Fara í efni

Fréttir

Hrossaeigendur Sauðárkróki athugið!

18.06.2024
Þeir sem hafa haft bletti innan bæjarlandsins, til þrifabeitar fyrir hross, eru beðnir að hafa samband, óski þeir eftir að fá sömu skika til þrifabeitar í sumar. Gerðir verða skriflegir samningar við aðila, þar sem fram komi staðsetning skika, hrossafjöldi, tryggingar o.s.f.v. Þeir sem ekki hafa haft skika til afnota geta sent inn umsókn og verður...

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 19. júní 2024

17.06.2024
Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 19. jún 2024 að Sæmundargötu 7 og hefst hann kl. 16:15. Dagskrá   Fundargerð 1. 2405006F - Byggðarráð Skagafjarðar - 97   1.1 2405231 - Málefni Háskólans á Hólum   1.2 2402245 - Útboð fyrri áfanga nýrrar byggingar leikskóla í...

Tjón bænda vegna óveðurs í júní

14.06.2024
Dagana 3. til 8. júní gekk yfir Norðurland slæmt veður með mikilli úrkomu og kulda. Veðrið hafði mikil og neikvæð áhrif á búfénað, jarðrækt bænda og á aðra þá sem eiga sitt undir því komið að tíðarfarið sé betra en var þessa daga. Meðan veðrið gekk yfir voru þjónustufulltrúi landbúnaðarmála og fleiri starfsmenn sveitarfélagsins í stöðugu sambandi...

Bæjarhátíðin Hofsós heim fer fram um helgina

13.06.2024
Það verður líf og fjör á Hofsósi um helgina þar sem bæjarhátíðin Hofsós heim fer fram. Dagskráin er metnaðarfull að vanda og ættu allir gestir að finna sér eitthvað við hæfi. Dagskráin hefst á morgun, föstudaginn 14. júní þar sem götur verða skreyttar, sameiginlegt grill verður í Höfðaborg, sundlaugarpartý verður fyrir krakkana í sundlauginni á...

Margrét Petra ráðin verkefnastjóri í barnavernd

12.06.2024
Gengið hefur verið frá ráðningu Margrétar Petru Ragnarsdóttur í stöðu verkefnastjóra í barnavernd sem auglýst var laust til umsóknar í lok maí. Margrét Petra er með BA og MA próf í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands og er með gild starfsréttindi sem félagsráðgjafi. Hún hefur starfað sem ráðgjafi á fjölskyldusviði Skagafjarðar frá september 2021,...

50 ára afmælishátíð Varmahlíðarskóla á næsta ári

07.06.2024
Á næsta skólaári verður Varmahlíðarskóli 50 ára. Af því tilefni er áætlað að efna til afmælishátíðar. Til stendur að setja upp sýningu með munum sem unnir hafa verið í skólanum í gegnum tíðina eins og smíða- og hannyrðagripum. Ef einhverjir eiga slíka gripi og/eða ljósmyndir sem sýna frá starfsemi skólans eða félagslífi er óskað eftir því að fá...

Hvaða þjónusta skiptir þig máli? Þjónustukönnun Byggðastofnunar

07.06.2024
Nú fer fram könnun sem Maskína framkvæmir fyrir hönd Byggðastofnunar meðal íbúa um land allt (utan höfuðborgarsvæðis) vegna rannsókna á þjónustusókn og væntingum til breytinga á þjónustu. Könnunin er liður í að skilgreina þjónustusvæði og fá mynd af viðhorfum íbúa mismunandi svæða til breytinga á þjónustu. Út frá sjónarmiði byggðamála og...

Auglýsing um skipulagsmál - Freyjugata 25-27 og 29-31

06.06.2024
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 23. fundi sínum þann 21. febrúar 2024 umsókn Byggingarfélagsins Sýls ehf., lóðarhafa lóða nr. 25-27 og 29-31 við Freyjugötu um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir svæðið "Íbúðareitur milli Sæmundargötu, Ránarstígs og Freyjugötu á Sauðárkróki". Lagður fram tillöguuppdráttur unnin hjá BR...

Nína Ýr og Steinunn Anna nýir ráðgjafar hjá Skagafirði

04.06.2024
Þær Nína Ýr Níelsen og Steinunn Anna Helgadóttir hafa verið ráðnar inn sem ráðgjafar á fjölskyldusviði Skagafjarðar en stöðurnar voru auglýstar í maí sl. Munu þær báðar hefja störf á haustmánuðum. Nína Ýr Nielsen hefur verið ráðin í starf ráðgjafa á fjölskyldusviði. Nína hefur margra ára reynslu af störfum innan grunnskóla sem kennari,...