Fara í efni

Aðalskipulagsbreyting - Litla-Gröf 2 - E-48

Málsnúmer 2406140

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 53. fundur - 27.06.2024

Sveitarfélagið Skagafjörður vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020 - 2035 sem felur í sér að bæta við nýju efnistöku- og efnislosunarsvæði E-48 í landi Litlu-Grafar 2.
Sett er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi í vinnslu til kynningar sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Landeigendur Litlu-Grafar 2 óska eftir breytingu á landnotkun á landi sínu og að hluta landsins verði breytt úr landbúnaðarnotkun í efnistöku- og efnislosunarsvæði.
Landeigendur telja þörf á að opna nýja námu á svæði milli Varmahlíðar og Sauðárkróks eftir að Reynistaðarnáma (E-45) sem skráð er í gildandi aðalskipulagi hefur verið lokað. Ný náma í landi Litlu-Grafar 2 myndi nýtast næstu áratugina við uppbyggingu á svæðinu.
Breytingin felur í sér nýtt efnistökusvæði E-48 í landi Litlu-Grafar 2 (L232798). Svæðið er miðju vegu á milli Varmahlíðar og Sauðárkróks. Svæðið er á landbúnaðarsvæði L1 í gildandi aðalskipulagi, flokki II, gott ræktunarland, ekkert ræktað land er innan efnistökusvæðisins eins og það er afmarkað en svæðið hefur ekki verið nýtt í landbúnaði nema ef til vill til beitar í fyrri tíð. Svæðið er aflíðandi hæð að mestu leyti mólendi og grasmói sem þekja malarhjalla. Vestan megin við hæðina liggur Sæmundará. Aðkoma að efnistökusvæðinu verður um Sauðárkróksbraut (75) um núverandi vegtengingu í landi Litlu-Grafar og liggur vegurinn um það bil 2 km leið upp ásinn í landspildu Litlu-Grafar, Litlu-Grafar 3 og Litlu-Grafar 2 við landamörk Stóru-Grafar Syðri. Vegtenging milli efnistökusvæða A og B verður um veg sem þverar Sauðárkrókslínu 1 og 2. Haft verður samráð við Landsnet við hönnun og framkvæmdir í námunda við raflínur Landsnets.
Við hönnun vegtengingar verður haft samráð við Vegagerðina varðandi vegsýn og bestu staðsetningu vegtengingar við Sauðárkróksbraut (75).
Áætlað er að vinna allt að 250.000 m3 efni úr námunni og að vinnslutími verður út gildistíma gildandi aðalskipulags. Samhliða endurskoðun gildandi aðalskipulags verður vinnslutími efnistökusvæðisins endurskoðaður.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu Litla-Gröf 2 - E-48 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Byggðarráð Skagafjarðar - 104. fundur - 03.07.2024

Vísað frá 53. fundi skipulagsnefndar þann 27. júní sl. til afgreiðslu byggðarráðs, þannig bókað:

"Sveitarfélagið Skagafjörður vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020 - 2035 sem felur í sér að bæta við nýju efnistöku- og efnislosunarsvæði E-48 í landi Litlu-Grafar 2.
Sett er fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi í vinnslu til kynningar sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Landeigendur Litlu-Grafar 2 óska eftir breytingu á landnotkun á landi sínu og að hluta landsins verði breytt úr landbúnaðarnotkun í efnistöku- og efnislosunarsvæði.
Landeigendur telja þörf á að opna nýja námu á svæði milli Varmahlíðar og Sauðárkróks eftir að Rauðamelsnámu (E-45) sem skráð er í gildandi aðalskipulagi hefur verið lokað. Ný náma í landi Litlu-Grafar 2 myndi nýtast næstu áratugina við uppbyggingu á svæðinu.
Breytingin felur í sér nýtt efnistökusvæði E-48 í landi Litlu-Grafar 2 (L232798). Svæðið er miðju vegu á milli Varmahlíðar og Sauðárkróks. Svæðið er á landbúnaðarsvæði L1 í gildandi aðalskipulagi, flokki II, gott ræktunarland, ekkert ræktað land er innan efnistökusvæðisins eins og það er afmarkað en svæðið hefur ekki verið nýtt í landbúnaði nema ef til vill til beitar í fyrri tíð. Svæðið er aflíðandi hæð að mestu leyti mólendi og grasmói sem þekja malarhjalla. Vestan megin við hæðina liggur Sæmundará. Aðkoma að efnistökusvæðinu verður um Sauðárkróksbraut (75) um núverandi vegtengingu í landi Litlu-Grafar og liggur vegurinn um það bil 2 km leið upp ásinn í landspildu Litlu-Grafar, Litlu-Grafar 3 og Litlu-Grafar 2 við landamörk Stóru-Grafar Syðri. Vegtenging milli efnistökusvæða A og B verður um veg sem þverar Sauðárkrókslínu 1 og 2. Haft verður samráð við Landsnet við hönnun og framkvæmdir í námunda við raflínur Landsnets.
Við hönnun vegtengingar verður haft samráð við Vegagerðina varðandi vegsýn og bestu staðsetningu vegtengingar við Sauðárkróksbraut (75).
Áætlað er að vinna allt að 250.000 m3 efni úr námunni og að vinnslutími verður út gildistíma gildandi aðalskipulags. Samhliða endurskoðun gildandi aðalskipulags verður vinnslutími efnistökusvæðisins endurskoðaður.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu Litla-Gröf 2 - E-48 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."

Byggðarráð samþykkir samhljóða að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu Litla-Gröf 2 - E-48 í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 57. fundur - 05.09.2024

Íris Anna Karlsdóttir skipulagsráðgjafi hjá VSÓ ráðgjöf sat fundarliðinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á vinnslustigi (breytingu á aðalskipulagi) fyrir "Litla-Gröf 2, efnistöku- og efnislosunarsvæði E-48" sem var í kynningu dagana 10.07.2024- 23.08.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 877/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/877.

Átta umsagnir bárust, þar af tvær sem gáfu tilefni til minniháttar breytinga, lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu dags. september 2024.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 30. fundur - 18.09.2024

Vísað frá 57. fundi skipulagsnefndar frá 5. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

„Íris Anna Karlsdóttir skipulagsráðgjafi hjá VSÓ ráðgjöf sat fundarliðinn í gegnum fjarfundarbúnað.

Farið yfir innsendar umsagnir við kynningu tillögu á vinnslustigi (breytingu á aðalskipulagi) fyrir "Litla-Gröf 2, efnistöku- og efnislosunarsvæði E-48" sem var í kynningu dagana 10.07.2024- 23.08.2024 í Skipulagsgáttinni mál nr. 877/2024, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2024/877.

Átta umsagnir bárust, þar af tvær sem gáfu tilefni til minniháttar breytinga, lögð fram tillaga að aðalskipulagsbreytingu dags. september 2024.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja ofangreinda aðalskipulagsbreytingingu og senda Skipulagsstofnun, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, ofangreinda aðalskipulagsbreytingu til auglýsingar og felur skipulagsfulltrúa að senda skipulagsstofnun ofangreinda aðalskipulagsbreytingu, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.