Fara í efni

Fréttir

Skagafjörður auglýsir eftir rekstraraðila fyrir Menningarhúsið Miðgarð

12.09.2024
Rekstraraðila Menningarhússins Miðgarðs er ætlað að sjá um daglega starfssemi í húsinu, veitingasölu, útleigu, ræstingar og minniháttar viðhald. Meginhlutverk Menningarhússins Miðgarðs er að vera vettvangur tónlistar. Lögð er áhersla á fjölbreytta og metnaðarfulla tónlistardagskrá. Jafnframt er húsið æfingaraðstaða fyrir tónlistariðkendur í...

Tré ársins hjá Skógræktarfélagi Íslands í Varmahlíð

10.09.2024
Um helgina útnefndi Skógræktarfélag Íslands Tré ársins 2024 við hátíðlega athöfn í Varmahlíð en Tré ársins er í ár Skógarfura (Pinus sylvestris) í skógarlundi sunnan við Mánaþúfu í Varmahlíð. Í frétt á heimasíðu Skógræktarfélags Íslands segir að þetta sé í fyrsta sinn sem Skógarfura sé valin sem Tré ársins. Þar segir jafnframt að Skógarfura hafi...

Umhverfisverðlaun Skagafjarðar veitt í 20. sinn

09.09.2024
Umhverfisverðlaun Skagafjarðar voru veitt í 20. sinn nú fyrir helgi. Líkt og síðastliðin tuttugu ár voru það meðlimir í Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar sem sáu um og stóðu að verðlaununum sem er samvinnuverkefni klúbbsins og sveitarfélagsins Skagafjarðar. Farnar voru skoðunarferðir um Skagafjörð í sumar til að meta bæi, hverfi og svæði í firðinum...

Fjallkonuhátíð verður haldin í Skagafirði um helgina

06.09.2024
Nú um helgina, dagana 7. og 8. september fer fram Fjallkonuhátíð í Skagafirði. Á hátíðinni verður fjölbreytt dagskrá með áhugaverðum erindum um baðstofulíf og búningaþróun á 19 öld, þjóðbúningasýningu, þjóðbúningamessu, kynnisferð um sögustaði, heimsókn í Glaumbæ, myndatökum og söng. Að hátíðinni standa Þjóðbúningafélag Íslands, Pilsaþytur í...

Umhverfisverðlaun Skagafjarðar verða veitt í 20. sinn í dag

05.09.2024
Í dag, fimmtudaginn 5. september verða umhverfisverðlaun Skagafjarðar veitt í 20. sinn. Hefð er fyrir því að meðlimir úr Soroptimistaklúbbi Skagafjarðar fari í skoðunarferðir um Skagafjörð á sumrin til að meta bæi, hverfi og svæði í firðinum fyrir umhverfisverðlaunin, sem er samvinnuverkefni klúbbsins og sveitarfélagsins. Að loknu mati er valið úr...

Umsóknir til sérstaks húsnæðisstuðnings vegna 15-17 ára barna

03.09.2024
Skagafjörður veitir sérstakan húsnæðisstuðning til foreldra eða forsjáraðila 15-17 ára barna sem leigja herbergi á heimavist, námsgörðum eða á almennum markaði hér á landi vegna náms fjarri lögheimili. Umsókn, afgreiðsla og mat umsókna er rafræn og fer fram hér á heimasíðu Skagafjarðar í gegnum Íbúagátt - umsóknir - félagsþjónustan. Hlekkur á...

Kynning á nýrri nálgun í leikskólamálum í Skagafirði

02.09.2024
Fræðslunefnd Skagafjarðar boðar ykkur á kynningarfund til að kynna niðurstöður spretthóps um nýja nálgun í leikskólamálum og þær breytingar sem framundan eru. Fundurinn verður haldinn á Teams mánudaginn 2. september kl. 17:00. Í lok febrúar sl. skipaði byggðarráð Skagafjarðar spretthóp um nýja nálgun í leikskólamálum. Í hópnum sátu fulltrúar í...

Myndasyrpa frá ýmsum framkvæmdum í Skagafirði

30.08.2024
Það er gaman að fylgjast með uppbyggingu og endurbótum sem eiga sér stað í Skagafirði. Hér fylgir myndasyrpa frá ýmsum framkvæmdum sem standa yfir um þessar mundir.

Götulokun vegna malbikunar

29.08.2024
Vegna vinnu við malbikun verður Sæmundarhlíð á Sauðárkróki lokuð sunnan við Túnahverfi frá gatnamótum Sæmundarhlíðar og Túngötu annars vegar og Sæmundarhlíðar og Skagfirðingabrautar hins vegar frá föstudeginum 30. ágúst til þriðjudagsins 3. september nk.