Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar
Dagskrá
Í upphafi fundar gerði forseti tillögu um að taka fyrir með afbrigðum, mál nr 1904119 sem er 9. liður á dagskrá byggðarráðs. Samþykkt samhljóða.
1.Byggðarráð Skagafjarðar - 864
Málsnúmer 1904021FVakta málsnúmer
Fundargerð 864. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 383. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gísli Sigurðsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 864 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 864. fundar byggðarráðs staðfest á 383. fundi sveitarstjórnar 24. apríl 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 864 Málið áður á dagskrá 863. fundar byggðarráðs. Á ársþingi SSNV sem haldið var 5. apríl 2019 var samþykkt tillaga um að vísa Samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra til umfjöllunar í sveitarstjórnum á starfssvæðinu. Byggðarráð samþykkti að vísa erindinu til umhverfis- og samgöngunefndar til umfjöllunar. Umhverfis- og samgöngunefnd fól sviðstjóra að taka saman athugasemdir nefndarinnar og vísar þeim til byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir að vísa ábendingum umhverfis- og samgöngunefndar til SSNV. Bókun fundar Afgreiðsla 864. fundar byggðarráðs staðfest á 383. fundi sveitarstjórnar 24. apríl 2019 með níu atkvæðum. - 1.3 1904150 Fyrirhugaðar framkvæmdir við lagningu ljósleiðara og dreifikerfis hitaveitu um dreifbýli í SkagafirðiByggðarráð Skagafjarðar - 864 Lagt fram bréf dagsett 9. apríl 2019 frá Kaupfélagi Skagfirðinga varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir sveitarfélagsins við lagningu ljósleiðara og dreifikerfis hitaveitu um dreifbýli í Skagafirði. Óskað er eftir formlegum viðræðum um hvernig aðkoma Kaupfélags Skagfirðinga gæti orðið til að hraða ofangreindum framkvæmdum.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og felur sveitarstjóra að boða forsvarsmenn Kaupfélags Skagfirðinga á fund ráðsins auk formanns veitunefndar og sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs. Bókun fundar Afgreiðsla 864. fundar byggðarráðs staðfest á 383. fundi sveitarstjórnar 24. apríl 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 864 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 864. fundar byggðarráðs staðfest á 383. fundi sveitarstjórnar 24. apríl 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 864 Lagður fram tölvupóstur úr máli 1904166 hjá sýslumannsembætti Norðurlands vestra, dagsettur 11. apríl 2019. Óskað er umsagnar um umsókn Ástu Ólafar Jónsdóttur, kt. 011160-4929, Jöklatúni 10, 550 Sauðárkróki, f.h. Pilsaþyts í Skagafirði, um tækifærisleyfi skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 vegna þjóðdansasýningar og gömludansaballs sem fyrirhugað er að halda þann 02.05. 2019 nk. í Félagsheimilinu Melsgili.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 864. fundar byggðarráðs staðfest á 383. fundi sveitarstjórnar 24. apríl 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 864 Lagt fram fundarboð frá Stapa lífeyrissjóði sem boðar til ársfundar sjóðsins þann 8. maí 2019 á Akureyri.
Byggðarráð samþykkir fela sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 864. fundar byggðarráðs staðfest á 383. fundi sveitarstjórnar 24. apríl 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 864 Lagður fram tölvupóstur úr máli 1904176 hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsettur 12. apríl 2019. Sigmundur Jóhannesson, kt. 210865-4899, Brekkukoti, 566 Hofsós, sækir um f.h. Félagsheimilisins Höfðaborgar, kt. 471074-0479, um rekstrarleyfi til sölu veitinga, flokkur II - samkomusalir, að Skólagötu, 565 Hofsós. Fasteignanúmer 214-3660.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 864. fundar byggðarráðs staðfest á 383. fundi sveitarstjórnar 24. apríl 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 864 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 22. mars 2019 frá nefndasviði Alþingis. Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð, 710. mál.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 864. fundar byggðarráðs staðfest á 383. fundi sveitarstjórnar 24. apríl 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 864 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. apríl 2019 frá nefndasviði Alþingis. Utanríkismálanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn (þriðji orkupakkinn), 777. mál.
Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr, 4 "Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um tillögu til þingsályktunar um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 932017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) 777. mál." Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 864 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. apríl 2019 frá nefndasviði Alþingis. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, 801. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 864. fundar byggðarráðs staðfest á 383. fundi sveitarstjórnar 24. apríl 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 864 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. apríl 2019 frá nefndasviði Alþingis. Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (stjórnvaldssektir og eftirlit með gististarfsemi), 784. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 864. fundar byggðarráðs staðfest á 383. fundi sveitarstjórnar 24. apríl 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 864 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. apríl 2019 frá nefndasviði Alþingis. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um lýðskóla, 798. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 864. fundar byggðarráðs staðfest á 383. fundi sveitarstjórnar 24. apríl 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 864 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. apríl 2019 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.), 775. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 864. fundar byggðarráðs staðfest á 383. fundi sveitarstjórnar 24. apríl 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 864 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. apríl 2019 frá nefndasviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða, 778. mál. Bókun fundar Afgreiðsla 864. fundar byggðarráðs staðfest á 383. fundi sveitarstjórnar 24. apríl 2019 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 864 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 12. apríl 2019 frá nefndasviði Alþingis. Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum (tilvísun í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku), 792. mál.
Tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 791. mál.
Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um Orkustofnun (EES-reglur, viðurlagaákvæði), 782. mál.
Bókun fundar Afgreiðsla 864. fundar byggðarráðs staðfest á 383. fundi sveitarstjórnar 24. apríl 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 864 Málið áður á dagskrá 863. fundar byggðarráðs. Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis dagsettur 4. apríl 2019. Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl. (innflutningur búfjárafurða), 766. mál.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir vonbrigðum með frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl. (innflutningur búfjárafurða) og telur að verði það lögfest muni það ógna lýðheilsu þjóðarinnar og heilbrigði búfjár í landinu. Þegar hefur komið fram að Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) telur sýklalyfjaónæmi eina helstu ógn sem steðjar að lýðheilsu í heiminum í dag. Það er skoðun byggðarráðs að lýðheilsa og matvælaöryggi eigi ávallt að vega þyngra en viðskiptahagsmunir. Flestar þjóðir eru með virkar varnir til handa innlendri matvælaframleiðslu, til viðhalds matvælaöryggi, framleiðslu heilnæmra búvara og til að viðhalda byggð.
Byggðarráð leggur áherslu á sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar og hvetur íslensk stjórnvöld til að kanna hvort endurskoða megi viðkomandi ákvæði innan EES-samningsins með það að markmiði að sækja um undanþágu fyrir Ísland vegna lítillar notkunar á sýklalyfjum í landbúnaði og alþjóðlegra skuldbindinga hvað varðar verndun íslenskra búfjárkynja. Jafnframt að tryggja að búfjárafurðir sem fluttar eru til Íslands séu ekki framleiddar þar sem ekki er gerð eins ríkuleg krafa um dýravelferð en farið er fram á gagnvart íslenskum framleiðendum, og að kröfur um sláturhús, kjötvinnslur og sýnatökur verði ekki minni gagnvart innflutningi búfjárfurða frá EES-löndum en eru hér á landi. Þá verði sett ríkuleg skilyrði um upprunamerkingar og rekjanleika innfluttra afurða, auk þess sem eftirlit með matvælum verði stóreflt og skyndisýnatökum beitt í því skyni. Miðað við núverandi stöðu er smitvörnum hér á landi einnig verulega ábótavant og því brýn nauðsyn að sporna með öllum ráðum við því að smitsjúkdómar berist til landsins í innlenda búfjárstofna.
Verði frumvarpið að lögum mun það hafa neikvæð áhrif á starfsumhverfi landbúnaðarins en í Skagafirði eru hundruð beinna og óbeinna starfa tengd landbúnaði í héraðinu. Það væri í hæsta máta óábyrgt af Alþingi Íslendinga að samþykkja frumvarp sem hefur slíkar afleiðingar án þess að tryggja samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar, endurskoða tollasamninga og móta framtíðarsýn fyrir atvinnugreinina.
Fyrir liggur að ráðherra hefur lagt fram aðgerðaáætlun í 15 liðum sem ætlað er að bregðast við ýmsum mögulegum neikvæðum afleiðingum frumvarpsins. Nokkrar þeirra eru hluti af frumvarpinu. Allar þessar aðgerðir geta vissulega haft jákvæð áhrif en gera verður alvarlegar athugasemdir við að margar þeirra eru ýmist óútfærðar, ófjármagnaðar eða hvort tveggja. Að teknu tilliti til þess er alveg ljóst að flestar aðgerðanna munu ekki verða komnar í framkvæmd þann 1. september þegar lagt er til að frumvarpið taki gildi. Það er því alger lágmarskrafa ef frumvarpið verður að lögum taki það ekki gildi fyrr en að minnsta kosti að þremur árum liðnum, til að tími gefist til að útfæra og fjármagna þær aðgerðir sem nú eru vanbúnar. Annað væri hreint ábyrgðarleysi af hálfu Alþingis. Bókun fundar Gísli Sigurðsson lagði til að sveitarstjórn tæki undir bókun byggðarráðs svohljóðandi:
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar lýsir yfir vonbrigðum með frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl. (innflutningur búfjárafurða) og telur að verði það lögfest muni það ógna lýðheilsu þjóðarinnar og heilbrigði búfjár í landinu. Þegar hefur komið fram að Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) telur sýklalyfjaónæmi eina helstu ógn sem steðjar að lýðheilsu í heiminum í dag. Það er skoðun sveitarfélagsins að lýðheilsa og matvælaöryggi eigi ávallt að vega þyngra en viðskiptahagsmunir. Flestar þjóðir eru með virkar varnir til handa innlendri matvælaframleiðslu, til viðhalds matvælaöryggi, framleiðslu heilnæmra búvara og til að viðhalda byggð. Sveitarfélagið Skagafjörður leggur áherslu á sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar og hvetur íslensk stjórnvöld til að kanna hvort endurskoða megi viðkomandi ákvæði innan EES-samningsins með það að markmiði að sækja um undanþágu fyrir Ísland vegna lítillar notkunar á sýklalyfjum í landbúnaði og alþjóðlegra skuldbindinga hvað varðar verndun íslenskra búfjárkynja. Jafnframt að tryggja að búfjárafurðir sem fluttar eru til Íslands séu ekki framleiddar þar sem ekki er gerð eins ríkuleg krafa um dýravelferð en farið er fram á gagnvart íslenskum framleiðendum, og að kröfur um sláturhús, kjötvinnslur og sýnatökur verði ekki minni gagnvart innflutningi búfjárfurða frá EES-löndum en eru hér á landi. Þá verði sett ríkuleg skilyrði um upprunamerkingar og rekjanleika innfluttra afurða, auk þess sem eftirlit með matvælum verði stóreflt og skyndisýnatökum beitt í því skyni. Miðað við núverandi stöðu er smitvörnum hér á landi einnig verulega ábótavant og því brýn nauðsyn að sporna með öllum ráðum við því að smitsjúkdómar berist til landsins í innlenda búfjárstofna. Verði frumvarpið að lögum mun það hafa neikvæð áhrif á starfsumhverfi landbúnaðarins en í Skagafirði eru hundruð beinna og óbeinna starfa tengd landbúnaði í héraðinu. Það væri í hæsta máta óábyrgt af Alþingi Íslendinga að samþykkja frumvarp sem hefur slíkar afleiðingar án þess að tryggja samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar, endurskoða tollasamninga og móta framtíðarsýn fyrir atvinnugreinina. Fyrir liggur að ráðherra hefur lagt fram aðgerðaáætlun í 15 liðum sem ætlað er að bregðast við ýmsum mögulegum neikvæðum afleiðingum frumvarpsins. Nokkrar þeirra eru hluti af frumvarpinu. Allar þessar aðgerðir geta vissulega haft jákvæð áhrif en gera verður alvarlegar athugasemdir við að margar þeirra eru ýmist óútfærðar, ófjármagnaðar eða hvort tveggja. Að teknu tilliti til þess er alveg ljóst að flestar aðgerðanna munu ekki verða komnar í framkvæmd þann 1. september þegar lagt er til að frumvarpið taki gildi. Það er því alger lágmarkskrafa ef frumvarpið verður að lögum taki það ekki gildi fyrr en að minnsta kosti að þremur árum liðnum, til að tími gefist til að útfæra og fjármagna þær aðgerðir sem nú eru vanbúnar. Annað væri hreint ábyrgðarleysi af hálfu Alþingis.
Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
Afgreiðsla 864. fundar byggðarráðs staðfest á 383. fundi sveitarstjórnar 24. apríl 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 864 Málið áður á dagskrá 863. fundar byggðarráðs. Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. apríl 2019 frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem ráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 111/2019 - Verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar harmar að nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu óski aðeins eftir umsögnum um þætti sem lúta að skipulagi og mörkum slíks þjóðgarðs en ekki um kosti og galla þess yfir höfuð að stofna þjóðgarðinn.
Má í því sambandi vitna til reynslunnar af stofnun og rekstri þeirra þjóðgarða sem þegar hafa verið stofnaðir og er hér vísað til umsagnar Sveitarfélagsins Hornafjarðar um fyrirhugaða stofnun miðhálendisþjóðgarðs, en í umsögn þess dags. 21. desember 2018 segir: „mikilvægt er að tryggja þjóðgörðum sem fyrir eru í landinu rekstrargrundvöll áður en lögð er áhersla á að stofna nýjan þjóðgarð.“
Stofnun og rekstur þjóðgarðs kalla á mikið fjármagn ef vel á að standa að málum varðandi uppbyggingu innviða, viðhald o.fl. Má þar vitna til verkefna eins og viðhald vega, merkingar, fráveitumál og viðhald eigna. Ef þjóðgarður á að geta byggt upp atvinnu og stutt við búsetu á nærsvæðum þjóðgarðs þarf fjármagn að fylgja slíkri fyrirætlan. Einnig ef þjóðgarður á að bjóða upp á aðgengi og möguleika til útivistar, sérstakar aðgerðir gagnvart öryggismálum og vöktun, og að laða að ferðamenn.
Þá þarf að útfæra með mjög skýrum hætti hvernig samstarfi við heimamenn á hverjum stað verði háttað og hver þeirra réttindi verða, t.a.m. hvað varðar nytjarétt eins og beitarnýtingu og veiði. Í umræddum drögum sem nú eru til umsagnar er t.d. aðeins tekið þannig til orða að stefnt sé að því að „viðhalda réttindum sem nú þegar eru tryggð í þjóðlendum, s.s. fyrir sveitarfélög og/eða aðila sem stunda atvinnurekstur“ í stað þess að kveða skýrt á um að þau réttindi haldist.
Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum. Með öðrum orðum er verið að skerða skipulagsvald sveitarfélaganna. Sporin hræða í þeim efnum.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar telur rétt að áður en lengra er haldið áfram með undirbúning stofnunar þjóðgarðs á miðhálendinu verði hugað að stöðu, hlutverki og vilja sveitarfélaganna til verkefnisins. Jafnframt verði teknar saman upplýsingar um stöðu annarra þjóðgarða, rekstrargrundvöll þeirra og hvernig mat heimamanna á hverjum stað fyrir sig er á að til hafi tekist. Bókun fundar Gísli Sigurðsson lagði til að sveitarstjórn tæki undir bókun byggðarráðs svohljóðandi:
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar harmar að nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu óski aðeins eftir umsögnum um þætti sem lúta að skipulagi og mörkum slíks þjóðgarðs en ekki um kosti og galla þess yfir höfuð að stofna þjóðgarðinn. Má í því sambandi vitna til reynslunnar af stofnun og rekstri þeirra þjóðgarða sem þegar hafa verið stofnaðir og er hér vísað til umsagnar Sveitarfélagsins Hornafjarðar um fyrirhugaða stofnun miðhálendisþjóðgarðs, en í umsögn þess dags. 21. desember 2018 segir: „mikilvægt er að tryggja þjóðgörðum sem fyrir eru í landinu rekstrargrundvöll áður en lögð er áhersla á að stofna nýjan þjóðgarð.“ Stofnun og rekstur þjóðgarðs kalla á mikið fjármagn ef vel á að standa að málum varðandi uppbyggingu innviða, viðhald o.fl. Má þar vitna til verkefna eins og viðhald vega, merkingar, fráveitumál og viðhald eigna. Ef þjóðgarður á að geta byggt upp atvinnu og stutt við búsetu á nærsvæðum þjóðgarðs þarf fjármagn að fylgja slíkri fyrirætlan. Einnig ef þjóðgarður á að bjóða upp á aðgengi og möguleika til útivistar, sérstakar aðgerðir gagnvart öryggismálum og vöktun, og að laða að ferðamenn. Þá þarf að útfæra með mjög skýrum hætti hvernig samstarfi við heimamenn á hverjum stað verði háttað og hver þeirra réttindi verða, t.a.m. hvað varðar nytjarétt eins og beitarnýtingu og veiði. Í umræddum drögum sem nú eru til umsagnar er t.d. aðeins tekið þannig til orða að stefnt sé að því að „viðhalda réttindum sem nú þegar eru tryggð í þjóðlendum, s.s. fyrir sveitarfélög og/eða aðila sem stunda atvinnurekstur“ í stað þess að kveða skýrt á um að þau réttindi haldist. Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu er verið að færa hluta skipulagsvalds sveitarfélaganna yfir til stjórnunar- og verndaráætlana sem binda hendur sveitarfélaganna hvað varðar uppbyggingu innviða og vernd og nýtingu á umræddum svæðum. Með öðrum orðum er verið að skerða skipulagsvald sveitarfélaganna. Sporin hræða í þeim efnum. Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar telur rétt að áður en lengra er haldið áfram með undirbúning stofnunar þjóðgarðs á miðhálendinu verði hugað að stöðu, hlutverki og vilja sveitarfélaganna til verkefnisins. Jafnframt verði teknar saman upplýsingar um stöðu annarra þjóðgarða, rekstrargrundvöll þeirra og hvernig mat heimamanna á hverjum stað fyrir sig er á að til hafi tekist.
Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
Afgreiðsla 864. fundar byggðarráðs staðfest á 383. fundi sveitarstjórnar 24. apríl 2019 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 864 Lagt fram til kynningar minnisblað dagsett 8. apríl 2019 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi vorþing Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins: "Bæjarstjórar standa vörð um lýðræðið". Bókun fundar Afgreiðsla 864. fundar byggðarráðs staðfest á 383. fundi sveitarstjórnar 24. apríl 2019 með níu atkvæðum.
2.Skipulags- og byggingarnefnd - 346
Málsnúmer 1904015FVakta málsnúmer
Fundargerð 346. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 383. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarson, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 346 Fyrir liggur tillaga um breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Tillagan hefur verið kynnt í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan gerir grein fyrir 7 breytingartillögum sem snúa að: (A) Legu Blöndulínu 3, (B) Sauðárkrókslínu 2, (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt úr skipulagi, (E) nýju tengivirki og jarðstrengjum í þéttbýli Sauðárkróks, (F) nýjum efnistökusvæðum og (G) stækkun iðnaðarsvæðis við Varmahlíð.
Við kynningu á tillögunum komu fram fjöldi umsagna, ábendinga og athugasemdir. Flestar vegna legu Blöndulínu 3, sbr.fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar frá 1. apríl 2019. Þá hefur nefndin lagt mikla vinnu í að greina og bregðast við þeim athugasemdum sem komu fram á auglýsingartímanum.
Varðandi lið (A) Legu Blöndulínu 3, hafa meðal annars verið gerðar breytingar á legu raflínunnar og legu fyrirhugaðs jarðstrengs til að lágmarka sem mest áhrif á íbúa og umhverfi. Þær breytingar hafa þegar verið kynntar viðeigandi jarðareigendum með bréfi og hafa borist svör við því.
Í vinnu skipulags- og bygginganefndar hefur verið farið ítarlega yfir valkosti og umhverfismat þeirra leiða sem bornar voru saman og lagðir fram skilmálar og stefna sem tekur mið af hagsmunum sveitarfélagsins. Að mati fulltrúa meirihluta nefndarinnar er mikilvægt að leggja fram stefnu sveitarfélagsins í uppbyggingu flutningskerfisins. Þær megin breytingar sem gerðar hafa verið á tillögunni eftir að auglýsingartíma lauk eru:
1.Legu raflínu og jarðstrengs breytt í landi Saurbæjar, Brenniborgar og Vindheima, sbr. breytingatillaga frá 1. apríl 2019. Við það lengist fyrirhugaður jarðstrengur úr 3,4 km í 3,8 km en um leið er tryggt að enginn bær sé innan við 700 metra frá fyrirhugaðri loftlínu. Lagt er til að lega strengsins verði vestan Svartár, á landamerkjum Saurbæjar norðan Daufár, og austur fyrir Vindheima. Lega loftínu vestan Svartár breytist einnig á stuttum kafla austan Efribyggðar. Hún mun þannig fylgja betur hæðarmun í landi en fyrri tillaga, til að draga úr sýnileika línunnar.
2. Gerð er krafa um að núverandi byggðalínur, það eru Rangárvallalína og Blöndulína 2, fari allar í jörðu innan tveggja ára eftir að Blöndulína 3 kemur en það er gert til að fylgja eftir þeirri stefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar að fjölga ekki loftlínum í sveitarfélaginu.
3. Gerð er krafa um að engin grindarmöstur verði í Blöndulínu 3 heldur einungis tveggja staura möstur, en sú krafa dregur verulega úr sjónmengun línunnar.
4. Í fyrirhuguðu verkefnaráði allra sveitarfélaga og ýmissa annarra hagsmunaaðila sem sett verður á laggirnar um byggingu línunnar gerir Sveitarfélagið Skagafjörður kröfu um að verkefnaráðið láti fara fram óháð mat á forsendum og hámarkslengdum jarðstrengja á línu leiðinni.
5. Gerðir eru fyrirvarar um breytingu á kröfum Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna t.d. hugsanlegra tækniframfara sem gætu orðið frá núverandi tímapunkti og þar til framkvæmdir hefjast.
6. Í umhverfisskýrsluna hefur verið bætt upplýsingum og kröfum vegna hávaða, raf- og segulsviðs frá háspennulínum.
7. Settir hafa verið skilmálar um þætti sem Landsnet þarf að skoða sérstaklega í mati á umhverfisáhrifum á Blöndulínu s.s. ásýnd og sýnileiki, áhrif á lífríki Svartár og Héraðsvatna, á votlendi og vegna efnistöku.
Meirihluti Skipulags og byggingarnefndar telur að með samþykki Orkustofnunar á kerfisáætlun liggi fyrir nægjanleg rök fyrir þörf á Blöndulínu 3 og almannahagsmunir liggi þar undir varðandi framtíðar innviði raforkukerfisins á Norðurlandi. Ljóst er að línulagnir sem þessar verða alltaf umdeildar, en áður en Blöndulína 3 verður að veruleika er mikil vinna óunnin sem getur haft áhrif á stefnu sveitarfélagsins. Engu að síður er sveitarfélagið nú búið að leggja fram sína skilmála varðandi Blöndulínu 3 útfrá þeim upplýsingum sem liggja fyrir og er sveitarfélagið þannig tilbúið til að halda áfram vinnunni sem framundan er vegna línunnar.
