Fara í efni

Siðareglur

Málsnúmer 1112324

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 577. fundur - 19.12.2011

Lögð fram drög að siðareglum kjörinna fulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Hrefna Gerður Björnsdóttir sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög með áorðnum breytingum og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 285. fundur - 21.12.2011

Forseti leggur til afgreiðsla þessa liðar verði tekin fyrir undir liðnum Siðareglur, 16. liður á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 285. fundur - 21.12.2011

Sveitarstjóri leggur fram siðareglur kjörinna fulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Tilgangur þessara reglna er að skilgreina það hátterni og viðmót sem kjörnum fulltrúum ber að sýna við störf sín á vegum Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Með kjörnum fulltrúum er átt við sveitarstjórnarfulltrúa og varamenn, sem og alla aðra sem kjörnir eru til setu í nefndum og ráðum hjá Sveitarfélaginu Skagafirði.

Þorsteinn Tómas Broddason kvaddi sér hljóðs.

Samþykkt að vísa framlögðum siðareglum til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 582. fundur - 09.02.2012

Erindinu vísað til byggðarráðs af 285. fundi sveitarstjórnar, þar sem það var lagt fyrir til fyrri umræðu. Hrefna Gerður Björnsdóttir kom á fundinn og fór yfir fyrirliggjandi drög að siðareglum fyrir kjörna fulltrúa sveitarfélagsins.

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög með áorðnum breytingum og vísar þeim til síðari umræðu í sveitarstjórn. Byggðarráð þakkar Hrefnu Gerði fyrir vel unnin störf við gerð reglnanna.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 583. fundur - 23.02.2012

Málið áður á dagskrá 582. fundar byggðarráðs. Lögð fram svohljóðandi tillaga frá Þorsteini Tómasi Broddasyni:

"Undirritaður leggur til að 5. grein draga að siðareglum kjörinna fulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar verði breytt þannig að eftirfarandi bætist við greinina:

Kjörnir fulltrúar skulu einnig gæta þess að innkaupum, fjárfestingum og leigu, ásamt sölu og útleigu eigna sveitarfélagsins sé þannig háttað að sem best sé farið með almannafé og ekki hlutast til þess að öðruvísi sé að málum staðið."

Byggðarráð samþykkir að hafna tillögunni.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 287. fundur - 07.03.2012

Afgreiðslu málsins vísað til 14. liðar á dagskrá fundarins "Siðareglur" Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 287. fundur - 07.03.2012

Afgreiðslu málsins vísað til 14. liðar á dagskrá fundarins "Siðareglur" Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 287. fundur - 07.03.2012

Siðareglur kjörinna fulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar, lagðar fram til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Þorsteinn Tómas Broddason kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi.

Breytingartillaga við 5. grein draga að siðareglum kjörinna fulltrúa. Eftirfarandi skuli bæta við greinina.

"Kjörnir fulltrúar skulu einnig gæta þess að innkaupum, fjárfestingum og
leigu, ásamt sölu og útleigu eigna sveitarfélagsins sé þannig háttað að
sem best sé farið með almannafé og ekki hlutast til þess að öðruvísi sé að
málum staðið."

Stefán Vagn Stefánsson tók til máls.

Breytingartillaga Þorsteins T. Broddasonar borin undir atkvæði og felld með sjö atkvæðum gegn einu.

Siðareglur kjörinna fulltrúa Sveitarfélagins Skagafjarðar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.