Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

975. fundur 29. júlí 2021 kl. 11:30 - 13:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Stefán Vagn Stefánsson varaform.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Dagskrá
Á 412. fundi sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 30. júní 2021, var samþykkt að veita byggðarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar samkvæmt III. kafla skv. 8. gr. samþykktar sveitarfélagsins.
Sumarleyfið hefst 1. júlí 2021 og lýkur 12. ágúst 2021.

1.Sameining sveitarfélaga

Málsnúmer 2104151Vakta málsnúmer

Farið yfir þá vinnu sem að baki er og framundan er varðandi mögulega sameiningu sveitarfélaganna í Skagafirði.
Framundan er sameiginleg vinnustofa með fulltrúum beggja sveitarfélaga og einnig er stefnt að íbúafundum um málið í báðum sveitarfélögum í lok ágúst.

2.Varmahlíð Laugavegur 17 - 19, Norðurbrún - jarðsig

Málsnúmer 2105085Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið sat Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs.
Rætt var um þær aðgerðir sem búið er að framkvæma í kjölfar aurskriðu sem féll á tvö hús við Laugarveg í Varmahlíð í lok júní sl. Einnig var rætt um frekari aðgerðir sem til skoðunar er að ráðast í.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda umhverfis- og auðlindaráðherra beiðni um gerð hættumats fyrir Varmahlíð í Skagafirði. Jafnframt að send verði beiðni um gerð hættumats fyrir hluta Sauðárkróks.
Byggðarráð samþykkir jafnframt að boða til íbúafundar um málið með íbúum Varmahlíðar fimmtudaginn 5. ágúst.

3.Ársalir skólabygging

Málsnúmer 2008143Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið sat Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs.
Kynnt var niðurstaða opnunar tilboða í útboðsverkið "Leikskólinn Ársalir - Viðbygging 2021" en í verkinu felst bygging leikskólastofa í tveimur áföngum við eldra stig leikskólans Ársala. Skal fyrri áfanga lokið 15. desember 2021 en síðari áfanga 1. ágúst 2022. Eitt tilboð barst frá Eðalbyggingum ehf. - SG Hús.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við fyrirtækið á grundvelli tilboðsins að gættu ákvæði 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga um gerð viðeigandi viðauka við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.

4.Tröllaborg Hofsós - leikskólalóð - hönnun - Verkís

Málsnúmer 2107062Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið sat Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs.
Málinu vísað til byggðarráðs frá 2. fundi byggingarnefndar skóla- og íþróttamannvirkja á Hofsósi.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að ráðast í gerð verðfyrirspurnar vegna framkvæmdar leikskólalóðar við nýjan leikskóla á Hofsósi á grundvelli þeirrar hönnunar sem unnin hefur verið.

5.Ástand íþróttavallarins í Varmahlíð

Málsnúmer 2010226Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið sat Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs.
Farið yfir stöðu mála varðandi endurbætur á íþróttavellinum í Varmahlíð. Unnið hefur verið að endurbótum á vellinum af hálfu Sveitarfélagins Skagafjarðar í góðu samráði við fulltrúa ungmenna- og íþróttafélagsins Smára. Framundan eru frekari lagfæringar á vellinum, í lok sumars að æfingum loknum og einnig á næsta ári.

6.Fyrirspurn um framkvæmdir við bílastæði við Suðurbraut á Hofsósi

Málsnúmer 2107129Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið sat Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs.
Lagður fram tölvupóstur, dags. 13. júlí 2021, frá fulltrúum íbúasamtakanna Byggjum upp Hofsós og nágrenni þar sem óskað er eftir upplýsingum um hvort til standi að ráðast í framkvæmdir við bílastæði við Suðurbraut á Hofsósi, gegnt sundlauginni, á næstunni.
Sviðsstjóri kynnti hugmyndir að hönnun lóðarinnar frá annars vegar sóknarnefnd Hofsóskirkju og hins vegar hönnun sem unnin hefur verið fyrir sveitarfélagið hjá verkfræðistofunni Stoð ehf. Lögð er áhersla á að framkvæmdir hefjist á árinu 2021.