Engar athugasemdir hafa borist varðandi liði (B) Sauðárkrókslína 2, (D) Urðunarsvæði við Brimnes fellt út, (E) Nýtt tengivirki og jarðstrengir í þéttbýli Sauðárkróks og (G) Stækkun iðnaðarsvæðis í Varmahlíð.
Varðandi lið (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta þá var í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, skipulagi Villinganesvirkjunar (SF-1.1) og Skatastaðavirkjunar (SF-1.2) frestað. Í gildi er verndar- og orkunýtingaráætlun landsvæða (2. áfangi rammáætlunar), sem samþykkt var á Alþingi 14. janúar 2013. Þar eru Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun settar í biðflokk. Samkvæmt skipulagsreglugerð nr. 90/2013 eru svæði sem eru skilgreind í biðflokki í verndar- og orkunýtingaráætlun svokölluð varúðarsvæði. Því eru svæðin, Villinganesvirkjunar og Skatastaðavirkjunar, afmörkuð á uppdrætti sem varúðarsvæði.
Varðandi lið (F) Ný efnistökusvæði, þá er þegar að framkvæmdum kemur aðgengi að efnisnámun nauðsyn. Staðsetning náma miðast við að ekki þurfi að flytja efni um langan veg og að þær valdi ekki verulegum umhverfisáhrifum. Efnistökusvæði í tengslum við Blöndulínu 3 verða endurskoðuð í umhverfismati og að því loknu gæti þurft að taka afstöðu til þess að bæta við eða eftir atvikum fella út efnistökusvæði í Skagafirði.
Í samræmi við lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana hefur Skipulags og byggingarnefnd litið til umhverfisskýrslu aðalskipulagsbreytinga við mótun skipulagsins. Í skipulagsgreinargerð er gerð grein fyrir því hvernig umhverfissjónarmið eru felld inn í áætlunina, hvernig höfð hefur verið hliðsjón af umhverfismati við mótun skipulagstillögu og þeim umsögnum og athugasemdum sem hafa borist. Í greinargerð fylgir rökstuðningur fyrir endanlegri áætlun, þ.m.t. legu Blöndulínu 3, í ljósi þeirra valkosta sem voru til skoðunar.
Fulltrúar meirihluta Skipulags og byggingarnefndar leggja til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi breytingatillögu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, sem var með hliðsjón af athugasemdum og umsögnum uppfærð og breytt 16. apríl 2019, skv. 32. gr. skipulagslaga.
Sveinn Úlfarsson óskar bókað:
Fulltrúar Byggðalista munu sitja hjá við atkvæðagreiðslu um fyrirliggjandi breytingartillögu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Vinna við breytingartillögu þessa á sér langan aðdraganda og hefur Byggðalistinn lítið komið að vinnu við hana. Svo dæmi séu tekin hafði stefna sveitarfélagsins um leiðarval á Blöndulínu 3 þegar verið mikið mótuð. Við höfum því ákveðið að taka ekki afstöðu í máli sem við höfum eins lítið komið að og raun ber vitni. Þær breytingar sem hafa verið gerðar við vinnslu tillögunnar teljum við vera góðar. Jafnframt teljum við að þær kröfur og þeir skilmálar sem settir eru vera til þess fallnir að verja hagsmuni sveitarfélagsins. Verði þeim ekki framfylgt þegar til framkæmda kemur, teljum við mikilvægt að vinna nýja tillögu, jafnvel alveg frá grunni. Vinnan í nefndinni hefur verið góð og vert er að hrósa starfsmönnum sveitarfélagsins sem og nefndarmönnum fyrir sitt framlag.
Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað:
Sveitarfélaginu ber að gæta hagsmuna íbúa Skagafjarðar og landeigenda í hvívetna og beita sér til þess á öllum stigum. Því ætti að bregðast betur við þeim ítrekuðu athugasemdum sem komu fram sérstaklega hvað varðar bið eftir umhverfismati og frekari athugun á Kiðaskarðsleið.
Blöndulína 3 er ekki á framkvæmdaáætlun Landsnets til næstu þriggja ára samkvæmt kerfisáætlun og umhverfismat línunnar liggur ekki fyrir. Að setja Blöndulínu 3 á Aðalskipulag Skagafjarðar er því ótímabært að svo stöddu.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 4 á dagskránni, "Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar". Samþykkt samhljóða. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 346 Jónas Kristinn Gunnarsson kt. 280974-3669 sækir um lóðina Melatún 5 á Sauðárkróki fyrir einbýlishús. Samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 346. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 383. fundi sveitarstjórnar 24. apríl 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 346 Sverrir Þór Kristjánsson kt 290560-2419 sækir um lóðina Melatún 2 á Sauðárkróki fyrir einbýlishús. Samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 346. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 383. fundi sveitarstjórnar 24. apríl 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 346 Tryggvi Pálsson kt. 191088-2989 sækir um lóðina Birkimel 26 í Varmahlíð fyrir einbýlishús. Samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 346. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 383. fundi sveitarstjórnar 24. apríl 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 346 RARIK óskar eftir því að fá lóð undir spennistöð við Borgarland á Sauðárkróki. Húsið er innflutt af gerðinni ABB Magnum 400. Stærð B-2,2m. L=4,0m. H=2,46.
Fylgigögn með umsókn eru drög af hugsanlegri staðsetningu lóðar og teikning af væntanlegu spennistöðvarhúsi. Samþykkt að stofna 25m² lóði undir spennistöðuna. Lóðin fær heitið Borgarland 2.
Bókun fundar Afgreiðsla 346. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 383. fundi sveitarstjórnar 24. apríl 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 346 Fyrir liggur erindi frá Kollgátu arkitektum þar sem óskað er eftir staðfestingu Skipulags- og byggingarnefndar á skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar deilskipulagsgerðar á landinu Neðri-Ás 2 land 3, landnúmer 223410 og Neðri-Ás 2 land 4, landnúmer 223411. Umsókn Kollgátu er fh. eigenda ofangreindra landa.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að kynna skipulagslýsinguna í samræmi við ákvæði 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 og heimilar landeigendum að láta vinna fyrirhugað deiliskipulag.
Bókun fundar Afgreiðsla 346. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 383. fundi sveitarstjórnar 24. apríl 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 346 Fyrirliggjandi er umsókn Indriða Þórs Einarssonar sviðsstjóra veitu og framkvæmdasviðs fh. sveitarfélagsins um heimild til girða af núverandi móttökusvæði, gámasvæði, fyrir sorp í Varmahlíð. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gera nákvæmari tillögu að staðsetningu og skoða jafnframt lóðarmál þeirra fasteigna sem eru á umræddu svæði.
Bókun fundar Afgreiðsla 346. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 383. fundi sveitarstjórnar 24. apríl 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 346 Hrefna Jóhannesdóttir oddviti, fh. Akrahrepps og Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri, fh. Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sækja um leyfi til að byggja þjónustuhús við Byggðasafnið í Gaumbæ, Skagafirði landnúmer 146033. Meðfylgjandi uppdráttur gerður af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðing. Uppdráttur er í verki númer 190214, nr. 01 og er hann dagsettur 25.03.2019. Samþykkt að veita stöðuleyfi. Stöðuleyfi gildir til 1. maí 2020 Bókun fundar Afgreiðsla 346. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 383. fundi sveitarstjórnar 24. apríl 2019 með níu atkvæðum.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 346 Indriði Þór Einarsson sviðstjóri veitu- og framkvæmdasviðs óskar eftir framkvæmdaleyfi fh. Skagafjarðarveitna hitaveitu kt. 681212-0350, til að leggja hitaveitulagnir frá Hofsósi að Neðri-Ási og að Ásgarðsbæjum. Lagðir verða ljósleiðarastrengir með hitaveitulögnunum að öllum lögheimilum á svæðinu. Meðfylgjandi gögn eru teikningar dagsettar 8. mars 2019, unnar af Verkfræðistofunni Stoð ehf. Teikningar dagsettar 20. febrúar 2019, unnar af Mílu ehf. Samningar við lendeigendur og minjaskráning mun liggja fyrir áður en frankvæmdir hefjast. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 346. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 383. fundi sveitarstjórnar 24. apríl 2019 með níu atkvæðum. - 2.10 1904096 Syðri-Hofdalir 146421, 197709, 174761 og 222113 - Umsókn um landskipti, stækkun lóðar og breytt eignarheitiSkipulags- og byggingarnefnd - 346 Þinglýstir eigendur jarðarinnar Syðri-Hofdalir (landnr. 146421) og lóðanna Syðri-Hofdalir, lóð (landnr. 197709), Syðri-Hofdalir, lóð (landnr. 174761) og Syðri-Hofdalir, lóð 3 (landnr. 222113) óska með bréfi dagsettu 8. apríl 2019 heimildar til eftirfarandi breytinga:
1. Að breyta stærð lóðarinnar Syðri-Hofdalir, lóð landnr. 197709, og að heiti lóðarinnar verði Syðri-Hofdalir 1.
2. Að heiti lóðarinnar Syðri-Hofdalir, lóð landnr. 174761, verði Syðri-Hofdalir 2.
3. Að skipta lóð úr landi Syðri-Hofdala (landnr. 146421) og nefna lóðina Syðri-Hofdalir 3
4. Að heiti lóðarinnar Syðri-Hofdalir, lóð 3 landnr. 222113 verði Syðri-Hofdalir, dæluhús.
Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. af Atla Gunnari Arnórssyni gera grein fyrir erindinu. Uppdrættir í verki 721307 nr. S-101 og S-102 dagsettir 8. apríl 2019.
Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
Bókun fundar Afgreiðsla 346. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 383. fundi sveitarstjórnar 24. apríl 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 346 Erla Björk Helgadóttir kt. 101181-5109 og Ómar Feykir Sveinsson kt. 161181-5529 Víðimel óska heimildar til að gera íbúðarhúsið að Víðimel að einni íbúð. Um er að ræða íbúð á neðri F2140757 og efri hæð F2140758.
Skipulags- og byggignarnefnd felur byggingarfulltrúa að afgreiða erindið að fengnum nýjum og breyttum aðaluppdráttum.
Bókun fundar Afgreiðsla 346. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 383. fundi sveitarstjórnar 24. apríl 2019 með níu atkvæðum. -
Skipulags- og byggingarnefnd - 346 83. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar Bókun fundar Afgreiðsla 346. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 383. fundi sveitarstjórnar 24. apríl 2019 með níu atkvæðum.
3.Skipulags- og byggingarnefnd - 347
Málsnúmer 1904019FVakta málsnúmer
Fundargerð 347. fundar skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 383. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Skipulags- og byggingarnefnd - 347 Farið var yfir vinnuferlið varðandi breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 og þær breytingar sem gerðar hafa verið á tillögunni að teknu tilliti til athugasemda og ábendinga sem fram komu í kynningarferlinu. Stefán Gunnar Thors skipulagsráðgjafi hjá VSÓ ráðgjöf annaðist kynninguna fh. skipulagsnefndar.
Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. 4 á dagskránni, "Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar". Samþykkt samhljóða.
4.Umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um tillögu til þingsályktunar um ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 932017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) 777. mál.
