Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
1.Reglur um niðurgreiðslu Sveitarfélagsins Skagafjarðar á daggæslu í heimahúsum.
Málsnúmer 1009169Vakta málsnúmer
2.Heilstætt kerfi um félagsþjónustu sveitarfélaga
Málsnúmer 1008187Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar upplýsingarit frá Forsvar ehf.
3.One félagsmálakerfi
Málsnúmer 1009146Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar upplýsingarit frá ONE-system.
4.Samstarf um ASHD vitundarviku 20.-24. sept 2010
Málsnúmer 1007001Vakta málsnúmer
Kynnt átak til vitundareflingar um ADHD/ADD og það sem gert verður í sveitarfélaginu í tengslum við það.
Jafnframt greint frá stofnun foreldrafélags langveikra barna og barna með ADHD/ADD og kynnt verkefni sveitarfélagsins, FLÉTTAN, um málefni þessara barna. Verkefnið er fjármagnað með styrk frá félags- og heilbrigðisráðuneytinu og standa vonir til að áframhaldandi styrkur fáist.
Félags- og tómstundanefnd fagnar stofnun foreldrafélagsins og óskar því góðs gengis í starfi sínu.
5.Sumar- og helgardvöl fatlaðra í Reykjadal
Málsnúmer 1009104Vakta málsnúmer
Samþykkt erindi frá Styrktarfélagi fatlaðra sem rekur sumarbúðirnar í Reykjadal um styrk. Greiðist af gjaldalið 02890 - ÝMSIR STYRKIR OG FRAMLÖG.
6.Skýrsla Ríkisendurskoðunar um málefni fatlaðra
Málsnúmer 1009101Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar.
7.Tölulegar upplýsingar um þróun fjárhagsaðstoðar 2008 - 2010
Málsnúmer 1009147Vakta málsnúmer
Félagsmálastjóri leggur fram yfirlit um þróun fjárhagsaðstoðar fyrstu 8 mánuði ársins á þriggja ára tímabili.
8.Viðhaldsþörf á Sundlaug Sauðárkróks
Málsnúmer 1009154Vakta málsnúmer
Nefndin kynnti sér ástand Sundlaugar Sauðárkróks og það viðhald sem fyrisjáanlegt er í næstu framtíð.
Fundi slitið - kl. 12:30.
Ræddar breytingartillögur á 10. grein reglna um niðurgreiðslu dagvistar á einkaheimilum, varðandi aldurstakmörk.
Tillögurnar sendist til umsagnar fræðslustjóra og verði teknar aftur fyrir á næsta fundi til ákvörðunar.