7.Beitarhólf Ártúnum

Málsnúmer 2107076Vakta málsnúmer

Erindinu vísað frá 220. fundi landbúnaðarnefndar 19. júlí 2021, þar sem landbúnaðarnefnd samþykkti að leggja til við byggðarráð að spilda nr. 1 á korti yfir beitarhólf á Hofsósi, verði auglýst til leigu og um hana gerður leigusamningur frá næstu áramótum.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sjá til þess að spilda nr. 1 á korti yfir beitarhólf á Hofsósi, verði auglýst til leigu og um hana gerður leigusamningur frá næstu áramótum.

8.Samráðsgátt - undirbúningur að uppfærslu á skýrslu um stöðu innleiðingar Árósasamningingsins

Málsnúmer 2107106Vakta málsnúmer

Lagt fram mál í samráðsgátt stjórnvalda um undirbúning á uppfærslu á skýrslu um stöðu innleiðingar Árósasamningsins. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hvetur alla þá sem áhuga hafa til að koma með ábendingar eða annað sem varðar væntanlega skýrslu. Tekið verður við almennum ábendingum og athugasemdum í samráðsgátt stjórnvalda til og með 23. ágúst nk. auk þess sem unnt verður að gera athugasemdir við drög að skýrslunni þegar þau verða birt.

