Fara í efni

Fréttir

Sundlaugin í Varmahlíð lokuð milli jóla og nýárs

27.12.2022
Fréttir
Sundlaugin í Varmahlíð verður áfram lokuð milli jóla og nýárs en íþróttahúsið verður opið milli kl.16-22. Minnum á að laugarnar á Sauðárkróki og Hofsósi eru opnar samkvæmt vetraropnun þriðjudag til föstudags. Á laugardag eru laugarnar opnar frá kl. 9-12 en lokað er á sunnudag (nýársdag).

Gleðileg jól!

24.12.2022
Fréttir
Við óskum starfsmönnum, íbúum Skagafjarðar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á árinu 2023 með þökk fyrir ánægjuleg samskipti og gott samstarf á árinu sem er að líða. Sveitarstjórn og sveitarstjóri Skagafjarðar

Aukafundur sveitarstjórnar

22.12.2022
Fréttir
fundur sveitarstjórnar Skagafjarðar (aukafundur) verður haldinn föstudaginn 23. desember kl. 09:00 í fundarsal sveitarstjórnar að Sæmundargötu 7a. Dagskrá: Útsvarshlutfall í Skagafirði árið 2023, breyting vegna samkomulags um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk. Sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar á landsvísu, samningur um...

Eingöngu tekið á móti reikningum með rafrænum hætti frá áramótum

21.12.2022
Fréttir
Frá og með 1. janúar 2023 verður eingöngu tekið á móti reikningum með rafrænum hætti hjá sveitarfélaginu og stofnunum þess. Reikningar skulu vera á svokölluðu XML formi og miðlað í gegnum skeytamiðlara. Ekki er tekið við PDF reikningum í gegnum tölvupóst. Mælt er með að söluaðilar gefi út rafræna reikninga í sínum sölukerfum og miðli í gegnum...

Sundlaug Sauðárkróks opin á ný

20.12.2022
Fréttir
Sundlaug Sauðárkróks hefur verið opnuð á ný, en loka þurfti lauginni tímabundið. Um fyrirbyggjandi aðgerð var að ræða til að forgangsraða heitu vatni til heimila en mikið álag hefur verið á hitaveitukerfi Skagafjarðar vegna langvarandi kuldatíðar. Sundlaugin í Varmahlíð verður áfram lokuð þar til annað verður tilkynnt. Sundlaugin á Hofsósi er opin...

Auglýsing um skipulagsmál - Sauðárkrókskirkjugarður

19.12.2022
Fréttir
Tillaga að deiliskipulagi – Sauðárkrókskirkjugarður Skagafjörður auglýsir til kynningar vinnslutillögu fyrir deiliskipulag Sauðárkrókskirkjugarðs í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Markmið deiliskipulagsins er að setja fram skilmála um framtíðar uppbyggingu kirkjugarðsins og skapa umgjörð fyrir trúariðkun. Skipulagsnefnd...

Förum áfram vel með heita vatnið - Sundlaugar í Varmahlíð og á Sauðárkróki áfram lokaðar

19.12.2022
Fréttir
Sparnaðaraðgerðir síðustu daga í hitaveitunni hafa skilað góðum árangri á Sauðárkróki. Áfram er þó ástæða til að fara varlega. Í Varmahlíð er heitavatns staðan tæpari og þar má engu muna. Íbúar sem fá vatn þaðan eru beðnir að fara sérstaklega sparlega með heita vatnið. Því miður verða sundlaugarnar í Varmahlíð og á Sauðárkóki lokaðar eitthvað...

Sundlaugar í Varmahlíð og Sauðárkróki lokaðar um helgina

16.12.2022
Fréttir
Sundlaugar í Varamhlíð og Sauðárkróki verða lokaðar um helgina. Sundlaugin á Hofsósi verður opin áfram. Um fyrirbyggjandi aðgerð er að ræða til að forgangsraða heitu vatni til heimila en mikið álag hefur verið á hitaveitukerfi Skagafjarðar vegna langvarandi kuldatíðar. Áframhaldandi frostaspá er framundan og verður staðan varðandi lokanir...

Fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árin 2023-2026 samþykkt í sveitarstjórn

15.12.2022
Fréttir
Fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árin 2023-2026 var samþykkt í sveitarstjórn á fundi hennar í gær. Fjárhagsáætlunin sýnir rekstraráætlun, sjóðsstreymi og áætlaðan efnahagsreikning fyrir sveitarfélagið Skagafjörð, stofnanir þess og hlutdeildarfélög.