Fara í efni

Fréttir

Hunda- og kattahreinsun

01.03.2024
Fréttir
Fimmtudaginn 7. mars nk. býður dýralæknir skráðum hunda- og kattaeigendum upp á hreinsun gæludýra í Áhaldahúsinu Borgarflöt 27 á Sauðárkróki. Kattahreinsun verður frá kl. 16-17 og hundahreinsun frá kl. 17-18. Hreinsunin er innifalin í verði gæludýraskráningar og stendur skilvísum gæludýraeigendum til boða. Viljum við minna á að eigendum hunda og...

Útboð - Akstursþjónusta í Skagafirði

29.02.2024
Fréttir
Consensa fyrir hönd sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir tilboðum í akstursþjónustu fyrir fatlaða og aldraða í Skagafirði samkvæmt skilmálum útboðsins. Útboðinu er skipt í tvo samningshluta og heimilt er að leggja fram tilboð í annan samningshluta útboðsins eða báða samningshluta þess.Hægt er að sækja öll útboðsgögn án greiðslu á útboðsvefnum...

Hjörvar Halldórsson ráðinn sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs

28.02.2024
Fréttir
Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur ákveðið að ráða Hjörvar Halldórsson í starf sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs en staðan var auglýst laus til umsóknar í janúar sl. Alls bárust sex umsóknir um stöðuna en tveir umsækjendur drógu umsókn sína til baka. Hjörvar er með B.Sc. gráðu í véltæknifræði frá Tækniháskóla Íslands. Hann er einnig menntaður...

Skipulagslýsing - Staðarbjargavík Hofsósi

28.02.2024
Fréttir
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 23. fundi sínum þann 21. febrúar 2024 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir Staðarbjargavík, Hofsósi, Skagafirði skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinargerð nr. SL01 dags. 02.02.2024 unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu. Skipulagssvæðið afmarkast af Suðurbraut...

Auglýsing um skipulagsmál - Borgargerði 4, Skógargötureitur og Kirkjureitur

28.02.2024
Fréttir
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 23. fundi sínum þann 21. febrúar 2024 að auglýsa, í samræmi við 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010, deiliskipulagstillögu fyrir Borgargerði 4 í Borgarsveit, Skagafirði, að kynna tillögu á vinnslustigi fyrir Skógargötureit, íbúðabyggð á Sauðárkróki og að kynna tillögu á vinnslustigi fyrir Kirkjureitinn á...

Auglýsing vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Aðalgötu 20b á Sauðárkróki, verndarsvæði í byggð

28.02.2024
Fréttir
Hjá byggingarfulltrúa sveitarfélagsins Skagafjarðar liggur fyrir byggingarleyfisumsókn í samræmi við 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 frá eiganda Aðalgötu 20b á Sauðárkróki, um leyfi til að gera breytingar á húsnæðinu. Breytingar varða notkun og útlit, þar sem gerðar verða íbúðir á báðum hæðum hússins með tilheyrandi breytingum.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - aukafundur

26.02.2024
Fréttir
Haldinn verður fundur í sveitarstjórn Skagafjarðar miðvikudaginn 28.febrúar að Sæmundargötu 7 og hefst hann kl. 16:00

Tilkynning til hundaeigenda

26.02.2024
Fréttir
Ert þú til fyrirmyndar? Þarf nágranninn nokkuð að þrífa upp eftir þinn hund?  Mikið hefur borið á kvörtunum til sveitarfélagsins vegna lausagöngu hunda upp á síðkastið, sérstaklega í Varmahlíð og á Hofsósi. Hundaeigendur eru vinsamlegast minntir á að lausaganga hunda í þéttbýli Skagafjarðar er með öllu óheimil. Þetta á við alla daga, allt...

Tímabundin 50% niðurfelling gatnagerðargjalda af nokkrum lóðum á Hofsósi og Steinsstöðum samþykkt

22.02.2024
Fréttir
Á 23. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar sem haldinn var 21. febrúar sl., var samþykkt að fella tímabundið niður 50% gatnagerðargjald af eftirtöldum lóðum: Hofsós: Kárastígur nr. 4 og 6, Kirkjugata nr. 11, Sætún nr. 1-5 (raðhús) og 12 og Hátún nr. 1, 2, 3, 4, 5 og nr. 6-8 (parhús). Steinsstaðir: Lækjarbakki nr 2, 4, 6 og 8, þegar þessar lóðir...