Fara í efni

Breyting á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar - Deiliskipulag - Sætún

Málsnúmer 2402025

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 43. fundur - 08.02.2024

Á fundi skipulagsnefndar þann 21.02.2023 voru tekin fyrir erindi frá Dögun ehf. og Kaupfélagi Skagfirðinga, beiðni um að vinna á eigin kostnað breytingar á gildandi deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar. Bókanirnar voru staðfestar á fundi sveitarstjórnar þann 08.03.2023.

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar “Sauðárkrókshöfn, Sætún, breyting á deiliskipulagi" dags. 02.02.2024, útg. 1.0, uppdráttur nr. DS01, í verki nr. 56296204 unnin af Birni Magnúsi Árnasyni og Ínu Björk Ársælsdóttir hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 23. fundur - 21.02.2024

Vísað frá 43. fundi skipulagsnefndar frá 8. febrúar 2024 til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Á fundi skipulagsnefndar þann 21.02.2023 voru tekin fyrir erindi frá Dögun ehf. og Kaupfélagi Skagfirðinga, beiðni um að vinna á eigin kostnað breytingar á gildandi deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar. Bókanirnar voru staðfestar á fundi sveitarstjórnar þann 08.03.2023.
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar “Sauðárkrókshöfn, Sætún, breyting á deiliskipulagi" dags. 02.02.2024, útg. 1.0, uppdráttur nr. DS01, í verki nr. 56296204 unnin af Birni Magnúsi Árnasyni og Ínu Björk Ársælsdóttir hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, að auglýsa breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 51. fundur - 30.05.2024

Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar, mál nr. 238/2024 (https://skipulagsgatt.is/issues/2024/238) í Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
Breytingin á deiliskipulaginu var í auglýsingu frá 06.03.2024 til 19.04.2024 og bárust 5 umsagnir á auglýsingatímanum.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu.

Skipulagsnefnd - 52. fundur - 13.06.2024

Málið áður á dagskrá skipulagsnefndarinnar þann 30. maí síðastliðinn, þar sem afgreiðslu var frestað.
Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar, mál nr. 238/2024 (https://skipulagsgatt.is/issues/2024/238) í Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
Breytingin á deiliskipulaginu var í auglýsingu frá 06.03.2024 til 19.04.2024 og bárust 5 umsagnir á auglýsingatímanum.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 6. fundur - 20.06.2024

Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi og Sigríður Magnúsdóttir formaður skipulagsnefndar sátu fundinn undir þessum lið. Þær kynntu drög að breytingum á deiliskipulagi við Sætún, á Sauðárkrókshöfn ásamt innsendum umsögnum og viðbrögðum við þeim. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að leggja til við skipulagsnefnd að skoðað verði að færa tillögur að norðurlínu byggingarreits að Hesteyri 2 til suðurs með hliðsjón af fjarlægð bygginga frá vegi og gildandi reglum þar um. Þar sem ekki liggur fyrir hvernig nýta á tillögu að stækkun byggingareitsins að Hesteyri 2 til suðurs leggur nefndin til að honum verði ekki breytt frá gildandi deiliskipulagi. Tryggja þarf gott aðgengi fótgangandi að og frá bílastæðum hópbíla við Vatneyri. Í samræmi við umsögn Brunavarna Skagafjarðar þarf að gera ráð fyrir brunahönum og tryggu aðgengi að þeim við Vatneyri.

Skipulagsnefnd - 53. fundur - 27.06.2024

Málið áður á dagskrá skipulagsnefndarinnar þann 30. maí og 13. júní síðastliðinn og í framhaldinu var fundað með landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar þann 20. júní síðastliðinn.
Lögð fram breytingartillaga sem tekur mið af innsendum umsögnum og ábendingum frá landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar.
Ein umsögn barst eftir auglýsingartíma lauk frá Brunavörnum Skagafjarðar og bárust því alls 6 umsagnir á auglýsingatímanum.

Skipulagsnefnd samþykkir með tveimur atkvæðum tillöguna að breytingu á deiliskipulagi, Sætún á Sauðárkrókshöfn með óverulegum breytingum, og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt með tveimur atkvæðum þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma.

Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum óskar bókað:
Breytingartillagan sem sögð er koma frá landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar hefur tekið breytingum frá því að nefndin fundaði, þar sem formaður nefndarinnar hefur einn samþykkt breytingar sem nefndin sjálf hefur ekki fjallað um. Undirrituð getur ekki samþykkt breytingar sem ekki hafa verið lagðar fyrir landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar og fengið viðeigandi umræðu og samþykkt atkvæðabærra fulltrúa þar. Eru slíkar ákvarðanatökur formannsins eins, utan funda nefndar ekki góð stjórnsýsla sveitarfélagsins.

Meirihlutinn óskar bókað:
Breytingin sem um ræðir frá fundi landbúnaðar- og innviðanefndar Skagafjarðar er talin það óveruleg að ekki sé tilefni til að senda hana aftur til umfjöllunar í þeirri nefnd.