Áhugahópur um aðgengi
Málsnúmer 1104084
Vakta málsnúmerFélags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 173. fundur - 19.05.2011
Lagt er fram bréf áhugahóps um aðgengismál sem vísað var frá Byggðarráði. Farið yfir aðgengismál þeirra mannvirkja á Sauðárkróki sem undir nefndina heyra og gerðar eru athugasemdir við í skýrslu áhugahópsins ,sem eru: Íþróttahúsið og Sundlaugin á Sauðárkróki. Nefndin vísar þessum athugasemdum til Framkvæmdaráðs og felur starfsmönnum að gera nefndinni grein fyrir niðurstöðum. Nefndin óskar jafnframt eftir því að framkvæmdaráð sjái til þess að gerð verði sambærileg úttekt á öðrum mannvirkjum í eigu sveitarfélagsins utan Sauðárkróks.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 279. fundur - 24.05.2011
Fræðslunefnd Svf. Skagafjarðar - 68. fundur - 03.06.2011
Lagt fram til kynningar erindi frá áhugahópi um aðgengi í sveitarfélaginu þar sem minnt er á misbresti í aðgengismálum hreyfihamlaðra að stofnunum sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 280. fundur - 21.06.2011
Afgreiðsla 173. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 280. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 280. fundur - 21.06.2011
Afgreiðsla 68. fundar fræðslunefndar staðfest á 280. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Atvinnu- og ferðamálanefnd - 75. fundur - 22.09.2011
Lagt fram til kynningar frá Byggðaráði erindi varðandi aðgengismál í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 283. fundur - 19.10.2011
Afgreiðsla 75. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 283. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.
Undir þessum dagskrárlið kom á fundinn Jón Karlsson, fulltrúi áhugamannahóps um aðgengi. Markmið hópsins er að hafa áhrif á að gerðar verði úrbætur í aðgengismálum í sveitarfélaginu fyrir hreyfihamlað fólk. Kynnti Jón m.a. úttekt hópsins á aðgengi að nokkrum fasteignum í sveitarfélaginu. Einnig hvatti hann til þess að almennt verði gerðar úrbætur á aðgengismálum hjá fyritækjum og stofnunum í Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir að senda framlagt bréf áhugahópsins til kynningar í nefndum sveitarfélagsins og minnir á úttekt sem unnin var af starfsmanni sveitarfélagsins fyrir nokkrum árum.