Málsnúmer 1904119Vakta málsnúmer
Forseti sveitarstjórnar Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, leggur fram neðangreinda ályktun.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar áréttar að orkuauðlindin er ein af mikilvægustu forsendum velmegunar í landinu. Mikilvægi þess að allar ákvarðanir í orkumálum verði í höndum Íslendinga er því ótvírætt. Skal í því sambandi minnt á að stjórnarskrá Íslands leyfir ekki framsal ríkisvalds til erlendra stofnana. Aðstæður Íslands í orkumálum eru gjörólíkar þeim sem liggja til grundvallar orkulöggjöf ESB og því er óskynsamlegt að innleiða það regluverk hér. Ísland hefur í dag enga tengingu við orkumarkað ESB og telur sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar slíka tengingu ekki þjóna hagsmunum landsmanna. Sveitarstjórn telur því rétt að Alþingi og ríkisstjórn skuli leita eftir undanþágu frá innleiðingu þriðja orkupakkans.
Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar áréttar að orkuauðlindin er ein af mikilvægustu forsendum velmegunar í landinu. Mikilvægi þess að allar ákvarðanir í orkumálum verði í höndum Íslendinga er því ótvírætt. Skal í því sambandi minnt á að stjórnarskrá Íslands leyfir ekki framsal ríkisvalds til erlendra stofnana. Aðstæður Íslands í orkumálum eru gjörólíkar þeim sem liggja til grundvallar orkulöggjöf ESB og því er óskynsamlegt að innleiða það regluverk hér. Ísland hefur í dag enga tengingu við orkumarkað ESB og telur sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar slíka tengingu ekki þjóna hagsmunum landsmanna. Sveitarstjórn telur því rétt að Alþingi og ríkisstjórn skuli leita eftir undanþágu frá innleiðingu þriðja orkupakkans.
Borið upp til afgreiðslu og samþykkt með níu atkvæðum.
5.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Málsnúmer 1701316Vakta málsnúmer
Vísað frá 347. fundi skipulags- og byggingarnefndar sem haldinn var 16. apríl 2019 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Forseti sveitarstjórnar lagði fram eftirfarandi samantekt um málið.
Fyrir liggur tillaga um breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Tillagan hefur verið kynnt í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan gerir grein fyrir 7 breytingartillögum sem snúa að: (A) Legu Blöndulínu 3, (B) Sauðárkrókslínu 2, (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt úr skipulagi, (E) nýju tengivirki og jarðstrengjum í þéttbýli Sauðárkróks, (F) nýjum efnistökusvæðum og (G) stækkun iðnaðarsvæðis við Varmahlíð.
Við kynningu á tillögunum komu fram fjöldi umsagna, ábendinga og athugasemdir. Flestar vegna legu Blöndulínu 3, sbr. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 1. apríl 2019. Hefur mikil vinna verið lögð í að greina og bregðast við þeim athugasemdum sem komu fram á auglýsingartímanum. Í þeirri vinnu hefur verið farið ítarlega yfir valkosti og umhverfismat þeirra leiða sem bornar voru saman og lagðir fram skilmálar og stefna sem tekur mið af hagsmunum sveitarfélagsins.
Varðandi lið (A) Legu Blöndulínu 3, hafa m.a. verið gerðar breytingar á legu raflínunnar og legu fyrirhugaðs jarðstrengs til að lágmarka sem mest áhrif á íbúa og umhverfi.
Engar athugasemdir hafa borist varðandi liði (B) Sauðárkrókslína 2, (D) Urðunarsvæði við Brimnes fellt út, (E) Nýtt tengivirki og jarðstrengir í þéttbýli Sauðárkróks og (G) Stækkun iðnaðarsvæðis í Varmahlíð.
Varðandi lið (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta þá var í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, skipulagi Villinganesvirkjunar (SF-1.1) og Skatastaðavirkjunar (SF-1.2) frestað. Í gildi er verndar- og orkunýtingaráætlun landsvæða (2. áfangi rammaáætlunar), sem samþykkt var á Alþingi 14. janúar 2013, þar eru Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun settar í biðflokk. Samkvæmt skipulagsreglugerð nr. 90/2013 eru svæði sem eru skilgreind í biðflokki í verndar- og orkunýtingaráætlun svokölluð varúðarsvæði. Því eru svæði, Villinganesvirkjunar og Skatastaðavirkjunar, afmörkuð á uppdrætti sem varúðarsvæði.
Varðandi lið (F) Ný efnistökusvæði, þá er þegar að framkvæmdum kemur aðgengi að efnisnámum nauðsyn. Staðsetning náma miðast við að ekki þurfi að flytja efni um langan veg og að þær valdi ekki verulegum umhverfisáhrifum. Efnistökusvæði í tengslum við Blöndulínu 3 verða endurskoðuð í umhverfismati og að því loknu gæti þurft að taka afstöðu til þess að bæta við eða eftir atvikum fella út efnistökusvæði í Skagafirði.
Ólafur Bjarni Haraldsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Byggðalista sitja hjá við atkvæðagreiðslu um fyrirliggjandi breytingartillögu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Vinna við breytingartillögu þessa á sér langan aðdraganda og hefur Byggðalistinn lítið komið að vinnu við hana. Svo dæmi séu tekin hafði stefna sveitarfélagsins um leiðarval á Blöndulínu 3 þegar verið mikið mótuð. Við tökum því ekki afstöðu í máli sem við höfum eins lítið komið að og raun ber vitni. Þær breytingar sem hafa verið gerðar við vinnslu tillögunnar teljum við vera góðar. Jafnframt teljum við að þær kröfur og þeir skilmálar sem settir eru vera til þess fallnir að verja hagsmuni sveitarfélagsins. Verði þeim ekki framfylgt að fullu þegar til framkvæmda kemur, teljum við mikilvægt að vinna nýja tillögu, alveg frá grunni. Verði það raunin, teljum við að valkostir eins og t.d. að fylgja þeirri línu sem fyrir er verði að skoða betur, sér í lagi ef skilmálar um að sú eldri fari í jörðu verði hafnað af framkvæmdaraðila. Vinnan í nefndinni hefur verið góð og vert er að hrósa starfsmönnum sveitarfélagsins sem og nefndarmönnum fyrir þeirra framlag.
Ólafur Bjarni Haraldsson og Jóhanna Ey Harðardóttir.
Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Blöndulína 3 er stóriðjulína sem þjónar sem slík engum hagsmunum fyrir Sveitarfélagið eins og Landsnet leggur upp með línulögnina. Þau skilyrði sem sett hafa verið að hálfu meirihluta hvað varðar Blöndulínu 3 á aðalskipulag eru ágæt en engin trygging er fyrir að þau fáist í gegn. Sveitarfélaginu ber að gæta hagsmuna íbúa Skagafjarðar og landeigenda í hvívetna og beita sér til þess á öllum stigum. Því ætti að bregðast betur við þeim ítrekuðu athugasemdum sem komu fram sérstaklega hvað varðar bið eftir umhverfismati og frekari athugun á Kiðaskarðsleið ásamt því að fá niðurstöðu óháðs mats á jarðstrengjalögn.
Blöndulína 3 er ekki á framkvæmdaáætlun Landsnets til næstu þriggja ára samkvæmt kerfisáætlun og umhverfsmati á þessari framkvæmd er ekki lokið en það getur ýmislegt breyst í kjölfar þess.
Að setja Blöndulínu 3 á Aðalskipulag Skagafjarðar er því með öllu ótímabær aðgerð að svo stöddu.
Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson, VG og óháð
Einar E Einarsson tók til máls og lagði fram bókun meirihluta:
Meirihluti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar þeim áfanga sem nú er að nást með fyrirliggjandi breytingum á gildandi Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Umfangsmestar eru breytingar sem snúa að lagningu á Blöndulínu 3 í gegnum sveitarfélagið og lagning á jarðstreng frá Varmahlíð til Sauðárkróks en hann mun bæta verulega afhendingaröryggi á raforku á Sauðárkróki.
Fulltrúar meirihlutans telja mikilvægt að Sveitarfélagið Skagafjörður leggi fram stefnu um uppbyggingu á flutningskerfi raforku, sem er hluti af grunninnviðum samfélagsins, til þess að tryggja afhendingaröryggi raforku í sveitarfélaginu og jafnframt almannahagsmuni miðað við áætlaða raforkuþörf. Í ríkisstjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, er einnig lögð rík áhersla á að mæta betur þörfum atvinnulífs og almennings alls staðar á landinu með áherslu á að treysta betur flutnings- og dreifikerfi raforku í landinu. Með samþykki Orkustofnunar á kerfisáætlun, nú síðast í janúar 2019, telur meirihlutinn að fyrir liggi nægjanlega gild rök sem mæla fyrir um nauðsyn á Blöndulínu 3 sem liður í framtíðar uppbyggingu raforkukerfisins á Norðurlandi.
Meirihlutinn telur einnig mikilvægt að sveitarfélagið hafi tiltæka þá skilmála sem tilvonandi framkvæmdaraðili, s.s. Landsnet þarf að taka mið af í áætlunum sínum og við framkvæmd á mati á umhverfisáhrifum vegna lagningu á Blöndulínu 3 í gegnum sveitarfélagið. Enda sé það sterkara fyrir sveitarfélagið að hafa unnið sitt umhverfismat á undan framkvæmdaraðila heldur en að framkvæma umhverfismat í kjölfar af umhverfismati framkvæmdaraðila.
Í allri þeirri vinnu sem hefur farið fram hefur verið lögð mikil áhersla á aðkomu íbúa en bæði hafa auglýsinga og athugasemdafrestir verið lengdir ásamt því að haldnir hafa verið kynningafundir. Á athugasemdartímanum bárust margar góðar athugasemdir og ábendingar sem tekið hefur verið tillit til við lokafrágang á breytingunum. Þær megin breytingar sem gerðar hafa verið á tillögunni eru:
Legu raflínu og jarðstrengs breytt í landi Saurbæjar, Brenniborgar og Vindheima, sbr. breytingatillaga frá 1. apríl 2019. Við það lengist fyrirhugaður jarðstrengur úr 3,4 km í 3,8 km en um leið er tryggt að enginn bær sé innan við 700 metra frá fyrirhugaðri loftlínu. Lagt er til að lega strengsins verði vestan Svartár, á landamerkjum Saurbæjar norðan Daufár, og austur fyrir Vindheima. Lega loftínu vestan Svartár breytist einnig á stuttum kafla austan Efribyggðar. Línan mun þannig fylgja betur hæðarmun í landi en fyrri tillaga, til að draga úr sýnileika hennar.
Gerð er krafa um að núverandi byggðalínur, það eru Rangárvallalína og Blöndulína 2, fari allar í jörðu innan tveggja ára eftir að Blöndulína 3 kemur en það er gert til að fylgja eftir þeirri stefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar að fjölga ekki loftlínum í sveitarfélaginu.
Gerð er krafa um að engin grindarmöstur verði í Blöndulínu 3 heldur einungis tveggja staura möstur, en sú krafa dregur verulega úr sjónmengun línunnar.
Sett hefur verið inn tengivirki við Blöndulínu 3 í landi Kirkjuhóls og gert ráð fyrir jarðstreng að tengivirkinu í Varmahlíð.
Í fyrirhuguðu verkefnaráði allra sveitarfélaga og ýmissa annarra hagsmunaaðila sem sett verður á laggirnar um byggingu línunnar gerir Sveitarfélagið Skagafjörður kröfu um að verkefnaráðið láti fara fram óháð mat á forsendum og hámarkslengdum jarðstrengja á línu leiðinni.
Gerðir eru fyrirvarar um breytingu á kröfum Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna t.d. hugsanlegra tækniframfara sem gætu orðið frá núverandi tímapunkti og þar til framkvæmdir hefjast. Þannig er öllum möguleikum á að nýta tækniþróun til að draga enn frekar úr umhverfisáhrifum af línunni. Sérstök áhersla er þar lögð á svæðið frá tengivirki við Kirkjuhól og suður fyrir Dalsplássið, þ.e.a.s. á þeim svæðum þessarar leiðar sem ekki er þegar búið að gera kröfu um að Blöndulína 3 fari í jörðu á.
