Fara í efni

Fréttir

Sundlaugin í Varmahlíð opin eftir viðhald

13.05.2024
Sundlaugin í Varmahlíð er nú aftur opin eftir viðhald sem fór fram síðustu daga. Sundlaugin er opin sem hér segir:Mánudaga - fimmtudaga kl. 08 - 21Föstudaga kl. 08 - 14Laugardaga og sunnudaga kl. 10 – 16

Skráning í Vinnuskólann stendur yfir

10.05.2024
Við vekjum athygli á því skráningar í Vinnuskóla Skagafjarðar fyrir sumarið 2024 eru í fullum gangi. Vinnuskólinn verður starfandi frá mánudeginum 3. júní til föstudagsins 9. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Leitast er við að veita öllum 13 til 16 ára unglingum búsettum í Skagafirði aðgang í skólann. Árgangarnir sem í hlut eiga...

Auglýsing vegna kjörskrár

10.05.2024
Kjörskrá Skagafjarðar, vegna forsetakosninganna þann 1. júní nk. liggur frammi í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, Skagfirðingabraut 21, alla virka daga frá kl. 10:00 til 12:00 og 12:30 -15:00 frá og með föstudeginum 10. maí til kjördags. Upplýsingar um hvar þú ert á kjörskrá og hvaða kjördeild þú tilheyrir er einnig að finna á upplýsingaveitu Þjóðskrár...

Opnunartímar sundlauga uppstigningardag 9. maí

08.05.2024
Sundlaugar Skagafjarðar verða opnar samkvæmt hefðbundum helgaropnunartíma á uppstigningardag, 9. maí að undanskilinni sundlauginni í Varmahlíð sem er lokuð um þessar mundir vegna viðhaldsvinnu. Opnunartímar verða eftirfarandi: Sundlaug Sauðárkróks 10-16Sundlaugin á Hofsósi 11-16Sundlaugin Varmahlíð - LOKAÐ

Til sölu veiðileyfi í Laxá í Laxárdal

07.05.2024
Veiðileyfi í eigu sveitarfélagsins í Laxá í Laxárdal í fyrrum Skefilsstaðahreppi eru til sölu. Um er að ræða tvo daga 25. júlí og 8. ágúst. Veiðisvæðin eru tvö. Svæði 1 er frá ósi árinnar við Sævarland að brúnni við Skíðastaði og svæði 2 frá brúnni að Háafossi. Leyfð er ein stöng á hvoru svæði í ánni og er daglegur veiðitími frá kl 7 - 13 og 16 - 22. Uppfært kl 14:30 Búið er að úthluta leyfunum.

Losun garðúrgangs á Sauðárkróki

06.05.2024
Vakin er athygli á því að á Sauðárkróki eru tveir losunarstaðir fyrir garðúrgang sem gegna sitthvoru hlutverkinu Jarðvegstippur við Borgargerði, sunnan við hundagerðið (grænn punktur á mynd) Þangað fer einungis almennur garðúrgangur: Smærri trjágreinarJarðvegurGras/hey Gránumóar (rauður punktur á mynd) Þangað fer eftirfarandi...

Auglýsing um skipulagsmál - tvær óverulegar breytingar á aðalskipulagi

03.05.2024
Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur samþykkt tvær óverulegar breytingar á aðalskipulagi sem hér segir:  Miðsvæði við Aðalgötu - Faxatorg á Sauðárkróki (M-401) Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 23. fundi sínum þann 21. febrúar sl. óverulega breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 í samræmi við 2. mgr. 36. gr....

Árni Björn Björnsson og Ragnheiður Ásta Jóhannsdóttir hljóta Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2024

29.04.2024
Á setningu Sæluviku Skagfirðinga 2024 sem fram fór í  Safnahúsi Skagfirðinga í gær voru Samfélagsverðlaun Skagafjarðar veitt í níunda sinn. Verðlaunin eru veitt árlega þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í sveitarfélaginu Skagafirði sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag. Á 22. fundi atvinnu-,...

Tjón á gervigrasvellinum á Sauðárkróki

29.04.2024
Fréttir
Laugardaginn 20. apríl sl. voru miklar leysingar í Skagafirði og hafði Veðurstofa Íslands m.a. gefið út gula viðvörun vegna rigninga og asahláku í landshlutanum. Í leysingunum fór gervigrasvöllurinn á Sauðárkróki undir vatn að stórum hluta þrátt fyrir þær fyrirbyggjandi aðgerðir sem gerðar voru ofan við grasvöllinn dagana á...