9.Landbúnaðarnefnd - 220

Málsnúmer 2107011FVakta málsnúmer

Fundargerð 220. fundar landbúnaðarnefndar frá 19. júlí 2021 lögð fram til afgreiðslu á 975. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
  • 9.1 2002304 Grófargilsrétt
    Landbúnaðarnefnd - 220 Umræða um Grófargilsrétt, endurgerð hennar o.fl.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að óska eftir fundi með Fjallskilanefnd úthluta Seyluhrepps og varðandi framtíðarfyrirkomulag rétta á svæðinu m.t.t. til sauðfjárveikivarna.
    Bókun fundar Afgreiðsla 220. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 975. fundi byggðarráðs þann 29. júlí 2021 með þremur atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 220 Lagt fram ódagsett bréf sem barst 9. júlí 2021, frá ábúendum jarðanna Stóra-Vatnsskarði, Valagerði og Fjalli varðandi ágang sauðfjár úr landi Skarðsár inn á lönd þeirra. Vilja bréfritarar að ákvörðun sem kom fram í bréfi dagsettu 11. júlí 2017 frá landbúnaðarnefnd verði endurskoðuð. Í framhaldi af því er óskað eftir viðræðum um að fá upp fjárhelda girðingu á landamerkjum Fjalls og Skarðsár, neðan frá Staðará og til vesturs í Moshóla í Reykjaskarði. Vísað er til 32. greinar í lögum nr. 6/1986 um afréttamálefni, fjallskil o.fl. Varðandi kostnað er vísað í 5. gr. girðingarlaga nr. 135/2001.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að ganga til viðræðna við landeigendur og leggur til að skipaður verði starfshópur, þar sem Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi verði fulltrúi landbúnaðarnefndar og kalli saman starfshópinn sem fyrst, einn frá landeigendum og einn frá fjallskilanefnd úthluta Seyluhrepps.
    Bókun fundar Afgreiðsla 220. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 975. fundi byggðarráðs þann 29. júlí 2021 með þremur atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 220 Landbúnaðarnefnd samþykkir að leggja til við byggðarráð að spilda nr. 1 á korti yfir beitarhólf á Hofsósi, verði auglýst til leigu og um hana gerður leigusamningur frá næstu áramótum. Bókun fundar Afgreiðsla 220. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 975. fundi byggðarráðs þann 29. júlí 2021 með þremur atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 220 Rætt um ástand Árhólaréttar sem þarfnast töluverðs viðhalds.
    Landbúnaðarnefnd leggur til að það fjármagn sem eignasjóður hefur til ráðstöfunar til viðhalds rétta árið 2021 verði notað til viðgerða á Árhólarétt, samtals 3.000.000 kr. Með því fjármagni og þeim sjóðum sem fjallskilanefnd Hofsóss og Unadals hefur til ráðstöfunar verður hægt að ljúka uppgerð réttarinnar fyrir haustið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 220. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 975. fundi byggðarráðs þann 29. júlí 2021 með þremur atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 220 Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi kynnti að vegaskemmdir hefðu orðið nokkrar í vatnavöxtum í Deildardalsafrétt um mánaðamótin júní/júlí s.l.
    Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Kára að kalla eftir upplýsingum um umfang og kostnað fjallskilanefndar Deildardals við tjónið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 220. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 975. fundi byggðarráðs þann 29. júlí 2021 með þremur atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 220 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá sveitarfélaginu, dagsettur 14. júlí 2021 þar sem lögreglustjóraembættinu á Norðurlandi vestra er tilkynnt um að Sveitarfélagið Skagafjörður hafi engum skyldum að gegna varðandi það að fjarlægja búfé af vegum fyrir Vegagerðina. Enginn samningur er til á milli Vegagerðar og sveitarfélagsins þar um. Vísað er til 50. gr. vegalaga nr. 80/2007:
    "Lausaganga búfjár á stofnvegum og tengivegum þar sem girt er báðum megin vegar og lokað er fyrir ágangi búfjár, t.d. með ristarhliði, er bönnuð. Veghaldara er heimilt að fjarlægja búfé af lokuðum vegsvæðum á kostnað eigenda."
    Bókun fundar Afgreiðsla 220. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 975. fundi byggðarráðs þann 29. júlí 2021 með þremur atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 220 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 3. júní 2021 frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, þar sem tilkynnt er um að ráðuneytið hafi staðfest Fjallskilasamþykkt Skagafjarðarsýslu og sent til birtingar í Stjórnartíðindum. Bókun fundar Afgreiðsla 220. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 975. fundi byggðarráðs þann 29. júlí 2021 með þremur atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 220 Lagt fram til kynningar erindi frá Náttúrustofu Norðurlands vestra varðandi hnignandi fuglalíf á Borgarskógum, við Áshildarholtsvatn og þar í kring. Refir og minkar eru mesta skaðræðið á svæðinu. Skógar og nálæg votlendi voru friðlýst árið 1977, og eru á náttúruminjaskrá og IBA-skrá, (Important Bird Areas) eins og Austur-Eylendið. Bókun fundar Afgreiðsla 220. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 975. fundi byggðarráðs þann 29. júlí 2021 með þremur atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 220 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Staðarhrepps fyrir árið 2020 ásamt ársreikningi 2020 fyrir Staðarafrétt. Bókun fundar Afgreiðsla 220. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 975. fundi byggðarráðs þann 29. júlí 2021 með þremur atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 220 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hofsóss og Unadals fyrir árið 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 220. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 975. fundi byggðarráðs þann 29. júlí 2021 með þremur atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 220 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Deildardals fyrir árið 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 220. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 975. fundi byggðarráðs þann 29. júlí 2021 með þremur atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd - 220 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hofsóss og Unadals fyrir árið 2020. Bókun fundar Afgreiðsla 220. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 975. fundi byggðarráðs þann 29. júlí 2021 með þremur atkvæðum.

10.Boð um fund með stjórn og forstjóra Landsnets

Málsnúmer 2107128Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Landsneti, dags. 26. júlí 2021, þar sem fulltrúum sveitarstjórna á Blönduósi, Skagaströnd, Skagabyggð, Sveitarfélaginu Skagafirði og Akrahreppi er boðið saman til fundar 30. september næstkomandi með stjórn og forstjóra Landsnets. Efni fundarins er að ræða starfsemi Landsnets á svæðinu, yfirstandandi framkvæmdir og ekki síst framtíðar áform um uppbyggingu flutningskerfisins og orkumál almennt.

Fundi slitið - kl. 13:00.