Fara í efni

Aðalskipulagsbreyting - Verslun og þjónusta - Gýgjarhóll, Gýgjarhóll 1 og Gýgjarhóll 2

Málsnúmer 2406122

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 52. fundur - 13.06.2024

Sveitarfélagið Skagafjörður vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020 - 2035 sem felur í sér breytingu á landnotkun innan jarðamarka Gýgjarhóls, Gýgjarhóls 1 og Gýgjarhóls 2.
Sett er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi í vinnslu til kynningar sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felur í sér að skilgreina þrjú ný verslunar- og þjónustusvæði og nýtt skógræktarsvæði. Landnotkun sem breytingin nær til er skilgreind sem landbúnaðarland í núverandi aðalskipulagi.
Jörðinni Gýgjarhóll hefur verið skipt upp í nokkrar landspildur. Áform núverandi landeigenda Gýgjarhóls (L145974), Gýgjarhóls 1 (L233888) og Gýgjarhóls 2 (L233889) er að byggja upp ferðaþjónustu á löndum sínu og stunda skógræktar fyrir ofan 90 m hæð yfir sjávarmáli.
Breytingin felur í sér breytta landnotkun landbúnaðarsvæðis.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu Gýgjarhóls, SL-8, VÞ-14, VÞ-15 og VÞ-16 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 28. fundur - 19.06.2024

Vísað frá 52. fundi skipulagsnefndar frá 13. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Sveitarfélagið Skagafjörður vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020 - 2035 sem felur í sér breytingu á landnotkun innan jarðamarka Gýgjarhóls, Gýgjarhóls 1 og Gýgjarhóls 2. Sett er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi í vinnslu til kynningar sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að skilgreina þrjú ný verslunar- og þjónustusvæði og nýtt skógræktarsvæði. Landnotkun sem breytingin nær til er skilgreind sem landbúnaðarland í núverandi aðalskipulagi. Jörðinni Gýgjarhóll hefur verið skipt upp í nokkrar landspildur. Áform núverandi landeigenda Gýgjarhóls (L145974), Gýgjarhóls 1 (L233888) og Gýgjarhóls 2 (L233889) er að byggja upp ferðaþjónustu á löndum sínu og stunda skógræktar fyrir ofan 90 m hæð yfir sjávarmáli. Breytingin felur í sér breytta landnotkun landbúnaðarsvæðis.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu Gýgjarhóls, SL-8, VÞ-14, VÞ-15 og VÞ-16 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins."

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu Gýgjarhóls, SL-8, VÞ-14, VÞ-15 og VÞ-16 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010