Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

511. fundur 26. mars 2010 kl. 16:00 - 17:00 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Kongsberg - Vennskapsbytreff i juni

Málsnúmer 1002114Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 506. fundar byggðarráðs. Lögð fram áætlun um ferðakostnað sveitarstjórnarfulltrúa.

2.Endurnýjaðir aksturssamningar vegna heimsendingar matar

Málsnúmer 1002136Vakta málsnúmer

Erindi vísað frá 156. fundi félags- og tómstundanefndar. Lagður fram til staðfestingar samningur milli Fjölskylduþjónustu Skagafjarðar og Júlíusar R. Þórðarsonar um akstur vegna heimsendingu matar.

Byggðarráð staðfestir samninginn.

3.Aksturssamningur vegna dagvistar aldraðra

Málsnúmer 1002137Vakta málsnúmer

Erindi vísað frá 156. fundi félags- og tómstundanefndar. Lagður fram til staðfestingar samningur milli Fjölskylduþjónustu Skagafjarðar og Júlíusar R. Þórðarsonar um akstur vegna dagvistar aldraðra.

Byggðarráð staðfestir samninginn.

4.V.I.T. 2010

Málsnúmer 1002246Vakta málsnúmer

Eindinu vísað til byggðarráðs frá 157. fundi félags- og tómstundanefndar. Óskar nefndin eftir því að byggðarráð tryggi fjármagn allt að 18 mkr. til verkefnisins sem ætlað er að veita um 50 ungmennum vinnu í sumar. Sótt hefur verið um styrk að upphæð 5,9 mkr. til Mótvægissjóðs velferðarvaktarinnar.

Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins þar til niðurstaða kemur úr umsókninni til Mótvægissjóðs velferðarvaktarinnar.

5.Frímúrarastúkan Mælifell - umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Málsnúmer 1003279Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá Frímúrarastúkunni Mælifelli á Sauðárkróki um styrk til greiðslu fasteignagjalda 2010.

Byggðarráð samþykkir í ljósi fyrirliggjandi gagna og með vísan til reglna sveitarfélagsins að veita styrk sem nemur 70% af álögðum fasteignaskatti ársins 2010.

Páll Dagbjartsson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

6.Freyjugata 9 - Ósk um afnot af húsnæðinu vegna tónleikahalds

Málsnúmer 1003257Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi nokkurra áhugamanna, sem vilja halda tónlistarhátíð (rokkhátíð) á Sauðárkróki í ágúst 2010, um að fá afnot af Freyjugötu 9 til tónleikahaldsins.

Byggðarráð hafnar erindinu.

7.Brennigerði 145923 - Umsögn v/rekstrarleyfis

Málsnúmer 1003238Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Margrétar Stefánsdóttur um rekstrarleyfi fyrir heimagistingu (flokkur I) að Brennigerði, 551 Sauðárkróki.

Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina fyrir sitt leyti.

8.Tækifæri hf - aðalfundarboð

Málsnúmer 1003237Vakta málsnúmer

Lagt fram boð um aðalfund Tækifæris hf fyrir árið 2009. Fundurinn verður haldinn á Akureyri 30. mars 2010.

9.Ársfundur Norðurár 31 mars 2010

Málsnúmer 1003298Vakta málsnúmer

Lagt fram boð um ársfund Norðurár bs. á Blönduósi 31. mars 2010.

Byggðarráð samþykkir að fulltrúar sveitarfélagsins í stjórn samlagsins fari með atkvæðisrétt þess. Sveitarstjórnarfulltrúar eru hvattir til að mæta á fundinn.

10.Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög - umsögn

Málsnúmer 1003309Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er umsagar um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (skil á fjármálaupplýsingum), 452. mál. Markmiðið með frumvarpinu er að tryggja nauðsynlegar heimildir til annars vegar að afla ársfjórðungslegra fjármálaupplýsinga frá sveitarfélögum og hins vegar að tryggja betra og markvissara aðgengi eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga.

Byggðarráð gerir ekki athugsemdir við frumvarpið.

11.Rannsókn á gasmyndun á urðunarstað sveitarfélagsins

Málsnúmer 1003273Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi rannsókn á gasmyndun á urðunarstað sveitarfélagsins. Erindið fær afgreiðslu í umhverfis- og samgöngunefnd.

12.Endurgreiðsla á hækkuðu tryggingargjaldi

Málsnúmer 1003272Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga varðandi endurgreiðslu á hækkuðu tryggingagjaldi. Áætlað framlag til sveitarfélagsins á árinu 2010 er 18.216.000 kr.

13.Greiðsla kostnaðar vegna aðalskipulagsgerðar

Málsnúmer 1003255Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Skipulagsstofnun til allra sveitarstjórna þar sem fram kemur að mati stofnunarinnar er litið svo á að öðrum aðilum en sveitarsjóði, og eftir atvikum Skipulagssjóði, sé óheimilt að bera kostnað vegna gerðar aðalskipulags.

Fundi slitið - kl. 17:00.