Fara í efni

Fréttir

Opnun Sundlaugar Sauðárkóks frestast um nokkra daga

19.06.2022
Fréttir
Þar sem veðrið hefur ekki verið okkur í hag síðustu daga seinkar opnun Sundlaugar Sauðárkróks, en eins og kunnugt er standa framkvæmdir þar yfir og því nauðsynlegt að loka lauginni. Vonir eru bundnar við að geta opnað seinnipart næstkomandi föstudags. Nánari upplýsingar verða tilkynntar þegar nær dregur.

Hátíðarhöld 17. júní

15.06.2022
Fréttir
Þjóðhátíðardagur Íslendinga er haldinn hátíðlegur um allt land á morgun og er Skagafjörður engin undantekning. Veðurspáin er heldur vætusöm og hefur því verið ákveðið að hátíðardagskráin fari fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í stað íþróttavallarins. Dagskráin á Sauðárkróki hefst kl 12:30 þegar teymt verður undir börnum á hestbaki á lóðinni við...

Veiðileyfi í Laxá í Laxárdal - Uppfært

15.06.2022
Fréttir
Veiðileyfi í eigu sveitarfélagsins í Laxá í Laxárdal í fyrrum Skefilsstaðahreppi eru til sölu. Um er að ræða tvo daga 3. ágúst og 14. ágúst. Veiðisvæðin eru tvö. Svæði 1 er frá ósi árinnar við Sævarland að brúnni við Skíðastaði og svæði 2 frá brúnni að Háafossi. Leyfð er ein stöng á hvoru svæði í ánni og er daglegur veiðitími frá kl 7 - 13 og 16 - 22. Dagarnir eru seldir!

Skagafjörður samþykkt sem nafn á nýju sameinuðu sveitarfélagi

14.06.2022
Fréttir
Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags fór fram í gær. Þar var m.a. samþykkt að nafn sveitarfélagsins skuli vera Skagafjörður og hefur samþykkt sveitarstjórnar á nýju nafni nú verið send til Innviðaráðuneytis til staðfestingar. Könnun um nafn á nýju sameinuðu sveitarfélagi (sveitarfélagsnúmer 5716) var gerð samhliða...

Heitavatnslaust tímabundið í dag í sunnanverðu Túnahverfi

13.06.2022
Fréttir
Heitavatnslaust verður eitthvað frameftir degi í dag í sunnanverðu Túnahverfi vegna viðgerðar. Þær götur sem um ræðir eru Brekkutún, Eyrartún, Gilstún, Iðutún, Kleifatún og Melatún.

Ærslabelgurinn á Sauðárkróki lokaður í dag vegna viðhalds

13.06.2022
Fréttir
Ærslabelgurinn á Sauðárkróki er lokaður í dag, mánudgainn 13. júní, vegna viðhaldsvinnu. Stefnt er að því að ljúka viðhaldsvinnu í dag svo hægt verði að hoppa og skoppa á ný á morgun.

Tilkynning um lokun í Sundlaug Sauðárkróks- uppfært

07.06.2022
Fréttir
Sundlaug Sauðárkróks er lokuð frá og með þriðjudeginum 7. júní vegna viðhalds. Ráðgert er að laugin verði lokuð til mánudagsins 20. JÚNÍ. Nánari upplýsingar um opnun verða settar inn þegar séð verður fyrir endann á framkvæmdum.

Framsókn og Sjálfstæðisflokkur skrifa undir meirihlutasáttmála

03.06.2022
Fréttir
Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur undirrituðu í dag meirihlutasáttmála í sameinuðu sveitarfélagi Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Fór athöfnin fram í Kakalaskála í Kringlumýri í Blönduhlíð. Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Skagafirði mun endurnýja ráðningasmaning við núverandi sveitarstjóra, Sigfús Inga...

Uppbygging fjölskyldugarðs á Sauðárkróki

31.05.2022
Fréttir
Í síðustu viku var skrifað undir viljayfirlýsingu við Kiwanisklúbbinn Freyju um uppbyggingu fjölskyldugarðs á Sauðárkróki. Markmið fjölskyldugarðsins er að stuðla að ánægjulegum samverustundum barna og foreldra og um leið að efla útiveru og hreyfingu í anda heilsueflandi samfélags. Sveitarfélagið mun sjá um hönnun og afmörkun svæðisins í samstarfi við klúbbinn en þar er gert ráð fyrir leiktækjum og annarri aðstöðu fyrir alla aldurshópa. Sveitarfélagið færir Freyjunum bestu þakkir fyrir framtakið með von um gott samstarf í framhaldinu um uppbyggingu fjölskyldugarðsins.