Fara í efni

Veitunefnd Svf Skagafjarðar

19. fundur 09. september 2015 kl. 15:00 - 16:00 að Borgarteigi 15, Sauðárkróki
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Einar Eðvald Einarsson varaform.
  • Leifur Eiríksson varam.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Hitaveita í Fljótum 2015

Málsnúmer 1408141Vakta málsnúmer

Farið var yfir stöðu framkvæmda við hitaveitu í Fljótum.
Lagning stofnlagnar gengur vel og er um tveimur vikum á undan áætlun. Lagningu stofnlagnar er lokið frá borholu við Langhús að Ketilási og frá Deplum í austur Fljótum að Reykjarhóli. Heildarlengd stofnlagnar er um 18km og búið er að leggja tæplega 15km. Vinna við heimæðar er á eftir áætlun en verktaki telur að hægt sé að vinna upp þær tafir.
Búið er að ganga frá dæluhúsum og dælum við Molastaði og Hvamm.

2.Hitaveita í Fljótum - Borhola við Langhús

Málsnúmer 1506051Vakta málsnúmer

Borverktaki, Þórsverk ehf., hefur hafið vinnu við borun á nýrri holu við Langhús, LH-03. Stefnt er á að ljúka borun holunnar í næstu viku.
Búið er að koma fyrir dæluhúsi við Langhús ásamt loftskilju en tengivinna lagna er eftir.

3.Lögfræðiálit v/hitaveituréttinda í Reykjarhól

Málsnúmer 1502223Vakta málsnúmer

Þann 11. mars sl. barst svarbréf frá Orkustofnun þar sem leitast er við að svara fyrirspurn Skagafjarðarveitna varðandi hitaveituréttindi í Reykjarhól.
Eiríki S. Svavarssyni hefur verið falið að leggja til næstu mögulegu skref í þessu máli, skref í átt til þess að tryggja réttindi Skagafjarðarveitna varðandi nýtingu jarðhita á svæðinu.

4.Umsókn um heimtaug kalt vatn - sumarhús í landi Laugahvamms

Málsnúmer 1509007Vakta málsnúmer

Lögð var fyrir fundinn umsókn um tengingu við kalt vatn frá sumarhúsaeigendum í landi Laugahvamms.
Sviðstjóra falið að afla frekari gagna um núverandi veitukerfi sem ekki er í eigu Skagafjarðarveitna.

5.Verið á Sauðárkróki - lok samningstíma vegna sjóveitu

Málsnúmer 1509046Vakta málsnúmer

Lagður var fyrir fundinn samningur milli Skagafjarðarveitna og Hólaskóla vegna sölu Skagafjarðarveitna á sjó úr sjóveitu til Versins Vísindagarða. Samningurinn, sem gerður var til 10 ára, var undirritaður 26. október 2005 og rennur því út í lok október í ár. Sviðstjóra falið að ganga til viðræðna við Hólaskóla um áframhaldandi sölu á sjó til Versins.

Fundi slitið - kl. 16:00.