Fara í efni

Fréttir

Íbúagátt óvirk um helgina

07.11.2025
Sveitarfélagið Skagafjörður hefur í nánu samstarfi við upplýsingatæknifyrirtækið OK og hugbúnaðarfyrirtækið One Systems unnið að undirbúningi umfangsmikilla flutninga á skjalakerfi sveitarfélagsins. Kerfið, sem hingað til hefur verið hýst hjá Sensa, verður nú flutt í rekstrarumhverfi hjá OK og verður þar með innan okkar eigin...

Elín Jónsdóttir ráðin í starf aðalbókara

06.11.2025
Elín Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf aðalbókara hjá sveitarfélaginu. Aðalbókari ber ábyrgð á að bókhald sveitarfélagsins og stofnana þess sé fært í samræmi við lög og reglur og fjárhagsáætlanir hverju sinni. Aðalbókari tryggir réttmæti fjárhagsupplýsinga og tekur þátt í greiningu þeirra ásamt undirbúningi upplýsinga fyrir stjórnendur...

Sigurður Óli Ólafsson ráðinn aðstoðarmaður byggingarfulltrúa

05.11.2025
Sigurður Óli hefur verið ráðinn í starf aðstoðarmanns byggingarfulltrúa. Lögbundið hlutverk byggingarfulltrúa er að hafa umsýslu og eftirlit með mannvirkjagerð í sveitarfélaginu. Helstu verkefni aðstoðarmanns verða yfirferð aðal- og séruppdrátta, undirbúningur vegna afgreiðslufunda byggingarfulltrúa, byggingareftirlit og úttektir mannvirkja, ásamt...

Skagafjörður auglýsir grunnskólann á Hólum til leigu

05.11.2025
Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir til leigu fasteignina Hólar Grunnskóli F2142800, 409 m2 húsnæði ásamt íbúðarhluta sem er að auki 135 m2, staðsett á Hólum í Hjaltadal Skagafirði. Húsnæðið var áður notað sem skólabygging og hentar því vel fyrir ýmsa starfsemi. Um er að ræða skólabyggingu og séríbúð. Hægt er að leigja fasteignirnar í sitthvoru...

Endurskoðun menntastefnu Skagafjarðar

31.10.2025
Kæru íbúar í Skagafirði! Þrír (3) íbúafundir voru haldnir í lok október í Skagafirði sem hluti af samráði við endurskoðun menntastefnu Skagafjarðar. Ef þú misstir af fundi eða vilt bæta einhverju við þá er tækifærið hér að taka þátt í þessari könnun/mati og leggja þitt af mörkum. Öllum í Skagafirði er velkomið að taka þátt! Innlegg þitt er nafnlaust.

Nýr slökkviliðsbíll til sýnis hjá Brunavörnum Skagafjarðar í Varmahlíð

29.10.2025
Opið hús verður hjá Brunavörnum Skagafjarðar í Varmahlíð, föstudaginn 31. október frá kl. 14:00-15:30. Nýr slökkviliðsbíll verður til sýnis fyrir gesti og gangandi og einnig verður starfsemi og búnaður slökkviliðsins kynntur. Nýr bíll mun leysa af hólmi ríflega 50 ára gamla bifreið Brunavarna Skagafjarðar í Varmahlíð. Um er að ræða...

Þjónustustefna Skagafjarðar 2026-2029 - Samráð við íbúa

29.10.2025
Með lögum nr. 96/2021 sem tóku gildi í júní 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði við sveitarstjórnarlög sem fjallar um þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags. Samkvæmt 130. gr. a sveitarstjórnarlaga, skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú árin eftir það, um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi...

Útboð: Akstur almenningsvagna á Sauðárkróki

24.10.2025
Consensa, fyrir hönd Skagafjarðar, óskar eftir tilboðum í akstur almenningsvagna á Sauðárkróki. Um er að ræða akstur almenningsvagna á fjórum skilgreindum akstursleiðum og annan tilfallandi akstur hópbifreiða fyrir sveitarfélagið í samræmi við skilmála útboðslýsingar. Hægt er að sækja öll útboðsgögn án endurgjalds á útboðsvefnum....

Ráðhúsið lokar í dag kl. 14:00 vegna kvennaverkfallsins

24.10.2025
Vakin er athygli á því að Ráðhúsið lokar í dag, föstudaginn 24. október kl. 14:00 vegna kvennaverkfallsins. Skagafjörður vill benda á að það verður skipulögð dagskrá í tilefni dagsins á Sauðárkróki og í Varmahlíð.