Í umhverfisskýrsluna hefur verið bætt upplýsingum og kröfum vegna hávaða, raf- og segulsviðs frá háspennulínum.
Settir hafa verið skilmálar um þætti sem Landsnet þarf að skoða sérstaklega í mati á umhverfisáhrifum á Blöndulínu s.s. ásýnd og sýnileiki, áhrif á lífríki Svartár og Héraðsvatna, á votlendi og vegna efnistöku.
Í samræmi við lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana hefur Sveitarstjórn litið til umhverfisskýrslu aðalskipulagsbreytinga við mótun skipulagsins. Í skipulagsgreinargerð er gerð grein fyrir því hvernig umhverfissjónarmið eru felld inn í áætlunina, hvernig höfð hefur verið hliðsjón af umhverfismati við mótun skipulagstillögu og þeim umsögnum og athugasemdum sem hafa borist. Í greinargerð fylgir rökstuðningur fyrir endanlegri áætlun, þ.m.t. legu Blöndulínu 3, í ljósi þeirra valkosta sem voru til skoðunar.
Að öllu framangreindu virtu má sjá að mikil vinna hefur átt sér stað við breytingu á aðalskipulaginu þar sem lögð hefur verið áhersla á að meta málið út frá sem flestum sjónarhornum með það að markmiði að lágmarka þau neikvæðu umhverfisáhrif sem Blöndulína 3 mun óneitanlega hafa. Ljóst er að línulagnir sem þessar verða alltaf umdeildar og þess vegna eru þær mótvægisaðgerðir sem meirihlutinn leggur til mikilvægar til að lágmarka áhrif að línulögnum um héraðið. Með tengingu á hinni nýju Blöndulínu 3 við tengivirkið í Varmahlíð er búið að tryggja hagsmuni sveitarfélagsins hvað varðar aðgengi og afhendingarmöguleika á raforku og opna þann möguleika að fyrirtæki og einstaklingar í Skagafirði geti tengst nýju byggðalínunni sem er einnig mikilvægt fyrir raforkunotkun í sveitarfélaginu til framtíðar.
Rétt er að hafa í huga að áður en Blöndulína 3 verður að veruleika er enn mikil vinna óunnin sem getur haft áhrif á stefnu sveitarfélagsins. Engu að síður er Sveitarfélagið Skagafjörður nú búið að leggja fram sína skilmála varðandi Blöndulínu 3 og er þannig tilbúið til að halda áfram þeirri vinnunni sem fram undan er vegna línunnar, s.s. í verkefnaráðinu og/eða þegar sótt verður um framkvæmdarleyfi.
Meirihluti Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir framlagðar breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 og leggur til að aðalskipulagsbreytingarnar verði sendar til Skipulagsstofnunar til staðfestingar skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga.
Undir þetta rita fulltrúar meirihlutans.
Einar E. Einarsson
Regína Valdimarsdóttir
Gísli Sigurðsson
Laufey Kristín Skúladóttir
Ingibjörg Huld Þórðardóttir
Ólafur Bjarni Haraldsson kvaddi sér hljóðs, þá Einar E. Einarsson.
Fyrirliggjandi breytingatillaga á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, sem var með hliðsjón af athugasemdum og umsögnum uppfærð og breytt 16. apríl 2019, skv. 32. gr. skipulagslaga, borin upp til afgreiðslu sveitarstjónar og samþykkt fimm atkvæðum. Fulltrúar Byggðarlista, Ólafur Bjarni Haraldsson og Jóhanna Ey Harðardóttir og fulltrúar VG og óháðra, Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson óska bókað að þau sitji hjá.
Forseti sveitarstjórnar lagði fram eftirfarandi samantekt um málið.
Fyrir liggur tillaga um breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Tillagan hefur verið kynnt í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan gerir grein fyrir 7 breytingartillögum sem snúa að: (A) Legu Blöndulínu 3, (B) Sauðárkrókslínu 2, (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt úr skipulagi, (E) nýju tengivirki og jarðstrengjum í þéttbýli Sauðárkróks, (F) nýjum efnistökusvæðum og (G) stækkun iðnaðarsvæðis við Varmahlíð.
Við kynningu á tillögunum komu fram fjöldi umsagna, ábendinga og athugasemdir. Flestar vegna legu Blöndulínu 3, sbr. fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 1. apríl 2019. Hefur mikil vinna verið lögð í að greina og bregðast við þeim athugasemdum sem komu fram á auglýsingartímanum. Í þeirri vinnu hefur verið farið ítarlega yfir valkosti og umhverfismat þeirra leiða sem bornar voru saman og lagðir fram skilmálar og stefna sem tekur mið af hagsmunum sveitarfélagsins.
Varðandi lið (A) Legu Blöndulínu 3, hafa m.a. verið gerðar breytingar á legu raflínunnar og legu fyrirhugaðs jarðstrengs til að lágmarka sem mest áhrif á íbúa og umhverfi.
Engar athugasemdir hafa borist varðandi liði (B) Sauðárkrókslína 2, (D) Urðunarsvæði við Brimnes fellt út, (E) Nýtt tengivirki og jarðstrengir í þéttbýli Sauðárkróks og (G) Stækkun iðnaðarsvæðis í Varmahlíð.
Varðandi lið (C) Frestun skipulags vegna virkjunarkosta þá var í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, skipulagi Villinganesvirkjunar (SF-1.1) og Skatastaðavirkjunar (SF-1.2) frestað. Í gildi er verndar- og orkunýtingaráætlun landsvæða (2. áfangi rammaáætlunar), sem samþykkt var á Alþingi 14. janúar 2013, þar eru Villinganesvirkjun og Skatastaðavirkjun settar í biðflokk. Samkvæmt skipulagsreglugerð nr. 90/2013 eru svæði sem eru skilgreind í biðflokki í verndar- og orkunýtingaráætlun svokölluð varúðarsvæði. Því eru svæði, Villinganesvirkjunar og Skatastaðavirkjunar, afmörkuð á uppdrætti sem varúðarsvæði.
Varðandi lið (F) Ný efnistökusvæði, þá er þegar að framkvæmdum kemur aðgengi að efnisnámum nauðsyn. Staðsetning náma miðast við að ekki þurfi að flytja efni um langan veg og að þær valdi ekki verulegum umhverfisáhrifum. Efnistökusvæði í tengslum við Blöndulínu 3 verða endurskoðuð í umhverfismati og að því loknu gæti þurft að taka afstöðu til þess að bæta við eða eftir atvikum fella út efnistökusvæði í Skagafirði.
Ólafur Bjarni Haraldsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar Byggðalista sitja hjá við atkvæðagreiðslu um fyrirliggjandi breytingartillögu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Vinna við breytingartillögu þessa á sér langan aðdraganda og hefur Byggðalistinn lítið komið að vinnu við hana. Svo dæmi séu tekin hafði stefna sveitarfélagsins um leiðarval á Blöndulínu 3 þegar verið mikið mótuð. Við tökum því ekki afstöðu í máli sem við höfum eins lítið komið að og raun ber vitni. Þær breytingar sem hafa verið gerðar við vinnslu tillögunnar teljum við vera góðar. Jafnframt teljum við að þær kröfur og þeir skilmálar sem settir eru vera til þess fallnir að verja hagsmuni sveitarfélagsins. Verði þeim ekki framfylgt að fullu þegar til framkvæmda kemur, teljum við mikilvægt að vinna nýja tillögu, alveg frá grunni. Verði það raunin, teljum við að valkostir eins og t.d. að fylgja þeirri línu sem fyrir er verði að skoða betur, sér í lagi ef skilmálar um að sú eldri fari í jörðu verði hafnað af framkvæmdaraðila. Vinnan í nefndinni hefur verið góð og vert er að hrósa starfsmönnum sveitarfélagsins sem og nefndarmönnum fyrir þeirra framlag.
Ólafur Bjarni Haraldsson og Jóhanna Ey Harðardóttir.
Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Blöndulína 3 er stóriðjulína sem þjónar sem slík engum hagsmunum fyrir Sveitarfélagið eins og Landsnet leggur upp með línulögnina. Þau skilyrði sem sett hafa verið að hálfu meirihluta hvað varðar Blöndulínu 3 á aðalskipulag eru ágæt en engin trygging er fyrir að þau fáist í gegn. Sveitarfélaginu ber að gæta hagsmuna íbúa Skagafjarðar og landeigenda í hvívetna og beita sér til þess á öllum stigum. Því ætti að bregðast betur við þeim ítrekuðu athugasemdum sem komu fram sérstaklega hvað varðar bið eftir umhverfismati og frekari athugun á Kiðaskarðsleið ásamt því að fá niðurstöðu óháðs mats á jarðstrengjalögn.
Blöndulína 3 er ekki á framkvæmdaáætlun Landsnets til næstu þriggja ára samkvæmt kerfisáætlun og umhverfsmati á þessari framkvæmd er ekki lokið en það getur ýmislegt breyst í kjölfar þess.
Að setja Blöndulínu 3 á Aðalskipulag Skagafjarðar er því með öllu ótímabær aðgerð að svo stöddu.
Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson, VG og óháð
Einar E Einarsson tók til máls og lagði fram bókun meirihluta:
Meirihluti sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar þeim áfanga sem nú er að nást með fyrirliggjandi breytingum á gildandi Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Umfangsmestar eru breytingar sem snúa að lagningu á Blöndulínu 3 í gegnum sveitarfélagið og lagning á jarðstreng frá Varmahlíð til Sauðárkróks en hann mun bæta verulega afhendingaröryggi á raforku á Sauðárkróki.
Fulltrúar meirihlutans telja mikilvægt að Sveitarfélagið Skagafjörður leggi fram stefnu um uppbyggingu á flutningskerfi raforku, sem er hluti af grunninnviðum samfélagsins, til þess að tryggja afhendingaröryggi raforku í sveitarfélaginu og jafnframt almannahagsmuni miðað við áætlaða raforkuþörf. Í ríkisstjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, er einnig lögð rík áhersla á að mæta betur þörfum atvinnulífs og almennings alls staðar á landinu með áherslu á að treysta betur flutnings- og dreifikerfi raforku í landinu. Með samþykki Orkustofnunar á kerfisáætlun, nú síðast í janúar 2019, telur meirihlutinn að fyrir liggi nægjanlega gild rök sem mæla fyrir um nauðsyn á Blöndulínu 3 sem liður í framtíðar uppbyggingu raforkukerfisins á Norðurlandi.
Meirihlutinn telur einnig mikilvægt að sveitarfélagið hafi tiltæka þá skilmála sem tilvonandi framkvæmdaraðili, s.s. Landsnet þarf að taka mið af í áætlunum sínum og við framkvæmd á mati á umhverfisáhrifum vegna lagningu á Blöndulínu 3 í gegnum sveitarfélagið. Enda sé það sterkara fyrir sveitarfélagið að hafa unnið sitt umhverfismat á undan framkvæmdaraðila heldur en að framkvæma umhverfismat í kjölfar af umhverfismati framkvæmdaraðila.
Í allri þeirri vinnu sem hefur farið fram hefur verið lögð mikil áhersla á aðkomu íbúa en bæði hafa auglýsinga og athugasemdafrestir verið lengdir ásamt því að haldnir hafa verið kynningafundir. Á athugasemdartímanum bárust margar góðar athugasemdir og ábendingar sem tekið hefur verið tillit til við lokafrágang á breytingunum. Þær megin breytingar sem gerðar hafa verið á tillögunni eru:
Legu raflínu og jarðstrengs breytt í landi Saurbæjar, Brenniborgar og Vindheima, sbr. breytingatillaga frá 1. apríl 2019. Við það lengist fyrirhugaður jarðstrengur úr 3,4 km í 3,8 km en um leið er tryggt að enginn bær sé innan við 700 metra frá fyrirhugaðri loftlínu. Lagt er til að lega strengsins verði vestan Svartár, á landamerkjum Saurbæjar norðan Daufár, og austur fyrir Vindheima. Lega loftínu vestan Svartár breytist einnig á stuttum kafla austan Efribyggðar. Línan mun þannig fylgja betur hæðarmun í landi en fyrri tillaga, til að draga úr sýnileika hennar.
