Fara í efni

Aðalskipulagsbreyting - Verslun og þjónusta - Gýgjarhóll, Gýgjarhóll 1 og Gýgjarhóll 2

Málsnúmer 2406122

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 52. fundur - 13.06.2024

Sveitarfélagið Skagafjörður vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020 - 2035 sem felur í sér breytingu á landnotkun innan jarðamarka Gýgjarhóls, Gýgjarhóls 1 og Gýgjarhóls 2.
Sett er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi í vinnslu til kynningar sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felur í sér að skilgreina þrjú ný verslunar- og þjónustusvæði og nýtt skógræktarsvæði. Landnotkun sem breytingin nær til er skilgreind sem landbúnaðarland í núverandi aðalskipulagi.
Jörðinni Gýgjarhóll hefur verið skipt upp í nokkrar landspildur. Áform núverandi landeigenda Gýgjarhóls (L145974), Gýgjarhóls 1 (L233888) og Gýgjarhóls 2 (L233889) er að byggja upp ferðaþjónustu á löndum sínu og stunda skógræktar fyrir ofan 90 m hæð yfir sjávarmáli.
Breytingin felur í sér breytta landnotkun landbúnaðarsvæðis.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu Gýgjarhóls, SL-8, VÞ-14, VÞ-15 og VÞ-16 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 28. fundur - 19.06.2024

Vísað frá 52. fundi skipulagsnefndar frá 13. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Sveitarfélagið Skagafjörður vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020 - 2035 sem felur í sér breytingu á landnotkun innan jarðamarka Gýgjarhóls, Gýgjarhóls 1 og Gýgjarhóls 2. Sett er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi í vinnslu til kynningar sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felur í sér að skilgreina þrjú ný verslunar- og þjónustusvæði og nýtt skógræktarsvæði. Landnotkun sem breytingin nær til er skilgreind sem landbúnaðarland í núverandi aðalskipulagi. Jörðinni Gýgjarhóll hefur verið skipt upp í nokkrar landspildur. Áform núverandi landeigenda Gýgjarhóls (L145974), Gýgjarhóls 1 (L233888) og Gýgjarhóls 2 (L233889) er að byggja upp ferðaþjónustu á löndum sínu og stunda skógræktar fyrir ofan 90 m hæð yfir sjávarmáli. Breytingin felur í sér breytta landnotkun landbúnaðarsvæðis.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu Gýgjarhóls, SL-8, VÞ-14, VÞ-15 og VÞ-16 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins."

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu Gýgjarhóls, SL-8, VÞ-14, VÞ-15 og VÞ-16 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Skipulagsnefnd - 56. fundur - 23.08.2024


Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á vinnslustigi (breytingu á aðalskipulagi) fyrir "Gýgjarhóll, Gýgjarhóll 1 og Gýgjarhóll 2, Skagafirði" sem var í kynningu dagana 26.06.2024- 14.08.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 813/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/813.
1 umsögn gaf tilefni til minniháttar breytingar varðandi þinglýsta kvöð um helgunarsvæði vegna 66 kw háspennustrengs, lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu dags. ágúst 2024.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 30. fundur - 18.09.2024

Vísað frá 56. fundi skipulagsnefndar frá 23. ágúst sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

„Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á vinnslustigi (breytingu á aðalskipulagi) fyrir "Gýgjarhóll, Gýgjarhóll 1 og Gýgjarhóll 2, Skagafirði" sem var í kynningu dagana 26.06.2024- 14.08.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 813/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/813. 1 umsögn gaf tilefni til minniháttar breytingar varðandi þinglýsta kvöð um helgunarsvæði vegna 66 kw háspennustrengs, lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu dags. ágúst 2024.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sigurður H. Ingvarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, ofangreinda aðalskipulagsbreytingu til auglýsingar og felur skipulagsfulltrúa að senda skipulagsstofnun ofangreinda aðalskipulagsbreytingu, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.