Fara í efni

Hofsós - Skólagata - Túngata - Deiliskipulag

Málsnúmer 2407101

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 59. fundur - 19.09.2024

Lögð fram skipulagslýsing fyrir “Hofsós, Skólagata og Túngata". Fyrirhugað skipulagssvæði er 1,3 ha að stærð og afmarkast af Suðurbraut að vestan, Skólagötu að norðan, Lindargötu að austan og Túngötu að sunnan. Innan svæðisins eru 3 fasteignir. Megin markmið skipulagsins eru m.a. að: skilgreina lóðir, byggingarreiti auk lóðarskilmála. Lögð verður áhersla á að skapa vistlegt og fallegt miðbæjarumhverfi. Aðkomuleiðir, bílastæði og gönguleiðir og tengingar innan svæðis.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna og Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.