Gerð er krafa um að núverandi byggðalínur, það eru Rangárvallalína og Blöndulína 2, fari allar í jörðu innan tveggja ára eftir að Blöndulína 3 kemur en það er gert til að fylgja eftir þeirri stefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar að fjölga ekki loftlínum í sveitarfélaginu.
Gerð er krafa um að engin grindarmöstur verði í Blöndulínu 3 heldur einungis tveggja staura möstur, en sú krafa dregur verulega úr sjónmengun línunnar.
Sett hefur verið inn tengivirki við Blöndulínu 3 í landi Kirkjuhóls og gert ráð fyrir jarðstreng að tengivirkinu í Varmahlíð.
Í fyrirhuguðu verkefnaráði allra sveitarfélaga og ýmissa annarra hagsmunaaðila sem sett verður á laggirnar um byggingu línunnar gerir Sveitarfélagið Skagafjörður kröfu um að verkefnaráðið láti fara fram óháð mat á forsendum og hámarkslengdum jarðstrengja á línu leiðinni.
Gerðir eru fyrirvarar um breytingu á kröfum Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna t.d. hugsanlegra tækniframfara sem gætu orðið frá núverandi tímapunkti og þar til framkvæmdir hefjast. Þannig er öllum möguleikum á að nýta tækniþróun til að draga enn frekar úr umhverfisáhrifum af línunni. Sérstök áhersla er þar lögð á svæðið frá tengivirki við Kirkjuhól og suður fyrir Dalsplássið, þ.e.a.s. á þeim svæðum þessarar leiðar sem ekki er þegar búið að gera kröfu um að Blöndulína 3 fari í jörðu á.
Í umhverfisskýrsluna hefur verið bætt upplýsingum og kröfum vegna hávaða, raf- og segulsviðs frá háspennulínum.
Settir hafa verið skilmálar um þætti sem Landsnet þarf að skoða sérstaklega í mati á umhverfisáhrifum á Blöndulínu s.s. ásýnd og sýnileiki, áhrif á lífríki Svartár og Héraðsvatna, á votlendi og vegna efnistöku.
Í samræmi við lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana hefur Sveitarstjórn litið til umhverfisskýrslu aðalskipulagsbreytinga við mótun skipulagsins. Í skipulagsgreinargerð er gerð grein fyrir því hvernig umhverfissjónarmið eru felld inn í áætlunina, hvernig höfð hefur verið hliðsjón af umhverfismati við mótun skipulagstillögu og þeim umsögnum og athugasemdum sem hafa borist. Í greinargerð fylgir rökstuðningur fyrir endanlegri áætlun, þ.m.t. legu Blöndulínu 3, í ljósi þeirra valkosta sem voru til skoðunar.
Að öllu framangreindu virtu má sjá að mikil vinna hefur átt sér stað við breytingu á aðalskipulaginu þar sem lögð hefur verið áhersla á að meta málið út frá sem flestum sjónarhornum með það að markmiði að lágmarka þau neikvæðu umhverfisáhrif sem Blöndulína 3 mun óneitanlega hafa. Ljóst er að línulagnir sem þessar verða alltaf umdeildar og þess vegna eru þær mótvægisaðgerðir sem meirihlutinn leggur til mikilvægar til að lágmarka áhrif að línulögnum um héraðið. Með tengingu á hinni nýju Blöndulínu 3 við tengivirkið í Varmahlíð er búið að tryggja hagsmuni sveitarfélagsins hvað varðar aðgengi og afhendingarmöguleika á raforku og opna þann möguleika að fyrirtæki og einstaklingar í Skagafirði geti tengst nýju byggðalínunni sem er einnig mikilvægt fyrir raforkunotkun í sveitarfélaginu til framtíðar.
Rétt er að hafa í huga að áður en Blöndulína 3 verður að veruleika er enn mikil vinna óunnin sem getur haft áhrif á stefnu sveitarfélagsins. Engu að síður er Sveitarfélagið Skagafjörður nú búið að leggja fram sína skilmála varðandi Blöndulínu 3 og er þannig tilbúið til að halda áfram þeirri vinnunni sem fram undan er vegna línunnar, s.s. í verkefnaráðinu og/eða þegar sótt verður um framkvæmdarleyfi.
Meirihluti Sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir framlagðar breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 og leggur til að aðalskipulagsbreytingarnar verði sendar til Skipulagsstofnunar til staðfestingar skv. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga.
Undir þetta rita fulltrúar meirihlutans.
Einar E. Einarsson
Regína Valdimarsdóttir
Gísli Sigurðsson
Laufey Kristín Skúladóttir
Ingibjörg Huld Þórðardóttir
Ólafur Bjarni Haraldsson kvaddi sér hljóðs, þá Einar E. Einarsson.
Fyrirliggjandi breytingatillaga á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, sem var með hliðsjón af athugasemdum og umsögnum uppfærð og breytt 16. apríl 2019, skv. 32. gr. skipulagslaga, borin upp til afgreiðslu sveitarstjónar og samþykkt fimm atkvæðum. Fulltrúar Byggðarlista, Ólafur Bjarni Haraldsson og Jóhanna Ey Harðardóttir og fulltrúar VG og óháðra, Álfhildur Leifsdóttir og Bjarni Jónsson óska bókað að þau sitji hjá.
6.Ársreikningur 2018 - Sveitarfélagið Skagafjörður
Málsnúmer 1904081Vakta málsnúmer
Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri tók til máls og kynnti ársreikning Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana þess, fyrir árið 2018.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2018 er hér lagður fram til seinni umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A- og B-hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf. og hlutdeild Sveitarfélagsins Skagafjarðar í Eyvindarstaðaheiði ehf.
Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar námu á árinu 5.506 millj. króna af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 4.686 millj. króna. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 4.774 millj. króna, þar af A-hluti 4.259 millj. króna. Rekstrarhagnaður A og B hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 731 millj. króna, þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 427 millj. króna. Afskriftir eru samtals 209 millj. króna, þar af 114 millj. króna hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals um 293 millj. króna, þ.a. eru 229 millj. króna fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarhagnaður A- og B-hluta á árinu 2018 er 241 millj. króna og rekstrarafgangur A hluta er jákvæður um 91,5 millj. króna.
Þann 19. september 2016 var samkomulag gert milli Bandalags háskólamanna, BSRB og Kennarasambands Íslands, annars vegar og fjármála-og efnahagsráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga hins vegar um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna. Breytingarnar voru samþykktar á Alþingi með lögum nr.127/2016 en þær fela meðal annars í sér breytingu á réttindaávinnslu lífeyrisréttinda í A-deild LSR og Brúar (Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga) úr jafnri réttindaávinnslu í aldursten gda auk þess sem lífeyristökualdur er hækkaður úr 65 árum í 67 ár. Við breytingarnar eru réttindi virkra sjóðsfélaga tryggð með sérstökum framlögum til sjóðanna af hálfu launagreiðenda. Samhliða því gerðu fjármála-og efnahagsráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga með sér samning um fjármögnun lífeyrisskuldbindinga A-deilda LSR og Brúar með fjárframlögum til sjóðanna, dags. 19. september 2016. Samkvæmt 8. gr. samningsins var hann gerður meðal annars með þeim fyrirvara að hann skyldi öðlast gildi gagnvart einstökum sveitarfélögum og aðilum þeim tengdum við samþykkt stjórna við komandi aðila á uppgjöri þeirra á skuldbindingum sem myndast í A-deild Brúar.
Í febrúar 2018 samþykkti sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samkomulag, sem barst sveitarfélaginu í byrjun janúar 2018, um uppgjör við Brú og var samkomulagið undirritað í mars 2018. Uppgjörið miðaði við tryggingafræðilega stöðu sjóðsins þann 31. maí 2017. Samkvæmt samkomulagi við lífeyrissjóðinn nemur heildarframlagið 597,9 millj. kr. Á árinu 2017 voru samþykkt bráðabirgðaákvæði við reglugerð nr. 1212/2015 þar sem mælt er fyrir um reikningshaldslega meðferð ofangreinds uppgjörs. Um er að ræða framlag í jafnvægissjóð, lífeyrisaukasjóð og varúðarsjóð.
Skipting þess er eftirfarandi:
- 174,4 millj.kr. framlag í jafnvægissjóð sem ætlað er að koma á fallinni stöðu Brúar í jafnvægi og er framlagið gjaldfært að fullu á árinu 2017.
- 382,3 millj.kr. framlag í lífeyrisaukasjóð til að mæta framtíðar skuldbindingu vegna lífeyrisauka, framlagið er gjaldfært á 30 árum frá 1. júní 2017.
- 41,1 millj.kr. framlag í varúðarsjóð sem ætlað er að styðja við lífeyrisaukasjóð, framlagið er gjaldfært á 20 árum frá 1. júní 2017.
Gjaldfærðar eru 182,4 millj.kr. meðal launa og launatengdra gjalda á árinu 2017 vegna þessa og fjárhæðin færð sem skammtímaskuld í árslok 2017. Greiðsla heildarframlags á sér stað í upphafi árs 2018 .
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar A- og B-hluta voru í árslok samtals 9.440 millj. króna, þar af voru eignir A-hluta 7.357 millj. króna. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2018 samtals 6.818 millj. króna, þar af hjá A-hluta 5.888 millj. króna. Langtímaskuldir námu alls 4.371 millj. króna hjá A- og B-hluta auk 525 millj. króna næsta árs afborgana. Eigið fé nam 2.622 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 27,8%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.150 millj. króna í árslok og hækkuðu á milli ára um 60 millj. króna nettó.
Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 611 millj. króna, þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 351 millj. króna. Handbært fé frá rekstri A- og B-hluta er 21 millj. króna. Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu á árinu 2018, 760 millj. króna, þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 808 millj. króna. Afborganir langtímalána og skuldbreytinga námu 421 millj. króna, handbært fé nam 192 millj. króna í árslok. Tekin ný langtímalán og skuldbreytingar voru að fjárhæð 1.101 millj. króna, þar af 601 millj. króna vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð.
Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2018, 123,8% og skuldaviðmið samkvæmt reglugerð er 94,2% þegar búið er að draga frá það sem heimilað er vegna lífeyrisskuldbindinga og veltufjármuni.
Að lokum þakkaði sveitarstjóri öllu starfsfólki Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir þann góða árangur sem náðst hefur í rekstri sveitarfélagsins og síðast en ekki síst öllum þeim sem lögðu á sig ómælda vinnu við gerð þessa ársreiknings.
Ólafur Bjarni Haraldsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Tekjur sveitarfélagsins halda áfram að aukast í takt við það sem er að gerast hjá öðrum sveitarfélögum, sem er jákvætt. Það ásamt góðri vinnu starfsmanna sveitarfélagsins við aðhald í rekstri, er að skila sveitarsjóði mjög svo jákvæðri afkomu. Þessi jákvæða afkoma virðist þó ekki duga til þeirra framkvæmda sem farið hefur verið í undanfarið, og heldur sveitarsjóður áfram að bæta við sig skuldum, þó vissulega setji uppgjör við Brú lífeyrissjóð einnig strik í reikninginn. Heildar skuldir og skuldbindingar samstæðunnar voru í árslok um 6.818 milljónir, en voru um 6.084 milljónir í árslok 2017.
