Landbúnaðar- og innviðanefnd
Dagskrá
Álfhildur Leifsdóttir varamaður VG og óháðra sat fundinn í fjarfundabúnaði
1.Umhverfisdagar Skagafjarðar 2025
Málsnúmer 2503347Vakta málsnúmer
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að rætt verði við Fisk Seafood varðandi samstarf um umhverfisdaga Skagafjarðar. Með því og öflugu samstarfi við önnur fyrirtæki í héraðinu og Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra mætti auka árangur umhverfisdaga enn frekar. Sviðstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs falið að vinna málið áfram.
2.Fjallskilasamþykkt Skagafjarðar
Málsnúmer 2411167Vakta málsnúmer
Á fundi sínum þann 4. mars sl. samþykkti Landbúnaðar- og innviðanefnd að skipa eftirtalda í starfshóp um endurskoðun fjallskilasamþykktar Skagafjarðar: Einar Eðvald Einarsson og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson úr Landbúnaðar- og innviðanefnd, Einar Kári Magnússon og Atli Már Traustason frá fjallskilanefndunum og Kári Gunnarsson umhverfis og landbúnaðarfulltrúi. Með hópnum starfa sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdasviðs og lögfræðingur sveitarfélagsins ásamt öðrum sem kallaðir verða til eftir þörfum. Nú hefur Atli Már Traustason beðist undan setu í hópnum og samþykkir landbúnaðar og innviðanefnd samhljóða að skipa Rúnar Páll Dalmann Hreinsson í hans stað.
3.Beiðni um samstarf við samræmda úttekt vatnsveitna á Íslandi
Málsnúmer 2503240Vakta málsnúmer
Lögð fram beiðni frá Brunavarnasviði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS), Félagi slökkviliðsstjóra á Íslandi (FSÍ) ásamt
Fagráði vatnsveitna SAMORKU, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi varðandi þáttöku í samræmdri úttekt á slökkvivatni vatnsveitna á Íslandi.
Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir samhljóða að tilnefna Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnisstjóra hjá Skagafjarðarveitum sem tengilið.
Fagráði vatnsveitna SAMORKU, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi varðandi þáttöku í samræmdri úttekt á slökkvivatni vatnsveitna á Íslandi.
Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir samhljóða að tilnefna Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnisstjóra hjá Skagafjarðarveitum sem tengilið.
4.Bréf frá félagi atvinnuveiðimanna í ref og mink
Málsnúmer 2503269Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá Bjarmalandi félagi atvinnuveiðimanna í ref og mink þar sem lýst er áhyggjum af lágu tímakaupi við veiðarnar og leggja fram sínar hugmyndir um greiðslufyrirkomulag.
Landbúnaðar- og innviðanefnd þakkar fyrir ábendingarnar en minnir á að Skagafjörður hefur hækkað framlag sitt til veiðanna árlega, m.a. fyrir vetrarveidd dýr, ógotnar læður og útköll veiðimanna.
Landbúnaðar- og innviðanefnd þakkar fyrir ábendingarnar en minnir á að Skagafjörður hefur hækkað framlag sitt til veiðanna árlega, m.a. fyrir vetrarveidd dýr, ógotnar læður og útköll veiðimanna.
5.Ársreikningur Fjallskilasjóðs Skefilsstaðahrepps 2024
Málsnúmer 2503282Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Skefilsstaðahrepps fyrir árið 2024
6.Ársreikningur Fjallskilasjóðs Sauðárkróks 2024
Málsnúmer 2503304Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Sauðárkróks fyrir árið 2024
7.Ársreikningar fjallskilanefnda 2024
Málsnúmer 2502246Vakta málsnúmer
Lagðir fram til kynningar ársreikningar fjallskilanefnda Unadals og Austur - Fljóta
8.Útboð veiði í Unadalsá 2025-2029
Málsnúmer 2503147Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar útboðslýsing vegna veiði í Unadalsá 2025-2029
9.Stóri plokkdagurinn 2025
Málsnúmer 2503148Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá Rótarí hreyfingunni og Einari Bárðarsyni þar sem tilkynnt er að stóri plokkdagurinn fari fram þann 27. apríl 2025.
Fundi slitið - kl. 11:06.