Fara í efni

Fréttir

Dregið verður um umsóknir um parhúsalóðir í Nestúni og lóðir við Birkimel

23.09.2022
Fréttir
Umsóknarferli um parhúsalóðir í Nestúni (16, 18, 22 og 24) á Sauðárkróki og lóðir við Birkimel í Varmahlíð lauk þann 15.09.2022. Mikill áhugi var á lóðunum og margir umsækjendur um hverja lóð. Í samræmi við úthlutunarreglur hefst nú undirbúningsferli skipulagsfulltrúa fyrir úthlutun þar sem draga þarf á milli umsækjenda.Nánari tímasetning...

Bókasafnsskírteini fyrir börn yngri en 18 ára

22.09.2022
Fréttir
Í ljósi ábendingar er varðar bókasafnsskírteini fyrir börn yngri en 18 ára á Héraðsbókasafni Skagfirðinga voru verkferlar skoðaðir og var niðurstaða sú að misræmi var milli verðskrár og verklags safnsins fyrir umrædd skírteini. Ákveðið hefur verið að öll börn, óháð aldri, fái lánþegaskírteini í Héraðsbókasafni Skagfirðinga. Skírteinin gilda...

Óviðeigandi ruslasöfnun á Gránumóum

22.09.2022
Fréttir
Í námunni á Gránumóum er svæði þar sem leyfilegt er að losa sig við steypuúrgang og malbik. Eitthvað virðast sumir ekki kunna að virða það að þarna megi einungis losa steypuúrgang og malbik og hafa hent þarna öðru rusli eins og meðfylgjandi myndir sýna. Við biðlum því til fólks að fara með allt rusl í Flokku og Förgu. Þar er aðstaða glæsileg til...

Húsateikningar nú aðgengilegar í kortasjá Skagafjarðar

21.09.2022
Fréttir
Líkt og greint var frá í byrjun sumars hefur verið unnið að flokkun og skráningu húsateikninga í Skagafirði. Er þetta liður í stafrænni vegferð sveitarfélagsins með það að leiðarljósi að gera gögn sveitarfélagsins aðgengilegri íbúum. Verkefnið er umfangsmikið og hafa verið skannaðar um 2.800 teikningar í Hlíðarhverfi og Túnahverfi á Sauðárkróki og...

Auglýsing um skipulagsmál - Hofsós, sunnan Kirkjugötu og Merkigarður í Tungusveit

21.09.2022
Fréttir
Tillaga að deiliskipulagi – Hofsós, sunnan Kirkjugötu Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 4. fundi sínum þann 14. september 2022 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Hofsós, sunnan Kirkjugötu, skv. 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er um 3,4 ha að stærð og afmarkast af Suðurbraut að vestan, að Kirkjugötu að...

Auglýsing vegna framkvæmda við Aðalgötu 16C - Verndarsvæði í byggð á Sauðárkróki

21.09.2022
Fréttir
Fyrir liggur umsókn frá eiganda Aðalgötu 16C (Maddömukots), sveitarfélaginu Skagafirði, um leyfi til að fjarlægja húsið af lóðinni. Fyrirhugað er að staðsetja húsið tímabundið á svokölluðum Tengilsreit við Aðalgötu 24 á Sauðárkróki þar til endanleg staðsetning þess liggur fyrir. Framkvæmdin er innan verndarsvæðis í byggð sem er norðurhluti gamla bæjarins á Sauðárkróki og samkvæmt lögum um verndarsvæði í byggð nr 87/2015 skal sveitarstjórn auglýsa hina fyrirhuguðu framkvæmd.

Konur úr sveitarstjórn flagga fyrir meistaraflokki kvenna í knattspyrnu

16.09.2022
Fréttir
Sem kunnugt er fer úrslitaleikur Lengjudeildarinnar árið 2022, á milli Tindastóls og FH, fram á Sauðárkróksvelli kl. 19:15 í kvöld. Spennustigið fer vaxandi á svæðinu og ljóst að stemmingin á vellinum verður mikil. FISK Seafood býður öllum frítt inn á völlinn. Með sigri geta stelpurnar okkar tryggt sér efsta sætið í deildinni en bæði lið hafa nú...

Endurbætur á Árhólarétt á Höfðaströnd

15.09.2022
Fréttir
Í sumar hafa staðið yfir gagngerar endurbætur á Árhólarétt í landi Ljótsstaða á Höfðaströnd, en þar er réttað fé úr Unadalsafrétt. Réttin var byggð ný árið 1957 og leysti af hólmi grjóthlaðna rétt á Spánáreyrum í Unadal, sem byggð var árið 1900. Árhólarétt hafði látið mikið á sjá og steypa þurfti upp hluta hennar og endurnýja allar hliðgrindur í...

Forgangsverkefni Skagafjarðar í áfangastaðaáætlun Norðurlands

14.09.2022
Fréttir
Skagafjörður auglýsir eftir uppbyggingarverkefnum í ferðaþjónustu til að setja á forgangslista Skagafjarðar fyrir áfangastaðaáætlun Norðurlands. Þau verkefni sem eru á forgangslista Skagafjarðar fá auka stig við mat á umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða en opið er fyrir umsóknir í sjóðinn til 5. október nk. Skila þarf inn greinagóðri...