Auknar skuldir leiða svo til aukinna fjármagnsgjalda, sem voru um 202 milljónir hjá samstæðunni í heild árið 2017, en eru nú í ársreikningi 2018 um 292 milljónir króna. Það gerir um 44,5% hækkun milli ára. Þessi þróun mun koma verulega niður á rekstri sveitarfélagsins til lengri tíma, haldist hún óbreytt, og éta upp lausafé sem annars nýttist til góðra verka. Þá ber að nefna að enn eru eftir stórar fjárfestingar við leik- og grunnskóla sveitarfélagsins, sem nauðsynlegt er að ráðast í hið fyrsta.
Skuldaviðmið hefur lækkað milli ára, fór úr 102,7 % niður í 94,8% en það er fyrst og fremst út af reglugerðarbreytingum, en útreikningur skuldaviðmiðs miðar við gildandi reglur fyrir ár hvert. Skuldaviðmiðið er því gott og gilt í samanburði við önnur sveitarfélög, en ónothæft í samanburði milli ára, þar sem reglurnar taka sífelldum breytingum. Skuldahlutfallið er hinsvegar betra við samanburð milli ára, en skuldir og skuldbindingar í hlutfalli við reglulegar rekstrartekjur voru í lok árs 2017 um 111,9%, en eru nú í lok árs 2018 um 125,7%.
f.h. Byggðalistans
Ólafur Bjarni Haraldsson
Jóhanna Ey Harðardóttir
Bjarni Jónsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar ber það með sér eins og flestra annarra sveitarfélaga á árinu 2018 að góðæri hefur verið í landinu sem hefur skilað sér vel í gegnum hefðbundna tekjustofna sveitarfélaganna. Skagafjörður hefur þar að auki notið verulegra viðbótarframlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem ekki var gert ráð fyrir. Þá hefur atvinnustig verið gott og fyrirtæki í héraði notið velgengni sem skilar sér einnig vel í sveitasjóð. Flest sveitarfélög í landinu hafa því átt kost á því að skila verulegum afgangi í ársreikningum 2018, sem mörg hver hafa notað til að greiða niður skuldir.
Sveitarfélagið Skagafjörður fer því miður að þessu leiti aðrar leiðir með því að efna til meiri skuldasöfnunar og skuldbindinga eins og sýndarveruleikasýningar, sem munu hafa áhrif á framkvæmdagetu þess og möguleika til að veita öllum íbúum sveitarfélagsins ódýra og góða þjónustu næstu áratugi.
Framundan eru brýnar framkvæmdir eins og við leikskóla og íþróttasal Hofsósi, stækkun á aðstöðu yngra stigs leikskóla á Sauðárkróki og vegna viðhalds og uppbyggingar skólamannvirkja í Varmahlíð svo fátt eitt sé talið. Því er mikilvægt að gætt sé ráðdeildar og fyrirhyggju í fjárfestingum, skuldbindingum og fjárútlátum sveitarfélagsins og forgangsraðað sé með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Útlit er fyrir tekjusamdrátt eða hægi á tekjuaukningu sveitarfélaga eftir undanfarin góð ár. Sveitarfélagið Skagafjörður er þar engin undantekning.
Sveitarfélagið kemst því ekki hjá því að gæta meiri varúðar og vandaðri forgangsröðunar í þágu íbúa en verið hefur síðustu ár, ef ekki á að bregða til verri vegar með vaxandi skuldasöfnun og skuldbindingum sem lagðar verða á herðar íbúa næstu áratugi.
Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháð
Gísli Sigurðsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun:
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2018 hefur nú verið kynntur og liggur fyrir sveitarstjórn til samþykktar.
Afar ánægjulegt er að leggja fram ársreikning sem sýnir jákvæða rekstrarniðurstöðu fyrir A- og B-hluta sveitarsjóðs upp á rúmar 240 milljónir króna og að rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs er sömuleiðis jákvæð upp á rúmar 91 milljónir króna. Rekstrarafgangur fyrir A- og B-hluta sveitarfélagsins fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 731 milljónir króna og handbært fé A- og B-hluta var í árslok 192 milljónir króna. Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 611 milljónum króna, þar af er veltufé frá rekstri A- hluta 351 milljónir króna. Veltufé frá rekstri samstæðunnar er nú 11,1% í hlutfalli við rekstrartekjur og hefur ósjaldan verið betra.
Skuldahlutfall samstæðu A- og B-hluta er 123,8%, án þess að dregið sé frá bókfært verð fyrirframgreiðslu vegna framlaga í lífeyrisaukasjóð og varúðarsjóð Brúar, hluti af lífeyrisskuldbindingum sem og tekjur og skuldir veitna líkt og heimilt er. Í 64. gr. Sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að skuldahlutfall megi ekki vera yfir 150 % af reglulegum tekjum, en ef dregið er frá það sem heimilt er samkvæmt reglugerðum, er skuldaviðmið samstæðunnar 94,2% sem er langt undir þeim mörkum sem lögin setja sveitarfélögum, og fer lækkandi. Skuldaviðmið sveitarfélagsins fyrir árið 2017 var 108,4%, árið 2016 114,5% og árið 2015 var skuldaviðmið sveitarfélagsins rúm 130%.
Í sömu lögum er sveitarfélögum gert að vera með rekstur sinn í plús á hverju þriggja ára tímabili og stenst Sveitarfélagið Skagafjörður það viðmið sömuleiðis.
Ekki er hægt að horfa í rekstur ársins 2018 án þess að taka til skoðunar uppgjör við Brú lífeyrissjóð sem ekki lá fyrir þar til í janúar 2018. Skuldaaukning sveitarfélagsins vegna uppgjörsins við Brú nemur rúmum 600 milljónum króna og ber ársreikningurinn þess glögg merki. Miðað hefur verið við í fjárhagsáætlunum síðustu ára að ný lántaka sé ekki umfram það sem greitt er niður af lánum. Á þessu hafa verið undantekningar en miðað hefur verið við að ný lántaka séu á milli 400-500 milljónir á ári hverju sem notað hefur verið til nýframkvæmda og viðhaldsverkefna sveitarfélagsins. Ný lántaka árið 2018 var um 1.100 milljónir og eins og áður sagði uppgjör við Brú rúmar 600 milljónir króna af því. Lántaka vegna fjárfestinga nemur því 500 milljónum árið 2018.
Fjárfestingar voru miklar hjá sveitarfélaginu á síðasta ári og námu fjárfestingarhreyfingar samstæðunnar 760 milljónum króna og fjárfestingar í varanlegum rekstarfjármunum námu 808 milljónum króna.
Mikilvægt er að halda áfram uppbyggingu innviða í samfélaginu í þeirri vegferð að gera samfélagið okkar í Skagafirði enn sterkara sem og að auka samkeppnishæfni þess. Sveitarfélagið Skagafjörður er og á að vera í fremstu röð íslenskra sveitarfélaga.
Rekstur sveitarsjóð er í góðu jafnvægi og batnar frá síðasta ári sem er jákvætt og má sama segja um einstaka málaflokka hjá sveitarfélaginu en rekstur þeirra var heilt yfir á áætlun sem er gleðilegt og ber vott um ábyrga fjármálastjórn og stöðugleika í rekstri.
Fyrir það ber að þakka þeim fjölmörgu starfsmönnum sveitarfélagsins sem þar lögðu hönd á plóg til að svo mætti verða.
Útkoma ársins er ánægjuleg og henni ber að fagna. Mikill árangur hefur náðst á undanförnum árum í rekstri sveitarfélagsins sem og stöðugleiki í rekstri. Stöðugleiki í rekstri er undirstaðan fyrir áframhaldandi uppbyggingu samfélagsins. Það er verkefni okkar, kjörinna fulltrúa og starfsmanna sveitarfélagsins að viðhalda þeim stöðugleika á næstu árum. Er það verkefni allra sveitarstjórnarfulltrúa saman hvar í flokki þeir eru, enda kjörnir til að standa vörð um hagsmuni Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Undir þetta ritar meirihlutinn:
Gísli Sigurðsson
Regína Valdimarsdóttir
Ingibjörg Huld Þórðardóttir
Laufey Skúladóttir
Einar E. Einarsson
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2018 borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með níu atkvæðum.
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2018 er hér lagður fram til seinni umræðu. Ársreikningurinn samanstendur af upplýsingum um A-hluta sveitarsjóðs og A- og B-hluta samantekinn. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóðs og þjónustustöðvar. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf. og hlutdeild Sveitarfélagsins Skagafjarðar í Eyvindarstaðaheiði ehf.
Rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar námu á árinu 5.506 millj. króna af samstæðunni í heild. Þar af voru rekstrartekjur A-hluta 4.686 millj. króna. Rekstrargjöld samstæðunnar að frátöldum afskriftum og fjármagnsliðum voru 4.774 millj. króna, þar af A-hluti 4.259 millj. króna. Rekstrarhagnaður A og B hluta fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 731 millj. króna, þar af er rekstrarniðurstaða A-hluta jákvæð fyrir afskriftir og fjármagnsliði um 427 millj. króna. Afskriftir eru samtals 209 millj. króna, þar af 114 millj. króna hjá A-hluta. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru hjá samstæðunni í heild samtals um 293 millj. króna, þ.a. eru 229 millj. króna fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur í A-hluta sveitarsjóðs. Rekstrarhagnaður A- og B-hluta á árinu 2018 er 241 millj. króna og rekstrarafgangur A hluta er jákvæður um 91,5 millj. króna.
Þann 19. september 2016 var samkomulag gert milli Bandalags háskólamanna, BSRB og Kennarasambands Íslands, annars vegar og fjármála-og efnahagsráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga hins vegar um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna. Breytingarnar voru samþykktar á Alþingi með lögum nr.127/2016 en þær fela meðal annars í sér breytingu á réttindaávinnslu lífeyrisréttinda í A-deild LSR og Brúar (Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga) úr jafnri réttindaávinnslu í aldursten gda auk þess sem lífeyristökualdur er hækkaður úr 65 árum í 67 ár. Við breytingarnar eru réttindi virkra sjóðsfélaga tryggð með sérstökum framlögum til sjóðanna af hálfu launagreiðenda. Samhliða því gerðu fjármála-og efnahagsráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga með sér samning um fjármögnun lífeyrisskuldbindinga A-deilda LSR og Brúar með fjárframlögum til sjóðanna, dags. 19. september 2016. Samkvæmt 8. gr. samningsins var hann gerður meðal annars með þeim fyrirvara að hann skyldi öðlast gildi gagnvart einstökum sveitarfélögum og aðilum þeim tengdum við samþykkt stjórna við komandi aðila á uppgjöri þeirra á skuldbindingum sem myndast í A-deild Brúar.
Í febrúar 2018 samþykkti sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samkomulag, sem barst sveitarfélaginu í byrjun janúar 2018, um uppgjör við Brú og var samkomulagið undirritað í mars 2018. Uppgjörið miðaði við tryggingafræðilega stöðu sjóðsins þann 31. maí 2017. Samkvæmt samkomulagi við lífeyrissjóðinn nemur heildarframlagið 597,9 millj. kr. Á árinu 2017 voru samþykkt bráðabirgðaákvæði við reglugerð nr. 1212/2015 þar sem mælt er fyrir um reikningshaldslega meðferð ofangreinds uppgjörs. Um er að ræða framlag í jafnvægissjóð, lífeyrisaukasjóð og varúðarsjóð.
Skipting þess er eftirfarandi:
- 174,4 millj.kr. framlag í jafnvægissjóð sem ætlað er að koma á fallinni stöðu Brúar í jafnvægi og er framlagið gjaldfært að fullu á árinu 2017.
