Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Bygging leikskóla við Árkíl 2 á Sauðárkróki
Málsnúmer 0808037Vakta málsnúmer
2.Gagnaveita Skagafjarðar - Hlutafjáraukning
Málsnúmer 0806060Vakta málsnúmer
Lagt fram hluthafasamkomulag dagsett 3. febrúar 2009 á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Skagafjarðarveitna ehf og Kaupfélags Skagfirðinga annars vegar og Gagnaveitu Skagafjarðar hins vegar um hlutafjáraukningu á árinu 2009 að upphæð 55 milljónir króna. Málið áður á dagskrá 438. fundar byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir hluthafasamkomulagið eins og það er fyrir lagt.
Byggðarráð samþykkir hluthafasamkomulagið eins og það er fyrir lagt.
3.Fundarboð frá undirbúningshópi um sameiginlega starfsendurhæfingu á Nl.v.
Málsnúmer 0812064Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að skipulagsskrá Sjóðs Starfsendurhæfingar Norðurlands vestra. Einnig lagt fram stofnfundarboð Starfsendurhæfingar Norðurlands vestra.
Byggðarráð samþykkir skiplagsskrárdrögin og felur sveitarstjóra að sækja stofnfundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir skiplagsskrárdrögin og felur sveitarstjóra að sækja stofnfundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
4.Hafnarlóð bílastæði - kaup á lifrarbræðsluhúsi Hofsósi
Málsnúmer 0901040Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Björgvini M. Guðmundssyni þar sem hann óskar eftir að kaupa eða leigja hús gömlu lifrarbræðslunnar á Hofsósi sem stendur norðan við húsið Nöf.
Byggðarráð samþykkir að leigja bréfritara húsið með þeim fyrirvara að rýma gæti þurft það með skömmum fyrirvara. Sveitarstjóra falið að ganga frá leigusamningi um húsið.
Byggðarráð samþykkir að leigja bréfritara húsið með þeim fyrirvara að rýma gæti þurft það með skömmum fyrirvara. Sveitarstjóra falið að ganga frá leigusamningi um húsið.
5.Launað leyfi - umsókn Hjalti Pálsson
Málsnúmer 0901100Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn frá Hjalta Pálssyni um launað rannsóknarleyfi í eitt ár, sem þó yrði tekið með hléum næstu nokkur ár.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að málinu í samráði við menningar- og kynningarnefnd og í samræmi við starfsmannastefnu sveitarfélagsins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna að málinu í samráði við menningar- og kynningarnefnd og í samræmi við starfsmannastefnu sveitarfélagsins.
6.Verkefni um hagsmunagæslu í úrgangsmálum
Málsnúmer 0709016Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar megináherslur Sambands íslenskra sveitarfélaga í úrgangsmálum ásamt aðgerðaáætlun.
Fundi slitið - kl. 11:30.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu samkomulagsins til næsta fundar.