Fara í efni

Fréttir

Ísbjörninn kominn með varanlegan samastað

13.06.2014
Fréttir
Á heimasíðu Byggðasafnsins segir að ísbjörninn sem hafi verið fóstraður síðastliðin sumur í Minjahúsinu á Sauðárkróki hafi nú fengið sinn fasta samastað. Hann stendur nú ekki lengur á verkstæðistorginu heldur hefur hann fengið viðeigandi klefa.

Sveitarstjórnarfundur Sveitarfélagsins Skagafjarðar

11.06.2014
Fréttir
Fyrsti fundur nýkjörinnar sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 18. júní 2014 kl. 16:15 í Safnahúsi við Faxatorg.

Íþróttakennara vantar í Varmahlíðarskóla

11.06.2014
Fréttir
Um er að ræða tímabundna stöðu, 100% starfshlutfall, tímabilið 15. ágúst til 1. desember 2014.

Umsóknarfrestur í Ræsingu rennur út 12. júní

10.06.2014
Fréttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ásamt Sveitarfélaginu Skagafirði og Kaupfélagi Skagfirðinga, efnir til samkeppni um góðar viðskiptahugmyndir í Skagafirði. Einstaklingum, hópum og fyrirtækjum er boðið að senda inn verkefni og sækja um þátttöku. Við minnum á að umsóknarfresturinn er að renna út eftir tvo daga, er til 12. júní.

Heitavatnslaust á Sauðárkróki á föstudaginn

10.06.2014
Fréttir
Vegna tengingar á nýrri stofnlögn verður heitavatnslaust á Sauðárkróki frá kl. 22. föstudaginn 13. júní nk. og fram eftir degi laugardaginn 14. júní

Grunnskólinn austan Vatna auglýsir kennslustöður lausar til umsóknar

06.06.2014
Fréttir
Á Hofsós vantar smíða-, handmennta-, myndmennta- og umsjónarkennara. Blönduð staða deildarstjórnunar og almennrar kennslu er laus á Sólgörðum, ásamt því að kennara og umsjónarkennara vantar á Hóla í Hjaltadal.

Opnun Sundlaugar Sauðárkróks tefst

06.06.2014
Fréttir
Vegna óviðráðanlegra orsaka munu viðgerðir á Sundlaug Sauðárkróks tefjast um nokkra daga og lokun hennar lengjast. Opnun verður auglýst síðar.

Búið að mynda meirihluta í nýkjörinni sveitarstjórn Skagafjarðar

06.06.2014
Fréttir
Búið er að ganga frá myndun meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks fyrir næsta kjörtímabil. Framsóknarflokkurinn fékk 5 menn kjörna og Sjálfstæðisflokkurinn 2, Vinstri grænir og óháðir og Skagafjarðarlistinn sinn mann hvor.

Sveitarstjórnarfundur Sveitarfélagsins Skagafjarðar

05.06.2014
Fréttir
Síðasti fundur núverandi sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 11. júní kl. 16:15 í Safnahúsi við Faxatorg.