Fara í efni

Fréttir

Valdís Ósk Óladóttir ráðin í starf ráðgjafa í barnavernd

26.07.2024
Valdís Ósk Óladóttir hefur verið ráðin í starf ráðgjafa í barnavernd á fjölskyldusviði hjá sveitarfélaginu Skagafirði. Valdís er með BSc. gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst og ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Valdís Ósk hefur góða þekkingu á barnaverndarlögunum og skrifaði meistaraprófsritgerð sína um réttindi barna...

Tillaga að deiliskipulagi, Neðri-Ás 2

10.07.2024
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 26. fundi sínum þann 10. apríl 2024 að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir frístundabyggð að Neðri-Ási 2, land 3 og 4, Hjaltadal, Skagafirði, í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035. Í Aðalskipulaginu er á svæðinu gert ráð...

Vinnslutillögur fyrir breytingar á Aðalskipulagi, Litla-Gröf 2 og Deplar

10.07.2024
Byggðarráð Skagafjarðar sem starfar í umboði sveitarstjórnar Skagafjarðar samþykkti á 104. fundi sínum þann 3. júlí 2024 að auglýsa eftirtaldar vinnslutillögur fyrir breytingar á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vinnslutillögurnar eru settar fram í greinargerðum dags. júní...

Samúel Rósinkrans Kristjánsson ráðinn umsjónarmaður Eignasjóðs

05.07.2024
Samúel Rósinkrans Kristjánsson var á dögunum ráðinn í starf umsjónarmanns Eignasjóðs á Veitu- og framkvæmdasviði hjá sveitarfélaginu Skagafirði. Eignasjóður Skagafjarðar leigir út fasteignir til stofnana og einstaklinga. Eignasjóður leggur áherslu á gott samstarf og þjónustu við viðskiptavini sína og hefur að leiðarljósi fagleg vinnubrögð við...

Aðalheiður Sigurðardóttir ráðin í starf ráðgjafa/tengiliðar hjá fjölskyldusviði

04.07.2024
Starf ráðgjafa/tengiliðar hjá fjölskyldusviði Skagafjarðar var auglýst laust til umsóknar í júní. Aðalheiður Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starfið. Aðalheiður er tengslaráðgjafi og hefur undanfarin ár rekið eigið fyrirtæki sem kallast Ég er Unik. Í gegnum fyrirtækið hefur hún boðið upp á fyrirlestra fyrir foreldra, skólafólk og á ráðstefnum...

Mikilvægt að bændur skrái allt það tjón sem þeir tengja óveðrinu í júní

04.07.2024
Óveður sem gekk yfir í júní s.l. var á dagská á fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar í morgun en málið var áður á dagskrá hjá nefndinni þann 13. júní s.l. þar sem nefndin skoraði á sérstakan viðbragðshóp sem Matvælaráðuneytið skipaði vegna óveðursins að ná fram heildstæðu mati á því tjóni sem bændur í öllum greinum urðu fyrir og að í framhaldinu...

Sumarlokun skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa

04.07.2024
Skrifstofur skipulags- og byggingarfulltrúa Skagafjarðar verða lokaðar frá og með 29. júlí - 9. ágúst nk. vegna sumarleyfa starfsfólks. Minnum á rafrænt umsóknarferli í gegnum íbúargátt sveitarfélagsins.

Ásta Ólöf færir þjónustu fatlaðra hjól með hjólastólarampi

03.07.2024
Í dag var heldur betur líf og fjör í Iðju-hæfingu á Sauðárkróki þegar nýtt og glæsilegt hjól með hjólastólarampi var vígt. Eins og margir kannast við þá var það Ásta Ólöf Jónsdóttir sem stóð fyrir söfnun á hjólinu snemma árs og er nú hjólið komið í Skagafjörðinn og tilbúið til notkunar. Hjólið er með rafmagnsmótor og er hannað svo að auðveldara...

Einungis skal nota maíspoka undir lífrænan úrgang í Skagafirði

27.06.2024
Af gefnu tilefni viljum við koma þeirri ábendingu til íbúa Skagafjarðar sem og gesta okkar að einungis er tekið á móti lífrænum úrgangi í jarðgeranlegum maíspokum í Skagafirði. Bréfpokana sem þekkjast víða annars staðar skal ekki nota undir lífrænan úrgang. Ástæðan fyrir þessu er að lífrænn úrgangur er sendur til Jarðgerðarstöðvarinnar Moltu...