Veitunefnd Svf Skagafjarðar
Dagskrá
Viggó Jónsson sat fundinn í gegnum síma.
1.Hitaveita í Fljótum 2015
Málsnúmer 1408141Vakta málsnúmer
Stefnt er að hefja framkvæmdir í Fljótum um mánaðarmótin maí/júní.
Í sumar verða lagðar lagnir í Flókadal, Haganesvík og að Lambanesi.
Verklok eru 1. september 2016.
Í sumar verða lagðar lagnir í Flókadal, Haganesvík og að Lambanesi.
Verklok eru 1. september 2016.
2.Hitaveita - nýframkvæmd í Lýtingsstaðahreppi 2016 og 2017.
Málsnúmer 1602183Vakta málsnúmer
Búið er að ganga frá pöntun á dælu til prufudælingar á Hverhólum.
Stefnt er á prufudælingu á holunni í sumar.
Stefnt er á prufudælingu á holunni í sumar.
3.Mælavæðing þéttbýliskjarna í Skagafirði - hitaveita
Málsnúmer 1312141Vakta málsnúmer
Uppsetning mæla á Sauðárkróki hefur gengið vel og er uppsetningu lokið í Túnahverfi. Uppsetning er hafin í Hlíðarhverfi og fer á fullt aftur með haustinu. Uppsetningu mæla á að vera lokið næsta vor.
Lesið verður af stærri mælum (25mm og stærri) mánaðarlega eftir uppsetningu nýrra mæla. Reikningar stærri notenda verða því samkvæmt raunnotkun hvers mánaðar í stað áætlunar áður. Með þessu móti geta stærri viðskiptavinir Skagafjarðarveitna fylgst betur með raunnotkun sinni.
Lesið verður af stærri mælum (25mm og stærri) mánaðarlega eftir uppsetningu nýrra mæla. Reikningar stærri notenda verða því samkvæmt raunnotkun hvers mánaðar í stað áætlunar áður. Með þessu móti geta stærri viðskiptavinir Skagafjarðarveitna fylgst betur með raunnotkun sinni.
4.Nýr vatnstankur á Gránumóum
Málsnúmer 1602182Vakta málsnúmer
Framkvæmdir eru hafnar við nýjan vatnstank á Gránumóum.
Botnplata verður steypt á næstu dögum og stefnir verktaki á að ljúka allri uppsteypu um mánaðarmótin júní / júlí.
Verklok eru í lok júlí.
Botnplata verður steypt á næstu dögum og stefnir verktaki á að ljúka allri uppsteypu um mánaðarmótin júní / júlí.
Verklok eru í lok júlí.
5.Beiðni um leigu á landspildu sunnan við Hrímnishöll
Málsnúmer 1604120Vakta málsnúmer
Lagt var fyrir erindi frá Birni Sveinssyni þar sem óskað er eftir leigu á landspildu sunnan við Bjarmaland / Hrímnishöll við Steinsstaði.
Landspildan er í eigu Skagafjarðarveitna.
Sviðstjóra falið að skoða málið.
Landspildan er í eigu Skagafjarðarveitna.
Sviðstjóra falið að skoða málið.
Fundi slitið - kl. 15:35.