Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

419. fundur 30. nóvember 2021 kl. 15:00 - 16:45 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Málefni bensínstöðvar N1 á Hofsósi

Málsnúmer 2002003Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að vísa umsókn um framkvæmdaleyfi til staðfestingar sveitarstjórna Sveitarfélagins Skagafjarðar. Nefndin bókar jafnframt að hún telji aðgerðir ekki fullnægjandi með vísan til þess að Umhverfisstofnun tók lítið sem ekkert tillit til athugasemda sem sveitarfélagið gerði við tillögur stofnunarinnar að fyrirmælum um úrbætur vegna umhverfistjónsins.

2.Sveinstún

Málsnúmer 2105295Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja skipulagslýsingu fyrir Sveinstún í auglýsingu í samræmi við 40.gr skipulagslaga.

3.Keldur L146550 -Umsókn um framkvæmdaleyfi-skógrækt.

Málsnúmer 2109088Vakta málsnúmer

Magnús Oddson sækir um framkvæmdaleyfi fyrir 31 ha skógræktarsvæði í landi Keldna L146550 í Sléttuhlíð. Meðfylgjandi er uppdráttur dags. 08.08.2021 unnið af umsækjanda, gerir grein fyrir umbeðinni framkvæmd og innan framkvæmdasvæðis eru skráðar minjar sem tekið verður tillit til á framkvæmdartíma.
Fyrirliggur jákvæð umsögn minjavarðar Norðurlands vestra.
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur sveitarfélagið Skagafjörður farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila, umsagnir og viðbrögð framkvæmdaraðila vegna þeirra. Niðurstaða skipulag- og byggingarnefndar er að umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir skógrækt í landi Keldna í Sléttuhlíð sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur því til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verði veitt.

4.Keldur L146550 - Umsókn um byggingarreit.

Málsnúmer 2109098Vakta málsnúmer

Magnús Oddson sækir um samþykki fyrir byggingarreit fyrir vélaskemmu í landi Keldna L146550 í Sléttuhlíð. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir umbeðnum byggingarreit dags. 08.08.2021 unnið af umsækjanda. Fyrirliggur jákvæð umsögn minjavarðar Norðurlands vestra. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.

5.Suðurgata 22 - Fyrirspurn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2111158Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd hafnar erindinu þar sem það samræmist hvorki núgildandi aðalskipulagi né því sem nú bíður formlegrar staðfestingar og fyrirhuguð framkvæmd samræmist ekki núgildandi deiliskipulagi.

6.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 - Endurskoðun

Málsnúmer 1812032Vakta málsnúmer

Í lok fundar fór Skipulags- og byggingarnefnd á fund sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og þar kynnt aðalskipulagstillaga Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2021-2035 sem samþykkt var á síðasta fundi nefndarinnar þann 22.11.2021.
Stefán Gunnar Thors og Hlynur Torfi Torfason ráðgjafar hjá VSÓ verkfræðistofu sáu um kynningu tillögunnar.

Fundi slitið - kl. 16:45.