- 382,3 millj.kr. framlag í lífeyrisaukasjóð til að mæta framtíðar skuldbindingu vegna lífeyrisauka, framlagið er gjaldfært á 30 árum frá 1. júní 2017.
- 41,1 millj.kr. framlag í varúðarsjóð sem ætlað er að styðja við lífeyrisaukasjóð, framlagið er gjaldfært á 20 árum frá 1. júní 2017.
Gjaldfærðar eru 182,4 millj.kr. meðal launa og launatengdra gjalda á árinu 2017 vegna þessa og fjárhæðin færð sem skammtímaskuld í árslok 2017. Greiðsla heildarframlags á sér stað í upphafi árs 2018 .
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar A- og B-hluta voru í árslok samtals 9.440 millj. króna, þar af voru eignir A-hluta 7.357 millj. króna. Skuldir og skuldbindingar voru í árslok 2018 samtals 6.818 millj. króna, þar af hjá A-hluta 5.888 millj. króna. Langtímaskuldir námu alls 4.371 millj. króna hjá A- og B-hluta auk 525 millj. króna næsta árs afborgana. Eigið fé nam 2.622 millj. króna hjá samstæðunni í árslok og er eiginfjárhlutfall 27,8%. Lífeyrisskuldbindingar nema 1.150 millj. króna í árslok og hækkuðu á milli ára um 60 millj. króna nettó.
Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 611 millj. króna, þar af er veltufé frá rekstri A-hluta 351 millj. króna. Handbært fé frá rekstri A- og B-hluta er 21 millj. króna. Fjárfestingahreyfingar samstæðunnar námu á árinu 2018, 760 millj. króna, þar af námu fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum 808 millj. króna. Afborganir langtímalána og skuldbreytinga námu 421 millj. króna, handbært fé nam 192 millj. króna í árslok. Tekin ný langtímalán og skuldbreytingar voru að fjárhæð 1.101 millj. króna, þar af 601 millj. króna vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð.
Í 64. gr. sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að heildarskuldir og skuldbindingar A- og B-hluta í reikningsskilum skv. 60. gr. megi ekki vera hærri en nemur 150% af reglulegum tekjum. Hjá Sveitarfélaginu Skagafirði er skuldahlutfall í ársreikningi fyrir árið 2018, 123,8% og skuldaviðmið samkvæmt reglugerð er 94,2% þegar búið er að draga frá það sem heimilað er vegna lífeyrisskuldbindinga og veltufjármuni.
Að lokum þakkaði sveitarstjóri öllu starfsfólki Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir þann góða árangur sem náðst hefur í rekstri sveitarfélagsins og síðast en ekki síst öllum þeim sem lögðu á sig ómælda vinnu við gerð þessa ársreiknings.
Ólafur Bjarni Haraldsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Tekjur sveitarfélagsins halda áfram að aukast í takt við það sem er að gerast hjá öðrum sveitarfélögum, sem er jákvætt. Það ásamt góðri vinnu starfsmanna sveitarfélagsins við aðhald í rekstri, er að skila sveitarsjóði mjög svo jákvæðri afkomu. Þessi jákvæða afkoma virðist þó ekki duga til þeirra framkvæmda sem farið hefur verið í undanfarið, og heldur sveitarsjóður áfram að bæta við sig skuldum, þó vissulega setji uppgjör við Brú lífeyrissjóð einnig strik í reikninginn. Heildar skuldir og skuldbindingar samstæðunnar voru í árslok um 6.818 milljónir, en voru um 6.084 milljónir í árslok 2017.
Auknar skuldir leiða svo til aukinna fjármagnsgjalda, sem voru um 202 milljónir hjá samstæðunni í heild árið 2017, en eru nú í ársreikningi 2018 um 292 milljónir króna. Það gerir um 44,5% hækkun milli ára. Þessi þróun mun koma verulega niður á rekstri sveitarfélagsins til lengri tíma, haldist hún óbreytt, og éta upp lausafé sem annars nýttist til góðra verka. Þá ber að nefna að enn eru eftir stórar fjárfestingar við leik- og grunnskóla sveitarfélagsins, sem nauðsynlegt er að ráðast í hið fyrsta.
Skuldaviðmið hefur lækkað milli ára, fór úr 102,7 % niður í 94,8% en það er fyrst og fremst út af reglugerðarbreytingum, en útreikningur skuldaviðmiðs miðar við gildandi reglur fyrir ár hvert. Skuldaviðmiðið er því gott og gilt í samanburði við önnur sveitarfélög, en ónothæft í samanburði milli ára, þar sem reglurnar taka sífelldum breytingum. Skuldahlutfallið er hinsvegar betra við samanburð milli ára, en skuldir og skuldbindingar í hlutfalli við reglulegar rekstrartekjur voru í lok árs 2017 um 111,9%, en eru nú í lok árs 2018 um 125,7%.
f.h. Byggðalistans
Ólafur Bjarni Haraldsson
Jóhanna Ey Harðardóttir
Bjarni Jónsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar ber það með sér eins og flestra annarra sveitarfélaga á árinu 2018 að góðæri hefur verið í landinu sem hefur skilað sér vel í gegnum hefðbundna tekjustofna sveitarfélaganna. Skagafjörður hefur þar að auki notið verulegra viðbótarframlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sem ekki var gert ráð fyrir. Þá hefur atvinnustig verið gott og fyrirtæki í héraði notið velgengni sem skilar sér einnig vel í sveitasjóð. Flest sveitarfélög í landinu hafa því átt kost á því að skila verulegum afgangi í ársreikningum 2018, sem mörg hver hafa notað til að greiða niður skuldir.
Sveitarfélagið Skagafjörður fer því miður að þessu leiti aðrar leiðir með því að efna til meiri skuldasöfnunar og skuldbindinga eins og sýndarveruleikasýningar, sem munu hafa áhrif á framkvæmdagetu þess og möguleika til að veita öllum íbúum sveitarfélagsins ódýra og góða þjónustu næstu áratugi.
Framundan eru brýnar framkvæmdir eins og við leikskóla og íþróttasal Hofsósi, stækkun á aðstöðu yngra stigs leikskóla á Sauðárkróki og vegna viðhalds og uppbyggingar skólamannvirkja í Varmahlíð svo fátt eitt sé talið. Því er mikilvægt að gætt sé ráðdeildar og fyrirhyggju í fjárfestingum, skuldbindingum og fjárútlátum sveitarfélagsins og forgangsraðað sé með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Útlit er fyrir tekjusamdrátt eða hægi á tekjuaukningu sveitarfélaga eftir undanfarin góð ár. Sveitarfélagið Skagafjörður er þar engin undantekning.
Sveitarfélagið kemst því ekki hjá því að gæta meiri varúðar og vandaðri forgangsröðunar í þágu íbúa en verið hefur síðustu ár, ef ekki á að bregða til verri vegar með vaxandi skuldasöfnun og skuldbindingum sem lagðar verða á herðar íbúa næstu áratugi.
Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháð
Gísli Sigurðsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun:
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2018 hefur nú verið kynntur og liggur fyrir sveitarstjórn til samþykktar.
Afar ánægjulegt er að leggja fram ársreikning sem sýnir jákvæða rekstrarniðurstöðu fyrir A- og B-hluta sveitarsjóðs upp á rúmar 240 milljónir króna og að rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs er sömuleiðis jákvæð upp á rúmar 91 milljónir króna. Rekstrarafgangur fyrir A- og B-hluta sveitarfélagsins fyrir afskriftir og fjármagnsliði er 731 milljónir króna og handbært fé A- og B-hluta var í árslok 192 milljónir króna. Veltufé frá rekstri A- og B-hluta nam 611 milljónum króna, þar af er veltufé frá rekstri A- hluta 351 milljónir króna. Veltufé frá rekstri samstæðunnar er nú 11,1% í hlutfalli við rekstrartekjur og hefur ósjaldan verið betra.
Skuldahlutfall samstæðu A- og B-hluta er 123,8%, án þess að dregið sé frá bókfært verð fyrirframgreiðslu vegna framlaga í lífeyrisaukasjóð og varúðarsjóð Brúar, hluti af lífeyrisskuldbindingum sem og tekjur og skuldir veitna líkt og heimilt er. Í 64. gr. Sveitarstjórnarlaga er kveðið á um að skuldahlutfall megi ekki vera yfir 150 % af reglulegum tekjum, en ef dregið er frá það sem heimilt er samkvæmt reglugerðum, er skuldaviðmið samstæðunnar 94,2% sem er langt undir þeim mörkum sem lögin setja sveitarfélögum, og fer lækkandi. Skuldaviðmið sveitarfélagsins fyrir árið 2017 var 108,4%, árið 2016 114,5% og árið 2015 var skuldaviðmið sveitarfélagsins rúm 130%.
Í sömu lögum er sveitarfélögum gert að vera með rekstur sinn í plús á hverju þriggja ára tímabili og stenst Sveitarfélagið Skagafjörður það viðmið sömuleiðis.
Ekki er hægt að horfa í rekstur ársins 2018 án þess að taka til skoðunar uppgjör við Brú lífeyrissjóð sem ekki lá fyrir þar til í janúar 2018. Skuldaaukning sveitarfélagsins vegna uppgjörsins við Brú nemur rúmum 600 milljónum króna og ber ársreikningurinn þess glögg merki. Miðað hefur verið við í fjárhagsáætlunum síðustu ára að ný lántaka sé ekki umfram það sem greitt er niður af lánum. Á þessu hafa verið undantekningar en miðað hefur verið við að ný lántaka séu á milli 400-500 milljónir á ári hverju sem notað hefur verið til nýframkvæmda og viðhaldsverkefna sveitarfélagsins. Ný lántaka árið 2018 var um 1.100 milljónir og eins og áður sagði uppgjör við Brú rúmar 600 milljónir króna af því. Lántaka vegna fjárfestinga nemur því 500 milljónum árið 2018.
Fjárfestingar voru miklar hjá sveitarfélaginu á síðasta ári og námu fjárfestingarhreyfingar samstæðunnar 760 milljónum króna og fjárfestingar í varanlegum rekstarfjármunum námu 808 milljónum króna.
Mikilvægt er að halda áfram uppbyggingu innviða í samfélaginu í þeirri vegferð að gera samfélagið okkar í Skagafirði enn sterkara sem og að auka samkeppnishæfni þess. Sveitarfélagið Skagafjörður er og á að vera í fremstu röð íslenskra sveitarfélaga.
Rekstur sveitarsjóð er í góðu jafnvægi og batnar frá síðasta ári sem er jákvætt og má sama segja um einstaka málaflokka hjá sveitarfélaginu en rekstur þeirra var heilt yfir á áætlun sem er gleðilegt og ber vott um ábyrga fjármálastjórn og stöðugleika í rekstri.
Fyrir það ber að þakka þeim fjölmörgu starfsmönnum sveitarfélagsins sem þar lögðu hönd á plóg til að svo mætti verða.
Útkoma ársins er ánægjuleg og henni ber að fagna. Mikill árangur hefur náðst á undanförnum árum í rekstri sveitarfélagsins sem og stöðugleiki í rekstri. Stöðugleiki í rekstri er undirstaðan fyrir áframhaldandi uppbyggingu samfélagsins. Það er verkefni okkar, kjörinna fulltrúa og starfsmanna sveitarfélagsins að viðhalda þeim stöðugleika á næstu árum. Er það verkefni allra sveitarstjórnarfulltrúa saman hvar í flokki þeir eru, enda kjörnir til að standa vörð um hagsmuni Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Undir þetta ritar meirihlutinn:
Gísli Sigurðsson
Regína Valdimarsdóttir
Ingibjörg Huld Þórðardóttir
Laufey Skúladóttir
Einar E. Einarsson
Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2018 borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með níu atkvæðum.
Fundi slitið - kl. 17:35.