Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

101. fundur 11. ágúst 2014 kl. 15:30 - 17:10 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Ari Jóhann Sigurðsson varaform.
  • Hjálmar Steinar Skarphéðinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri, sat fyrstu þrjá liði fundarins.

1.Kynning á garðyrkjudeild

Málsnúmer 1408019Vakta málsnúmer

Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri, kynnti starfsemi garðyrkjudeildar fyrir nefndarmönnum. Farið var yfir verkefni garðyrkjudeildar og umfang starfseminnar.

2.Opin svæði í Skagafirði

Málsnúmer 1408020Vakta málsnúmer

Farið var yfir græn svæði í þéttbýliskjörnum almennt vegna fjárhagsáætlunar 2015 og þriggja ára áætlunar.

3.Umferð um litla skóg og Sauðárgil

Málsnúmer 1407054Vakta málsnúmer

Borist hefur ábending vegna umferðar hestamanna og vélknúinna ökutækja um Sauðárgil og Litla Skóg. Nefndin leggur til að sett verði niður skilti við heimavist og við vatnshús sem banna umferð hesta og vélknúinna ökutækja.

4.Sauðárkrókshöfn - dýpkun

Málsnúmer 1404155Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tilboð vegna dýpkunar á Sauðárkrókshöfn og gerð fyrirstöðugarðs vegna dælingar á efni í land.
Samið var við lægsbjóðanda, Norðurtak ehf, vegna fyrirstöðugarðs og er framkvæmdum lokið.
Eitt tilboð barst í dýpkun, frá Björgun ehf, og var tilboðið nokkuð yfir kostnaðaráætlun. Siglingasvið Vegagerðarinnar mun funda með verktaka og fara yfir tilboðið. Stefnt er að því að dýpkun verði lokið fyrir 30. september nk.

5.Fyrirspurn - Pappírsgámur við Ketilás í Fljótum

Málsnúmer 1407019Vakta málsnúmer

Íbúí í Fljótum hefur spurst fyrir um hvort hægt sé að fá pappírsgám á Ketilási.
Á Ketilási eru fyrir gámar fyrir almennt rusl, járn og timbur.
Sviðsstjóra falið að kanna kostnað við að setja niður pappírsgám.

Fundi slitið - kl. 17:10.