Veitunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
1.Hitaveita í Fljótum 2015
Málsnúmer 1408141Vakta málsnúmer
2.Hitaveita í Fljótum - Borhola við Langhús
Málsnúmer 1506051Vakta málsnúmer
Borverktaki, Þórsverk ehf., hefur hafið vinnu við borun á nýrri holu við Langhús, LH-03. Stefnt er á að ljúka borun holunnar í næstu viku.
Búið er að koma fyrir dæluhúsi við Langhús ásamt loftskilju en tengivinna lagna er eftir.
Búið er að koma fyrir dæluhúsi við Langhús ásamt loftskilju en tengivinna lagna er eftir.
3.Lögfræðiálit v/hitaveituréttinda í Reykjarhól
Málsnúmer 1502223Vakta málsnúmer
Þann 11. mars sl. barst svarbréf frá Orkustofnun þar sem leitast er við að svara fyrirspurn Skagafjarðarveitna varðandi hitaveituréttindi í Reykjarhól.
Eiríki S. Svavarssyni hefur verið falið að leggja til næstu mögulegu skref í þessu máli, skref í átt til þess að tryggja réttindi Skagafjarðarveitna varðandi nýtingu jarðhita á svæðinu.
Eiríki S. Svavarssyni hefur verið falið að leggja til næstu mögulegu skref í þessu máli, skref í átt til þess að tryggja réttindi Skagafjarðarveitna varðandi nýtingu jarðhita á svæðinu.
4.Umsókn um heimtaug kalt vatn - sumarhús í landi Laugahvamms
Málsnúmer 1509007Vakta málsnúmer
Lögð var fyrir fundinn umsókn um tengingu við kalt vatn frá sumarhúsaeigendum í landi Laugahvamms.
Sviðstjóra falið að afla frekari gagna um núverandi veitukerfi sem ekki er í eigu Skagafjarðarveitna.
Sviðstjóra falið að afla frekari gagna um núverandi veitukerfi sem ekki er í eigu Skagafjarðarveitna.
5.Verið á Sauðárkróki - lok samningstíma vegna sjóveitu
Málsnúmer 1509046Vakta málsnúmer
Lagður var fyrir fundinn samningur milli Skagafjarðarveitna og Hólaskóla vegna sölu Skagafjarðarveitna á sjó úr sjóveitu til Versins Vísindagarða. Samningurinn, sem gerður var til 10 ára, var undirritaður 26. október 2005 og rennur því út í lok október í ár. Sviðstjóra falið að ganga til viðræðna við Hólaskóla um áframhaldandi sölu á sjó til Versins.
Fundi slitið - kl. 16:00.
Lagning stofnlagnar gengur vel og er um tveimur vikum á undan áætlun. Lagningu stofnlagnar er lokið frá borholu við Langhús að Ketilási og frá Deplum í austur Fljótum að Reykjarhóli. Heildarlengd stofnlagnar er um 18km og búið er að leggja tæplega 15km. Vinna við heimæðar er á eftir áætlun en verktaki telur að hægt sé að vinna upp þær tafir.
Búið er að ganga frá dæluhúsum og dælum við Molastaði og Hvamm.