Fara í efni

Fréttir

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum

02.09.2022
Fréttir
Opnað hefur verið verið fyrir umsóknir um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna framkvæmda á árinu 2023. Umsóknarfrestur er til kl. 13 miðvikudaginn 5. október. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. Sjóðnum er heimilt að fjármagna...

Rafmagnslaust í Hegranesi um stund

30.08.2022
Fréttir
Tilkynning frá RARIK Rafmagnslaust verður í Hegranesi 30.08.2022 frá kl 10:00 til kl 10:30 vegna tenginga. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9000 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof.

Vetraropnun hefst í sundlaugum 29. ágúst

26.08.2022
Fréttir
Opnunartími sundlauganna tekur breytingum næsta mánudag, 29. ágúst, þegar vetraropnun tekur gildi í laugnum á Sauðárkróki og í Varmahlíð en á Hofsósi mun gilda sérstök opnun frá 29. ágúst – 25. september. Frá og með 26. september tekur svo við vetraropnun á Hofsósi. Nánari upplýsingar er að finna á heimsíðunni undir opnunartíma íþróttamannvirkja...

Auglýsing um skipulagsmál - Skólasvæði Varmahlíðar og nærumhverfi

24.08.2022
Fréttir
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 3. fundi sínum þann 17. ágúst 2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir skólasvæði Varmahlíðar og nærumhverfi skv. 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er um 5,6 ha að stærð og afmarkast til austurs af Birkimel, til suðurs af Reykjarhólsvegi, til vesturs af landnotkunarreitum...

Skólasund að hefjast í sundlaug Sauðárkróks

23.08.2022
Fréttir
Skólasund nemenda Árskóla hefst á morgun, miðvikudaginn 24. ágúst í sundlauginni á Sauðárkróki og eru aðrir sundgestir beðnir um að taka tillit til þess. Nánari upplýsingar um sundkennsluna má nálgast í afgreiðslu laugarinnar, en vakin er sérstök athygli á því að kennsla hefst fyrr en áður eða kl. 8:50 mánudaga-miðvikudaga.

Steinunn Þórisdóttir ráðin í nýja stöðu aðstoðarleikskólastjóra leikskólans Ársala

22.08.2022
Fréttir
Steinunn Þórisdóttir hefur verið ráðin í nýja stöðu aðstoðarleikskólastjóra leikskólans Ársala, en vegna stækkunar leikskólans og fjölgunar barna var ákveðið að auglýsa eftir öðrum aðstoðarleikskólastjóra. Bætist Steinunn því við stjórnunarteymi leikskólans, en Sólveig Arna Ingólfsdóttir er leikskólastjóri og Elín Berglind Guðmundsdóttir er nýlega tekin við sem aðstoðarleikskólastjóri.

Kveðja til íbúa Húnabyggðar

21.08.2022
Fréttir
Kæra sveitarstjórn og íbúar Húnabyggðar, Fyrir hönd íbúa Skagafjarðar sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur vegna þess harmleiks sem átti sér stað á Blönduósi í morgun. Hugur okkar er hjá okkar kæru nágrönnum og öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna atburðanna. Sveitarstjórn Skagafjarðar

Lokun sundlaugin í Varmahlíð

18.08.2022
Fréttir
Sundlaugin í Varmahlíð verður lokuð frá 22. ágúst til og með 25. ágúst vegna vinnu við viðhald.

Úthlutun lóða í Varmahlíð, Sauðárkróki og Steinsstöðum - umsóknafrestur til 8. september 2022

17.08.2022
Fréttir
Skagafjörður auglýsir lausar lóðir til úthlutunar í Varmahlíð, Sauðárkróki og sumarhúsabyggð við Steinsstaði. Á Sauðárkróki eru fjórar parhúsarlóðir til úthlutunar við Nestún. Til úthlutunar eru lóðir númer 16 (verður 16a og 16b), 18 (verður 18a og 18b), 22 (verður 22a og 22b) og 24 (verður 24a og 24b).   Í Varmahlíð liggur fyrir...