Fara í efni

Fréttir

Verkföllum KÍ frestað

29.11.2024
Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ hafa samþykkt innanhústillögu ríkissáttasemjara um ramma fyrir kjarasamninga.Samhliða því hefur KÍ frestað öllum verkföllum og aðilar sammælst um að halda friðarskyldu út janúar 2025 í þeim tilgangi að ljúka gerð kjarasamnings. Kjaraviðræður verða áfram undir verkstjórn embættisins. Þau börn...

Rafrænar bókanir á viðtalstímum skipulagsfulltrúa og byggingafulltrúa

29.11.2024
Íbúar Skagafjarðar geta nú bókað viðtalstíma hjá skipulagsfulltrúa og byggingafulltrúa á einfaldan og þægilegan hátt í gegnum rafrænt bókunarkerfi á heimasíðu sveitarfélagsins. Þessi nýja þjónusta er hluti af stefnu sveitarfélagsins um að bæta aðgengi að þjónustu og auka skilvirkni í samskiptum við íbúa. Með rafrænum bókunum geta íbúar valið sér...

Sundlaugarnar á Sauðárkróki og Hofsósi loka tímabundið en pottarnir opnir

29.11.2024
Vegna mikillar kuldatíðar munu laugarkör sundlauganna á Sauðárkróki og Hofsósi vera lokuð tímabundið. Pottarnir verða opnir samkvæmt opnunartíma. Er það gert til þess að fara sparlega með heitavatnið á svæðinu. Tenging nýrrar hitaveituholu í Borgarmýrum við hitaveitukerfið á Sauðárkróki er ekki lokið en með nýju hitaveituholunni má leiða líkur af...

Skipan í kjördeildir í Skagafirði

29.11.2024
Við kosningar til Alþingis sem fram fara laugardaginn 30. nóvember nk. er skipan í kjördeildir sem hér segir: Kjördeild í Bóknámshúsi FNV, Sauðárkróki Þar kjósa íbúar Sauðárkróks og fyrrum Skarðs-, Rípur- og Skefilsstaðahreppa. Kjörfundur hefst kl. 09:00. Kjördeild í Höfðaborg, Hofsósi Þar kjósa íbúar fyrrum Hofs-, Fljóta-, Hóla- og...

Afreksíþróttasjóður ungmenna í Skagafirði auglýsir eftir umsóknum

29.11.2024
Auglýst er eftir umsóknum vegna sjóðsúthlutunar fyrir árið 2024. Í reglunum segir: „Styrkurinn er ætlaður þeim sem taka þátt í landsliðsverkefnum eða öðru sem jafna má við þátttöku í þeim að mati sérstakrar úthlutunarnefndar, enda hafi slík þátttaka í för með sér veruleg útgjöld þátttakenda og forráðamanna þeirra.“ „Hver einstaklingur getur...

Fjárhagsáætlun 2025-2028 samþykkt í sveitarstjórn Skagafjarðar

28.11.2024
Fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2025, ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2026-2028 var samþykkt á fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar 27. nóvember sl. Fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árin 2025-2028 er sett fram í samræmi við 62. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, fyrir A-hluta og samantekinn reikning fyrir A- og B-hluta. Í A-hluta er...

Þjónustustefna Skagafjarðar - Samráð við íbúa

27.11.2024
Með lögum nr. 96/2021 sem tóku gildi í júní 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði við sveitarstjórnarlög sem fjallar um þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags. Samkvæmt 130. gr. a sveitarstjórnarlaga, skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú árin eftir það, um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi...

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 27. nóvember

25.11.2024
32. fundur sveitarstjórnar Skagafjarðar verður haldinn að Sæmundargötu 7a, miðvikudaginn 27. nóvember 2024 og hefst kl. 16:15. Dagskrá:  Fundargerð1.     2410025F - Byggðarráð Skagafjarðar - 118 1.1 2406128 - Rekstrarsamningur við skíðadeild 20241.2 2410211 - Vísindagarðar í Skagafirði1.3 2410194 - Flugklasinn Air 66N -...

Samninganefndir funda hjá ríkissáttasemjara

21.11.2024
Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga funda áfram hjá ríkissáttasemjara í dag, en er það þriðji dagurinn í röð þar sem boðað er til formlegs fundar í kjaradeilunni. Í dag munu samningsaðilar halda áfram því samtali og vinnu sem hefur farið fram í vikunni. Samninganefnd Sambandsins ítrekar samningsvilja sinn gagnvart leik- og...