Fara í efni

Fréttir

Notendur hitaveitu út að austan

04.12.2024
Vegna strengvæðingar Rarik á norðanverðum Tröllaskaga og rafmagnstruflana af þeim sökum fór rafmagn af dælustöð í Hrolleifsdal. Af óviðráðanlegum orsökum fór sjálvirkt varaafl ekki í gang, en strax var brugðist við og varaafli komið á. Nokkurn tíma tekur að keyra upp þrýsting, en allir notendur ættu að vera komnir með heitt vatn upp úr hádeginu.

Sundlaugar opnar á ný

03.12.2024
Sundlaugarkörin á Sauðárkróki og Hofsósi hafa verið opnuð á ný en loka þurfti tímabundið vegna kuldatíðar.

Ljós tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi - Myndasyrpa

02.12.2024
Ljósin voru tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi við hátíðlega athöfn sl. helgi. Nokkuð kalt var í veðri en íbúar létu það ekki á sig fá og vel var mætt. Gönguhljómsveit Tónlistarskóla Skagafjarðar spilaði nokkur lög, undir stjórn Joaquim De la Cuesta Gonzáles, Perurnar úr Ávaxtakörfunni sungu fyrir gesti og fengu til sín jólasveinana og foreldra...

Verkföllum KÍ frestað

29.11.2024
Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ hafa samþykkt innanhústillögu ríkissáttasemjara um ramma fyrir kjarasamninga.Samhliða því hefur KÍ frestað öllum verkföllum og aðilar sammælst um að halda friðarskyldu út janúar 2025 í þeim tilgangi að ljúka gerð kjarasamnings. Kjaraviðræður verða áfram undir verkstjórn embættisins. Þau börn...

Rafrænar bókanir á viðtalstímum skipulagsfulltrúa og byggingafulltrúa

29.11.2024
Íbúar Skagafjarðar geta nú bókað viðtalstíma hjá skipulagsfulltrúa og byggingafulltrúa á einfaldan og þægilegan hátt í gegnum rafrænt bókunarkerfi á heimasíðu sveitarfélagsins. Þessi nýja þjónusta er hluti af stefnu sveitarfélagsins um að bæta aðgengi að þjónustu og auka skilvirkni í samskiptum við íbúa. Með rafrænum bókunum geta íbúar valið sér...

Sundlaugarnar á Sauðárkróki og Hofsósi loka tímabundið en pottarnir opnir

29.11.2024
Vegna mikillar kuldatíðar munu laugarkör sundlauganna á Sauðárkróki og Hofsósi vera lokuð tímabundið. Pottarnir verða opnir samkvæmt opnunartíma. Er það gert til þess að fara sparlega með heitavatnið á svæðinu. Tenging nýrrar hitaveituholu í Borgarmýrum við hitaveitukerfið á Sauðárkróki er ekki lokið en með nýju hitaveituholunni má leiða líkur af...

Skipan í kjördeildir í Skagafirði

29.11.2024
Við kosningar til Alþingis sem fram fara laugardaginn 30. nóvember nk. er skipan í kjördeildir sem hér segir: Kjördeild í Bóknámshúsi FNV, Sauðárkróki Þar kjósa íbúar Sauðárkróks og fyrrum Skarðs-, Rípur- og Skefilsstaðahreppa. Kjörfundur hefst kl. 09:00. Kjördeild í Höfðaborg, Hofsósi Þar kjósa íbúar fyrrum Hofs-, Fljóta-, Hóla- og...

Afreksíþróttasjóður ungmenna í Skagafirði auglýsir eftir umsóknum

29.11.2024
Auglýst er eftir umsóknum vegna sjóðsúthlutunar fyrir árið 2024. Í reglunum segir: „Styrkurinn er ætlaður þeim sem taka þátt í landsliðsverkefnum eða öðru sem jafna má við þátttöku í þeim að mati sérstakrar úthlutunarnefndar, enda hafi slík þátttaka í för með sér veruleg útgjöld þátttakenda og forráðamanna þeirra.“ „Hver einstaklingur getur...

Fjárhagsáætlun 2025-2028 samþykkt í sveitarstjórn Skagafjarðar

28.11.2024
Fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2025, ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2026-2028 var samþykkt á fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar 27. nóvember sl. Fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árin 2025-2028 er sett fram í samræmi við 62. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, fyrir A-hluta og samantekinn reikning fyrir A- og B-hluta. Í A-hluta er...