Fara í efni

Breyting á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar - Deiliskipulag - Sætún

Málsnúmer 2402025

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 43. fundur - 08.02.2024

Á fundi skipulagsnefndar þann 21.02.2023 voru tekin fyrir erindi frá Dögun ehf. og Kaupfélagi Skagfirðinga, beiðni um að vinna á eigin kostnað breytingar á gildandi deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar. Bókanirnar voru staðfestar á fundi sveitarstjórnar þann 08.03.2023.

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar “Sauðárkrókshöfn, Sætún, breyting á deiliskipulagi" dags. 02.02.2024, útg. 1.0, uppdráttur nr. DS01, í verki nr. 56296204 unnin af Birni Magnúsi Árnasyni og Ínu Björk Ársælsdóttir hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 23. fundur - 21.02.2024

Vísað frá 43. fundi skipulagsnefndar frá 8. febrúar 2024 til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Á fundi skipulagsnefndar þann 21.02.2023 voru tekin fyrir erindi frá Dögun ehf. og Kaupfélagi Skagfirðinga, beiðni um að vinna á eigin kostnað breytingar á gildandi deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar. Bókanirnar voru staðfestar á fundi sveitarstjórnar þann 08.03.2023.
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar “Sauðárkrókshöfn, Sætún, breyting á deiliskipulagi" dags. 02.02.2024, útg. 1.0, uppdráttur nr. DS01, í verki nr. 56296204 unnin af Birni Magnúsi Árnasyni og Ínu Björk Ársælsdóttir hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, að auglýsa breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 51. fundur - 30.05.2024

Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar, mál nr. 238/2024 (https://skipulagsgatt.is/issues/2024/238) í Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
Breytingin á deiliskipulaginu var í auglýsingu frá 06.03.2024 til 19.04.2024 og bárust 5 umsagnir á auglýsingatímanum.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu.

Skipulagsnefnd - 52. fundur - 13.06.2024

Málið áður á dagskrá skipulagsnefndarinnar þann 30. maí síðastliðinn, þar sem afgreiðslu var frestað.
Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar, mál nr. 238/2024 (https://skipulagsgatt.is/issues/2024/238) í Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
Breytingin á deiliskipulaginu var í auglýsingu frá 06.03.2024 til 19.04.2024 og bárust 5 umsagnir á auglýsingatímanum.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 6. fundur - 20.06.2024

Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi og Sigríður Magnúsdóttir formaður skipulagsnefndar sátu fundinn undir þessum lið. Þær kynntu drög að breytingum á deiliskipulagi við Sætún, á Sauðárkrókshöfn ásamt innsendum umsögnum og viðbrögðum við þeim. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að leggja til við skipulagsnefnd að skoðað verði að færa tillögur að norðurlínu byggingarreits að Hesteyri 2 til suðurs með hliðsjón af fjarlægð bygginga frá vegi og gildandi reglum þar um. Þar sem ekki liggur fyrir hvernig nýta á tillögu að stækkun byggingareitsins að Hesteyri 2 til suðurs leggur nefndin til að honum verði ekki breytt frá gildandi deiliskipulagi. Tryggja þarf gott aðgengi fótgangandi að og frá bílastæðum hópbíla við Vatneyri. Í samræmi við umsögn Brunavarna Skagafjarðar þarf að gera ráð fyrir brunahönum og tryggu aðgengi að þeim við Vatneyri.

Skipulagsnefnd - 53. fundur - 27.06.2024

Málið áður á dagskrá skipulagsnefndarinnar þann 30. maí og 13. júní síðastliðinn og í framhaldinu var fundað með landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar þann 20. júní síðastliðinn.
Lögð fram breytingartillaga sem tekur mið af innsendum umsögnum og ábendingum frá landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar.
Ein umsögn barst eftir auglýsingartíma lauk frá Brunavörnum Skagafjarðar og bárust því alls 6 umsagnir á auglýsingatímanum.

Skipulagsnefnd samþykkir með tveimur atkvæðum tillöguna að breytingu á deiliskipulagi, Sætún á Sauðárkrókshöfn með óverulegum breytingum, og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt með tveimur atkvæðum þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma.

Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum óskar bókað:
Breytingartillagan sem sögð er koma frá landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar hefur tekið breytingum frá því að nefndin fundaði, þar sem formaður nefndarinnar hefur einn samþykkt breytingar sem nefndin sjálf hefur ekki fjallað um. Undirrituð getur ekki samþykkt breytingar sem ekki hafa verið lagðar fyrir landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar og fengið viðeigandi umræðu og samþykkt atkvæðabærra fulltrúa þar. Eru slíkar ákvarðanatökur formannsins eins, utan funda nefndar ekki góð stjórnsýsla sveitarfélagsins.

Meirihlutinn óskar bókað:
Breytingin sem um ræðir frá fundi landbúnaðar- og innviðanefndar Skagafjarðar er talin það óveruleg að ekki sé tilefni til að senda hana aftur til umfjöllunar í þeirri nefnd.

Byggðarráð Skagafjarðar - 104. fundur - 03.07.2024

Vísað frá 53. fundi skipulagsnefndar frá 27. júní sl. til afgreiðslu Byggðarráðs, þannig bókað:

"Málið áður á dagskrá skipulagsnefndarinnar þann 30. maí og 13. júní síðastliðinn og í framhaldinu var fundað með landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar þann 20. júní síðastliðinn.
Lögð fram breytingartillaga sem tekur mið af innsendum umsögnum og ábendingum frá landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar.
Ein umsögn barst eftir auglýsingartíma lauk frá Brunavörnum Skagafjarðar og bárust því alls 6 umsagnir á auglýsingatímanum.

Skipulagsnefnd samþykkir með tveimur atkvæðum tillöguna að breytingu á deiliskipulagi, Sætún á Sauðárkrókshöfn með óverulegum breytingum, og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt með tveimur atkvæðum þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn umsagnir á kynningartíma.

Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum óskar bókað:
Breytingartillagan sem sögð er koma frá landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar hefur tekið breytingum frá því að nefndin fundaði, þar sem formaður nefndarinnar hefur einn samþykkt breytingar sem nefndin sjálf hefur ekki fjallað um. Undirrituð getur ekki samþykkt breytingar sem ekki hafa verið lagðar fyrir landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar og fengið viðeigandi umræðu og samþykkt atkvæðabærra fulltrúa þar. Eru slíkar ákvarðanatökur formannsins eins, utan funda nefndar ekki góð stjórnsýsla sveitarfélagsins.

Meirihlutinn óskar bókað:
Breytingin sem um ræðir frá fundi landbúnaðar- og innviðanefndar Skagafjarðar er talin það óveruleg að ekki sé tilefni til að senda hana aftur til umfjöllunar í þeirri nefnd."

Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum lagði fram svohljóðandi tillögu:
"Fundargerðir eru mikilvæg gögn í stjórnsýslu sveitarfélags og hafa þann megintilgang að vera sönnun um það sem fram fór á fundi og þar var ákveðið. Eftir að fundargerð hefur verið samþykkt er almennt er ekki heimilt að breyta henni eða þeim ákvörðunum sem þar koma fram, nema þar séu augljósar rangfærslur eða villur um hvað fór fram á fundi. Ef það á að gera breytingar á máli sem rætt var á fundi þarf að taka það aftur fyrir hjá viðeigandi nefnd.
Í fundargerð landbúnaðar- og innviðanefndar frá 20. júní síðastliðinn stendur:
’Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að leggja til við skipulagsnefnd að skoðað verði að færa tillögur að norðurlínu byggingarreits að Hesteyri 2 til suðurs með hliðsjón af fjarlægð bygginga frá vegi og gildandi reglum þar um.’
Þegar umrædd tillaga kemur til skipulagsnefndar fylgir henni eftirfarandi erindi:
’Lögð fram breytingartillaga sem tekur mið af innsendum umsögnum og ábendingum frá landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar.’
En meðfylgjandi gögn höfðu breyst milli þessara funda og umrædd norðurlína færð aftur til norðurs að stærstum hluta eftir að hafa verið færð til suðurs hjá nefndinni. Þannig að sú breytingartillaga sem sögð var komin frá landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar var ekki sú sama tillaga sem samþykkt var í fundargerð nefndarinnar. Og breytingin sem lögð er fram tekur því ekki lengur tillit til þeirra reglna sem vísað var til í umræddri fundargerð. Að breyting hafi átt sér stað eftir fund landbúnaðar- og innviðanefndar er augljóslega viðurkennt í bókun meirihluta frá Skipulagsnefndarfundi nr. 53 þar sem meirihluti bókar að breytingin sem um ræðir sé óveruleg.
Umræddar breytingar í þessu máli snéru ekki að leiðréttingu rangfærslna heldur var um breytingu á ákvarðanatöku að ræða.
Undirrituð getur ekki samþykkt breytingu sem ekki hefur verið lögð fyrir landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar og fengið viðeigandi umræðu og samþykkt atkvæðabærra fulltrúa þar. Umræða skipulagsnefndar var því ekki á þeim forsendum sem landbúnaðar- og innviðanefnd lagði fram.

