- og samgöngunefndar frá 24. maí til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
Vinna við gerð útboðsgagna vegna fyrirhugaðs útboðs á sorphirðu í Skagafirði er langt komin. Ákveðið er að gera leiðbeinandi skoðanakönnun hjá íbúum í dreifbýli þar sem að valið verður á milli þess að heimilissorp verði sótt heim á lögheimili í dreifbýli eða að fyrirkomulagið verði óbreytt.
Farið var yfir tillögu að kosningarseðli og leiðbeiningar sem verður fylgiskjal með útskýringum á hvaða áhrif möguleikarnir hafa á þjónustustig og kostnað.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir fram setta tillögu og vísar málinu áfram til afgreiðslu sveitastjórnar.

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með 9 atkvæðum

Umhverfis- og samgöngunefnd - 1. fundur - 16.06.2022

Vinna við gerð útboðsgagna vegna fyrirhugaðs útboðs á sorphirðu í Skagafirði er langt komin en vænta má að niðurstöður skoðanakönnunnar hjá íbúum í dreifbýli liggi fyrir um mánaðarmót júní - júlí næstkomandi. Þar verður valið á milli þess að heimilissorp verði sótt heim á lögheimili í dreifbýli eða að fyrirkomulagið verði með þeim hætti að íbúar skili sorpi á móttökustöð.

Sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs er falið að vinna að því að koma útboði í framkvæmd sem fyrst. Áætlun gerir ráð fyrir að útboðsgögn verði klár til afhendingar um 10. júlí næstkomandi og verður útboðið auglýst á evrópska efnahagssvæðinu.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 3. fundur - 05.08.2022

Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 20.7.2022. Lokaútgáfa verklýsingar er lögð fyrir nefndina til afgreiðslu.

Nefndin fór yfir verk- og útboðslýsingu og samþykkir að setja verkið í útboð.
Auglýst verður í helgarblöðum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins, evrópska efnahagssvæðinu, heimasíðu sveitarfélagsins og á vefnum utbodsvefur.is. Gert er ráð fyrir að tilboð í verkið verði opnuð 30.09.2022 og samningur um verkið taki gildi 01.04.2023.

Hrefna Jóhannesdóttir sat fundinn í fjarfundarbúnaði.
Gunnar Svavarsson umhverfis- og byggingarverkfæðingur hjá Eflu sat þennan lið.

Byggðarráð Skagafjarðar - 8. fundur - 10.08.2022

Málið áður tekið fyrir á 3. fundi umhverfis- og samgöngunefndar dags 5. ágúst 2022 þannig bókað:
"Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 20.7.2022. Lokaútgáfa verklýsingar er lögð fyrir nefndina til afgreiðslu.
Nefndin fór yfir verk- og útboðslýsingu og samþykkir að setja verkið í útboð.
Auglýst verður í helgarblöðum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins, evrópska efnahagssvæðinu, heimasíðu sveitarfélagsins og á vefnum utbodsvefur.is. Gert er ráð fyrir að tilboð í verkið verði opnuð 30.09.2022 og samningur um verkið taki gildi 01.04.2023."
Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Erindið borið upp til afgreiðslu og samþykkt með þremur atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 6. fundur - 19.10.2022

Föstudaginn 30. september 2022 klukkan 11:00 voru opnuð tilboð í tilboðsverkið "Sorphirða fyrir heimili, stofnanir, gámastöðvar o.fl. í Skagafirði 2023-2028"

Fjögur tilboð bárust í verkið. Íslenska Gámafélagið ehf var með lægsta boð eða upp á 115,9% af kostnaðaráætlun. Einnig komu tilboð frá Kubbur ehf upp á 137%, Terra Umhverfisþjónusta 187,5% og GS Lausnir 212,5% af áætlun.

Valur Valsson verkefnisstjóri hjá Skagfjarðarveitum fór yfir niðurstöðu útboðsins. Hann kynnti hvaða áhrif nýr verksamningur mun hafa á gjaldaliði sem og gjaldskrá. Vegna nýrra laga um sorphirðu, þar sem kveðið er á um að óheimilt er að niðurgreiða kostnað vegna sorphirðu, er ljóst að verulegar hækkanir verða á gjaldskrá. Endurskoða þarf svo gjaldskrána aftur fyrir 1. apríl 2023, en þá tekur væntanlega við nýr samningur um rekstur sorphirðu í Skagafirði.

Í ljósi þess að tilboð lægstbjóðanda er talsvert yfir kostnaðaráætlun (16%) leggur nefndin áherslu á að við samningsgerðina haldi sveitarfélagið sig við ítrustu kröfur sem gerðar eru til væntanlegs verktaka í útboðslýsingu.

Nefndin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðenda með fyrirvara um að samningar náist og vísar málinu til ákvörðunar byggðarráðs.

Byggðarráð Skagafjarðar - 19. fundur - 26.10.2022

Lögð fram svohjóðandi bókun 6. fundar umhverfis- og samgöngunefndar: "Föstudaginn 30. september 2022 klukkan 11:00 voru opnuð tilboð í tilboðsverkið "Sorphirða fyrir heimili, stofnanir, gámastöðvar o.fl. í Skagafirði 2023-2028"
Fjögur tilboð bárust í verkið. Íslenska Gámafélagið ehf var með lægsta boð eða upp á 115,9% af kostnaðaráætlun. Einnig komu tilboð frá Kubbur ehf upp á 137%, Terra Umhverfisþjónusta 187,5% og GS Lausnir 212,5% af áætlun.
Nefndin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðenda með fyrirvara um að samningar náist og vísar málinu til ákvörðunar byggðarráðs."
Byggðarráð staðfestir ákvörðun umhverfis- og samgöngunefndar og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 6. fundur - 16.11.2022

Vísað frá 19 fundi byggðarráðs frá 26. október til afgreðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Lögð fram svohjóðandi bókun 6. fundar umhverfis- og samgöngunefndar: Föstudaginn 30. september 2022 klukkan 11:00 voru opnuð tilboð í tilboðsverkið "Sorphirða fyrir heimili, stofnanir, gámastöðvar o.fl. í Skagafirði 2023-2028" Fjögur tilboð bárust í verkið. Íslenska Gámafélagið ehf var með lægsta boð eða upp á 115,9% af kostnaðaráætlun. Einnig komu tilboð frá Kubbur ehf upp á 137%, Terra Umhverfisþjónusta 187,5% og GS Lausnir 212,5% af áætlun. Nefndin leggur til að gengið verði til samninga við lægstbjóðenda með fyrirvara um að samningar náist og vísar málinu til ákvörðunar byggðarráðs. Byggðarráð staðfestir ákvörðun umhverfis- og samgöngunefndar og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd - 9. fundur - 01.12.2022

Byggðarráð staðfesti ákvörðun umhverfis- og samgöngunefndar um að gengið yrði til samninga við lægstbjóðanda um verkið og vísaði henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

Vinna við samningsgerð við Íslenska gámafélagið ehf er hafin og er gert ráð fyrir að skrifað verði undir samning fyrir næstu áramót.