Fara í efni

Fréttir

Bókasafnið á Sauðárkróki lokað

24.07.2014
Fréttir
Héraðsbókasafnið verður lokað dagana 25. júlí til 8. ágúst vegna sumarleyfa. Opnum aftur mánudaginn 11. ágúst

Störf í búsetu fatlaðs fólks eru laus til umsóknar

21.07.2014
Fréttir
Fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir að ráða starfsfólk í búsetu fatlaðs fólks. Í starfinu felst að aðstoða fatlaða einstaklinga við allar athafnir daglegs lífs, persónulegar og félagslegar. Þjónustan er veitt inni á heimili hvers og eins og utan þess þegar við á hverju sinni.

Starf verkefnastjóra í atvinnu-, menningar- og kynningarmálum er laust til umsóknar

21.07.2014
Fréttir
Stjórnsýslu- og fjármálasvið Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir að ráða fjölhæfan og metnaðarfullan einstakling í starf verkefnastjóra í atvinnu-, menningar- og kynningarmálum.

Starfsfólk vantar í dagdvöl aldraðra

15.07.2014
Fréttir
Laus eru tvö hlutastörf frá og með september 2014. Störfin eru unnin á dagvinnutíma í dagdvöl aldraðra. Í störfunum felst m.a. almenn umönnun, örvun og aðstoð við endurhæfingu og sundlaug, undirbúningur og framkvæmd félagslegrar samveru og aðstoð við handmennt.

Íslenski safnadagurinn 13. júlí

10.07.2014
Fréttir
Íslenski safnadagurinn er næstkomandi sunnudag 13. júlí. Opið verður hjá Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ og Minjahúsinu á Sauðárkróki

Fjölskylduþjónusta Skagfirðinga leitar að fagfólki

03.07.2014
Fréttir
Málefni fatlaðs fólks í Skagafirði. Fjölskylduþjónusta Skagfirðinga leitar að starfsfólki með fagmenntun, t.d. í þroskaþjálfun, iðjuþjálfun, kennslufræði, félagsráðgjöf, sálfræði eða aðra sérmenntun sem nýtist í starfi með fötluðu fólki. Um er að ræða afleysingar frá ágúst 2014 til eins árs.

Sólborg Una Pálsdóttir ráðin héraðsskjalavörður Skagfirðinga

02.07.2014
Fréttir
Búið er að ráða nýjan héraðsskjalavörð hjá Héraðsskjalasafni Skagfirðinga, Sólborgu Unu Pálsdóttur. Hún mun hefja störf í ágúst.

Sundlaugarvörð vantar í Hofsós

30.06.2014
Fréttir
Tímabundin afleysing frá 10. júlí - 15. ágúst. Starfið felur í sér öryggisgæslu sundlaugar, eftirlit með öryggiskerfum, afgreiðslu sundlaugargesta og þrif.

Bókasafnið lokað 3. - 8. júlí

30.06.2014
Fréttir
Héraðsbókasafn Skagfirðinga á Sauðárkróki verður lokað vegna sumarleyfa dagana 3. - 8. júlí