ASÍ - húsnæðismál
Málsnúmer 1603142
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 734. fundur - 17.03.2016
Í ljósi nýlegrar viljayfirlýsingar Alþýðusambands Íslands og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á íbúðarhúsnæði fyrir tekjulágar fjölskyldur og einstaklinga á næstu fjórum árum, samþykkir byggðarráð að óska eftir formlegu samstarfi við ASÍ á sama grundvelli til að bæta úr brýnum húsnæðisskorti í Sveitarfélaginu Skagafirði. Byggðarráð fagnar þessu framtaki ASÍ og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir af hálfu ráðsins.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 735. fundur - 07.04.2016
Byggðarráð fagnar skjótum og jákvæðum svörum Alþýðusambands Íslands við óskum Sveitarfélagsins Skagafjarðar um samstarf um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Skagafirði. Um afar mikilvægt verkefni er að ræða í þá átt að leysa úr þeim brýna húsnæðisvanda sem fyrir er í sveitarfélaginu.
Sveitarstjóra er falið að koma á fundi byggðarráðs með forsvarsmönnum ASÍ og stéttarfélögunum í Skagafirði.
Sveitarstjóra er falið að koma á fundi byggðarráðs með forsvarsmönnum ASÍ og stéttarfélögunum í Skagafirði.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 339. fundur - 13.04.2016
Afgreiðsla 734. fundar byggðarráðs staðfest á 339. fundi sveitarstjórnar 13. apríl 2016 með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 339. fundur - 13.04.2016
Afgreiðsla 735. fundar byggðarráðs staðfest á 339. fundi sveitarstjórnar 13. apríl 2016 með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 747. fundur - 23.06.2016
Sigríður Magnúsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi kom inn á fundinn kl. 15:50
Byggðarráð bókaði svohljóðandi á 734. fundi sínum þann 17. mars 2016: "Í ljósi nýlegrar viljayfirlýsingar Alþýðusambands Íslands og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á íbúðarhúsnæði fyrir tekjulágar fjölskyldur og einstaklinga á næstu fjórum árum, samþykkir byggðarráð að óska eftir formlegu samstarfi við ASÍ á sama grundvelli til að bæta úr brýnum húsnæðisskorti í Sveitarfélaginu Skagafirði. Byggðarráð fagnar þessu framtaki ASÍ og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir af hálfu ráðsins."
Á þennan fund komu Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ og Þórarinn Sverrisson formaður Öldunnar - stéttarfélags. Gylfi kynnti hugmyndir og áætlanir ASÍ varðandi verkefnið á höfuðborgarsvæðinu.
Á þennan fund komu Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ og Þórarinn Sverrisson formaður Öldunnar - stéttarfélags. Gylfi kynnti hugmyndir og áætlanir ASÍ varðandi verkefnið á höfuðborgarsvæðinu.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 344. fundur - 29.06.2016
Afgreiðsla 747. fundar byggðarráðs staðfest á 344. fundi sveitarstjórnar 29. júní 2016 með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 749. fundur - 07.07.2016
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Gylfa Arnbjörnssyni forseta ASÍ til Karls Björnssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi húsnæðisþörf á landsbyggðinni.