Fara í efni

Fréttir

Lokað fyrir umferð bíla um Aðalgötu í kvöld frá kl. 19-22

07.10.2022
Fréttir
Vegna sérstakrar opnunar verslana og veitingahúsa í Aðalgötunni á Sauðárkróki í kvöld frá kl. 19-22 verður lokað fyrir umferð bíla um Aðalgötu á meðan á viðburðinum stendur. Ökumenn eru beðnir um að nota hliðargötur á meðan á lokun stendur. Við hvetjum íbúa til þess að nýta tækifærið og kíkja í Aðalgötuna í kvöld. 

Sveitarstjórnarfundur mánudaginn 10.október 2022

07.10.2022
Fréttir
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Skagafjarðar mánudaginn 10. október kl. 12:00. Fundurinn verður haldinn að Sæmundargötu 7

Umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda

06.10.2022
Fréttir
Á fundi forvarnarteymis sveitarfélagsins Skagafjarðar, þann 28. september s.l. var sérstaklega rætt um áhyggjur teymisins af umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Teymið hvetur sveitarfélagið til þess að setja umferðaröryggismál í forgrunn og jafnframt vill teymið brýna fyrir forráðamönnum að ræða við börnin sín um hætturnar sem er að...

Vatnið á Hofsósi orðið hreint

04.10.2022
Fréttir
Niðurstöður sýnatöku neysluvatns á Hofsósi sýna að vatnið er hreint. Ráðlagt er að láta renna úr krönum í um 10 mínútur til að hreinsa lagnir og þá er óhætt er að neyta vatnsins. Skagafjarðarveitur þakka íbúum þolinmæði og skilning á meðan á ástandinu varði.

Kveðja til íbúa Fjallabyggðar

04.10.2022
Fréttir
Kæra sveitarstjórn og íbúar Fjallabyggðar, Fyrir hönd íbúa Skagafjarðar sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur vegna þeirra atburða sem áttu sér stað í Ólafsfirði aðfaranótt mánudags. Hugur okkar er hjá okkar kæru nágrönnum og öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna atburðanna.   Sveitarstjórn Skagafjarðar

Tilkynning frá Skagafjarðarveitum - Íbúum á Hofsósi ráðlagt að sjóða neysluvatn

27.09.2022
Fréttir
Staðfest hefur verið að sýni sem Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra tók úr neysluvatnstanki Hofsósinga innihélt talsvert magn E coli gerla eða 140/100ml. Því er íbúum ráðlagt að sjóða neysluvatn fyrst um sinn. Unnið er að úrbótum í samráði við Heilbrigðiseftirlitið og verða íbúar látnir vita þegar ástandið lagast. Mengunin er rakin til...

Ertu með hugmynd?

26.09.2022
Fréttir
Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna ársins 2023: Atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrkir Verkefnastyrkir á menningarsviði Stofn- og rekstrarstyrkir á menningarsviði   Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 þriðjudaginn 1. nóv. nk.   Á heimasíðu SSNV http://www.ssnv.is/is/uppbyggingarsjodur er...

Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra

24.09.2022
Fréttir
Nú haustar og óhjákvæmilegur fylgifiskur þess eru haustlægðir. Nú stefnir í þá fyrstu þetta haustið. Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra vill vekja athygli á því veðri sem í vændum er. Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Strandir og Norðurland vestra, sem að tekur gildi nú síðdegis í dag og gildir fram á morgundaginn....

Dregið verður um umsóknir um parhúsalóðir í Nestúni og lóðir við Birkimel

23.09.2022
Fréttir
Umsóknarferli um parhúsalóðir í Nestúni (16, 18, 22 og 24) á Sauðárkróki og lóðir við Birkimel í Varmahlíð lauk þann 15.09.2022. Mikill áhugi var á lóðunum og margir umsækjendur um hverja lóð. Í samræmi við úthlutunarreglur hefst nú undirbúningsferli skipulagsfulltrúa fyrir úthlutun þar sem draga þarf á milli umsækjenda.Nánari tímasetning...