Því geri ég það að tillögu minni að umrætt mál sé tekið fyrir að nýju hjá skipulagsnefnd."

Tillagan er felld með tveimur atkvæðum.

Einar E. Einarsson, B lista óskar bókað:
"Það liggur skýrt fyrir hvað bókað var á fundi Landbúnaðar og innviðanefndar þann 20. júní sl. þegar rætt var um fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar - Sætún og þær umsagnir og ábendingar sem bárust um hana á auglýsingartíma. Um þá afgreiðslu og niðurstöðu var full sátt í nefndinni. Áður hafði Skipulagsnefnd fjallað um innsendar ábendingar og falið Skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
Í framhaldi af bókun Skipulagsnefndar frá 13. júní, þar sem skipulagsfulltrúa var falið að vinna málið áfram og bókun Landbúnaðar og innviðanefndar frá 20. júní vann skipulagsfulltrúi breytingartillögu sem ég svo taldi eðlilegast að Skipulagsnefndin fjallaði um og tæki þá ákvörðun um næstu skref. Það er því fráleitt að halda því fram að undirritaður hafi tekið einhverja afstöðu um málið fyrir hönd nefndarinnar umfram þá umræðu sem var á fundi Landbúnaðar og innviðanefndar. Skipulagsnefnd fjallaði svo um samhliða bókun Landbúnaðar og innviðanefndar ásamt breytingartillögu skipulagsfulltrúa og samþykkti hana. Þar með var málið afgreitt."

Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum óskar bókað:
"Rétt er að fram komi að skipulagsfulltrúa var ekki falið að vinna málið áfram samkvæmt fundargerð landbúnaðar- og innviðanefndar þann 29. júní sl. Þau gögn sem lögð voru fram á skipulagsnefndarfundi 27. júní sl. voru því ekki sú tillaga sem landbúnaðar- og innviðanefnd ætlaði sér að leggja fram við skipulagsnefnd. Mikilvægt er að huga að réttri stjórnsýslu í meðferð mála sem þessu."

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 10. fundur - 05.09.2024

Umsókn lóðarhafa Hesteyrar 2 til landbúnaðar- og innviðanefndar um leyfi til að vinna breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðisins. Breyting felur í sér hækkun á hámarksbyggingarhæð úr 10 m í 12 m á hafnarsvæði nr. H401.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að gera ekki ahugasemd við að umsóknin fari til Skipulagsnefndar.
VG og óháð óska bókað að þar sem innviða og landbúnaðarnefnd gafst ekki tækifæri að bóka á á
skipulagsbreytinguna áður en hún var samþykkt síðast að með þeim breytingum sem samþykktar hafa verið varðandi Hesteyri 2 kemur byggingin til með að vera of nálægt götunni Hesteyrarmegin sem getur skapað hættu fyrir bæði umferð og gangandi vegfarendur. VG og óháð gera þó ekki athugasemd við hækkun byggingarinnar úr 10 m í 12.

Einar E. Einarsson óskar bókað: Undirritaður vill árétta að umrætt deiliskipulag er samþykkt af Skipulagsnefnd, sveitarstjórn Skagafjarðar og stimplað af Skipulagsstofnun, en sú breyting sem nú er til umfjöllunar snýr eingöngu að heimild til hækkunar á tilkomandi viðbyggingu við Vélaverkstæði KS.

Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi sat fundinn í fjarfundarbúnaði undir þessum lið.