Fara í efni

Þrastarstaðir L146605 - Beiðni um endurskoðun byggingarreits og endurnýjun byggingarleyfis

Málsnúmer 2409309

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 60. fundur - 03.10.2024

Fyrir liggur tölvupóstur eigenda Þrastarstaða dags. 25.09. 2024 (umsækjendur byggingarleyfis sem upphaflega var samþykkt af byggingarfulltrúa 29.10. 2019 og sem sótt hefur verið um endurnýjun á) þar sem þau óska eftir því að „að byggingarleyfi vegna íbúðarhúss á Þrastarstöðum verði skoðað aftur samkvæmt nýjum gögnum frá veðurstofunni sem ykkur á að hafa borist“. Einnig liggur fyrir tölvupóstur sem barst frá sömu aðilum hinn 26.09. 2024 sem sýnir uppdrátt sem skipulagsfulltrúi segir að hafi borist eftir að hún óskaði eftir því að umsækjendur sýni hvernig þau sjái fyrir sér hvernig skerða mætti byggingarreit þannig að hann nái ekki inná hættusvæði A skv. fyrirliggjandi hættumati Veðurstofu Íslands frá 05.07. 2024 (ranglega dags. 07.06. 2024), sbr. endurskoðun dags. 18.09. 2024.

Rétt þykir að sveitarstjórn leiti álits Skipulagsstofnunar skv. 18. gr. reglugerðar nr. 505/2000 á því hvort óska beri eftir frekara mati en nú liggur fyrir skv. framansögðu, áður en framkvæmdaleyfi verður útgefið. Skuli Skipulagsstofnun upplýst um það skilyrði/forsendu fyrir veitingu leyfis, verði það veitt, að byggingarreitur verði skertur skv. hnitsettri afmörkun sem skipulagsfulltrúa er falið að fá frá umsækjendum.

Fram fór umræða um hver málefnaleg rök geti legið til grundvallar afgreiðslu málsins.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að leita álits Skipulagsstofnunar skv. 18. gr. reglugerðar nr. 505/2000 áður en framkvæmdaleyfi verður tekið til endanlegrar afgreiðslu.