Fara í efni

Fréttir

Kvenna­verk­fall 24. október

23.10.2025
Föstu­daginn 24. október verður kvenna­verk­fall um land allt. Vegna þessa er viðbúið að þjónusta á vegum Skagafjarðar verði skert eða þyngri í vöfum. Samtök launafólks ásamt fjölmörgum öðrum baráttusamtökum kvenna og hinsegin fólks standa að deginum, en nú eru 50 ár liðin frá því að konur lögðu fyrst niður störf til þess að krefjast jafnréttis....

Bleiki dagurinn haldinn hátíðlegur í Skagafirði

23.10.2025
Bleiki dagurinn var haldinn hátíðlegur í gær, miðvikudaginn 23. október um land allt. Þetta er sá dagur sem landsmenn klæðast bleiku og lýsa upp skammdegið upp í bleikum ljóma til að sýna samstöðu með öllum konum sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum þeirra.  Starfsfólk Skagafjarðar tók að sjálfsögðu þátt og voru margar stofnanir...

Íbúafundir vegna endurskoðunar menntastefnu Skagafjarðar

22.10.2025
Hafin er vinna við endurskoðun menntastefnu Skagafjarðar frá 2020. Verkefnið er fólgið í því að greina framgang á gildandi stefnu og móta nýja á grunni þeirrar eldri, skýra framtíðarsýn og aðgerðir til innleiðingar stefnunnar með viðmiðum um gæði mennta- og uppeldisstarfs. Rík áhersla er lögð á samráð við stjórnendur, starfsfólk, nemendur,...

Kristín Halla nýr skólastjóri Tónlistarskóla Skagafjarðar

20.10.2025
Kristín Halla Bergsdóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra Tónlistarskóla Skagafjarðar. Kristín Halla er með framhaldspróf í fiðluleik og víóluleik, Suzuki kennararéttindi á fiðlu og víólu, diplómu í viðburðastjórnun og meistaragráðu í menningarstjórnun. Hún er starfandi staðgengill skólastjóra tónlistarskólans en hefur auk þess hátt í...

Draugasýning og draugasögur á bókasafninu á Sauðárkróki

20.10.2025
Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur segir frá draugum og þeim ólíku gerðum drauga sem finnast á Íslandi, uppvakningum, afturgöngum og útburðum, auk þess að segja nokkrar vel valdar íslenskar draugasögur. Þá verður einnig farið yfir ýmis praktísk atriði, eins og hvernig má þekkja drauga sem fólk mætir á förnum vegi, vekja þá upp og losna undan...

Skagafjörður auglýsir félagsheimilið Skagasel til Sölu

17.10.2025
Í samræmi við ákvörðun 157. fundar byggðarráðs Skagafjarðar frá 15. ágúst 2025 auglýsir Skagafjörður hér með félagsheimilið Skagasel til sölu. Sveitarfélagið óskar eftir tilboðum í eignina og er eignin laus til afhendingar við kaupsamning. Áhugasamir geta haft samband við baldur@skagafjordur.is fyrir nánari upplýsingar. Lýsing á húsnæðinu: Um er...

Rekstraraðili fyrir félagsheimilið Bifröst

17.10.2025
Skagafjörður auglýsir eftir umsóknum frá aðilum sem vilja taka að sér rekstur félagsheimilisins Bifrastar á Sauðárkróki til allt að tveggja ára með gagnkvæmum uppsagnarákvæðum. Möguleiki er á árs framlengingu. Félagsheimilið Bifröst er byggt árið 1925 og er 624,9 m². Húsið er innréttað með föstum sætum til kvikmyndasýninga, leiksýninga og...

Skipulagslýsing: Skagfirðingabraut 26 á Sauðárkróki

17.10.2025
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 42. fundi sínum þann 15. október 2025 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir gerð deiliskipulags fyrir lóð númer 26 við Skagfirðingabraut á Sauðárkrók í Skagafirði skv. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hér er sett fram skipulagslýsing vegna gerð nýs deiliskipulags fyrir skólasvæði FNV við Skagfirðingabraut 26 á...

Deiliskipulagstillaga á vinnslustigi: Borgarflöt 35 - Sauðárkrókur

17.10.2025
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 42. fundi sínum þann 15. október 2025 að auglýsa deiliskipulastillögu fyrir Borgarflöt 35 á vinnslustigi, í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða vinnslutillögu deiliskipulags fyrir uppbyggingu Háskólans á Hólum við Borgarflöt 35. Í vinnslutillögunni felst að greina kosti og möguleika...