Fara í efni

Fréttir

Fyrsti fundur nýskipaðs Ungmennaráðs Skagafjarðar

09.01.2023
Fréttir
Þann 15. desember s.l. fór fram fyrsti fundur nýskipaðs Ungmennaráðs Skagafjarðar. Á fundinum var farið yfir hlutverk ráðsins og hvernig það getur beitt sér fyrir því að hafa áhrif á málefni ungmenna innan sveitarfélagsins. Ungmennaráð skal skipað 7 einstaklingum á aldrinum 14-20 ára sem skulu hafa lögheimili í Skagafirði. Ráðið kýs sér sjálft...

Nýtt hljóðkerfi í Íþróttahúsið á Sauðárkróki

06.01.2023
Fréttir
Nýtt hljóðkerfi hefur verið sett upp í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Mun nýja kerfið leysa af hólmi gamla kerfið sem var komið á tíma. Nýja kerfið er mun öflugra en kerfið sem fyrir var og mun nýtast vel við íþróttakennslu í húsinu, dreifir hljóðinu betur um salinn og er mun einfaldara í notkun. Þá mun kerfið án efa koma sér vel á heimaleikjum í...

Verklagsreglur vegna afsláttar á dvalargjöldum

04.01.2023
Fréttir
Verklagsreglur vegna afsláttar á dvalargjöldum í leikskólum, frístund og daggæslu í heimahúsum í Skagafirði hafa verið samþykktar í fræðslunefnd og af sveitarstjórn. Eiga reglurnar við um systkinaafslátt og viðbótarniðurgreiðslur. Systkini sem eru í mismunandi úrræðum á vegum sveitarfélagsins njóta systkinaafsláttar. Afslátturinn reiknast þannig...

Sundlaugin í Varmahlíð opin á ný

04.01.2023
Fréttir
Sundlaugin í Varmahlíð er komin í fullan rekstur frá og með deginum í dag, en eins og kom fram hér áður þurfti að loka lauginni tímabundið vegna skorts á heitu vatni vegna mikillar kuldatíðar. Við biðjumst velvirðingar á þeim lokunum sem búnar eru að vera undanfarna daga.

Álagning fasteignagjalda í Skagafirði árið 2023

04.01.2023
Fréttir
Álagningar - breytingar - innheimta Þess er óskað að ábendingar um breytingar og leiðréttingar á álagningu eða innheimtu berist til sveitarfélagsins eftir einhverri eftirtalinna leiða; í gegnum Íbúagáttina, símleiðis í síma 455 6000 eða með tölvupósti á netfangið innheimta@skagafjordur.is. Álagningarseðlar Álagningarseðlar fasteignagjalda verða...

Íþróttamaður Skagafjarðar 2022

03.01.2023
Fréttir
Körfuknattleiksmaðurinn Pétur Rúnar Birgisson var á dögunum valinn Íþróttamaður Skagafjarðar 2022. Lið meistaraflokks karla körfuknattleiksdeildar Tindastóls var valið lið ársins og Baldur Þór Ragnarson, Helgi Freyr Margeirsson og Svavar Atli Birgisson hlutu titilinn þjálfarar ársins en þeir þjálfuðu meistaraflokk karla Tindastóls í körfuknattleik...

Stefnt að því að opna minni laugina og heita pottinn í Varmahlíð á morgun

02.01.2023
Fréttir
Sundlaugin í Varmahlíð er áfram lokuð í dag en stefnt er að því að opna minni laugina og heita pottinn á morgun, 3. janúar kl. 08:00. Við minnum á að laugarnar á Sauðárkróki og Hofsósi eru opnar samkvæmt vetraropnun.

Gestafjöldi Byggðasafns Skagfirðinga aldrei verið meiri

02.01.2023
Fréttir
Í fréttaannáli Byggðasafns Skagfirðinga er árið 2022 gert upp, en nóg var um að vera hjá safninu á árinu. Ánægjulegt er frá því að segja að gestafjöldi hefur aldrei verið meiri en á árinu, en safnið tók á móti 65.437 manns á árinu og fyrra met frá árinu 2016 því slegið margfalt, en árið 2016 voru gestir safnsins 46.051. Hér má sjá fréttaannál...

Áramótabrennur og flugeldasýningar í Skagafirði

29.12.2022
Fréttir
Nú líður að lokum ársins 2022 og verður árið kvatt og nýju ári fagnað með áramótabrennum og flugeldasýningum víða í sveitarfélaginu.  Hér má sjá upplýsingar um áramótabrennur og flugeldasýningar í Skagafirði: Kl. 17:00 – Hofsós – Áramótabrenna við Móhól ofan við Hofsós. Flugeldasýning hefst kl. 17:30. Kl. 20:30 – Hólar – Flugeldasýning...