Fara í efni

Fréttir

Vatnslaust á Hofsósi um stund vegna viðgerða

07.01.2022
Fréttir
Ekið var á brunahana á Hofsósi á milli jóla og nýárs með þeim afleiðingum að hann er nú farinn að leka. Skipt verður um brunahana í dag og mun því verða vatnslaust á Hofsósi einhverja stund. 

Flokkum rétt

06.01.2022
Fréttir
Nú á tímum Covid 19 þegar mikið er um smit í samfélaginu viljum við minna á mikilvægi þess að flokka rétt. Einstaklingar sem eru í sóttkví eða einangrun skulu henda grímum, hönskum, snýtibréfum o.þ.h. í lokaða ruslapoka og setja í almennt rusl. Hjálpumst að við að koma í veg fyrir frekari útbreyðslu Covid. Við erum öll almannavarnir!

Sveitarfélagið Skagafjörður kaupir eignir Flokku ehf.

05.01.2022
Fréttir
Ó.K. Gámaþjónusta ehf. og Sveitarfélagið Skagafjörður hafa komist að samkomulagi um kaup sveitarfélagsins á öllu hlutafé í einkahlutafélaginu Flokku ehf. Með kaupunum eignast Sveitarfélagið Skagafjörður eignir Flokku ehf. en þar er m.a. um að ræða sorpmóttökustöð að Borgarteig 12 á Sauðárkróki og tilheyrandi vélar og tæki. Eru kaupin liður í...

Tilkynning um breytta starfsemi í Ráðhúsinu á Sauðárkróki

03.01.2022
Fréttir
Samkvæmt aðgerðaáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar um órofna starfsemi og þjónustu vegna COVID-19 smithættu verða breytingar á starfsemi og aðgengi að Ráðhúsinu á Sauðárkróki nú í upphafi árs 2022 og þar til rýmkanir verða á gildandi takmörkunum skv. reglugerð stjórnvalda. Ráðhúsið verður lokað en afgreiðslan verður áfram opin á hefðbundnum tíma alla virka daga frá kl. 10-12 og 12:30-15. Þangað er hægt að hringja á opnunartíma í síma 455-6000 til að fá samband við starfsmenn Ráðhússins. Einnig er hægt að senda tölvupóst á skagafjordur@skagafjordur.is. Starfsfólk í afgreiðslu mun leiðbeina og leitast við að leysa úr þeim málum sem um er að ræða í hverju tilviki.

Kveðja um áramót

31.12.2021
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður óskar Skagfirðingum nær og fjær svo og landsmönnum öllum gleðilegs árs og þakkar samfylgdina á árinu sem er að líða.

Flugeldasýningar um áramót

30.12.2021
Fréttir
Nú líður að lokum ársins 2021 og stendur til að kveðja það með glæsilegum flugeldasýningum. Björgunarsveitin Skagfirðingasveit og Skátafélagið Eilífsbúar, Björgunarsveitin Grettir og Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð standa fyrir flugeldasýningum í Skagafirði á gamlársdag. Sýningarnar verða sem hér segir: Sauðárkrókur – Skotið ofan af Nöfum kl....

Gleðileg jól!

23.12.2021
Fréttir
Við óskum starfsmönnum, íbúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir ánægjuleg samskipti og gott samstarf á árinu sem er að líða. Sveitarstjórn og sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Fjárhagsáætlun 2022-2025 samþykkt

23.12.2021
Fréttir
Helstu niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022 eru þær að A- og B-hluti saman, eða samstæðan í heild sinni, skilar jákvæðri afkomu upp á 86 m.kr. og veltufé frá rekstri er áætlað 544 m.kr., á meðan A-hluti er áætlaður með rekstrarhalla upp á 95 m.kr. en veltufé frá rekstri upp á 249 m.kr. Eins og sjá má af þessum tölum er lagt upp með talsvert hagfelldari afkomu á næsta ári heldur gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 en rekstur sveitarfélagsins hefur verið krefjandi á liðnum misserum vegna m.a. áhrifa heimsfaraldurs Covid-19 veirunnar.

Hillir undir markmið um leikskólarými fyrir börn frá 12 mánaða aldri í Skagafirði

17.12.2021
Fréttir
Á síðustu misserum hefur óskum eftir leikskóladvöl barna frá 12 mánaða aldri fjölgað umtalsvert, ekki bara hér í Skagafirði heldur um land allt. Umræða um skort á leikskólarýmum hefur enda verið talsvert fyrirferðamikil og ljóst að sveitarfélög eru afar misvel í stakk búin til að mæta óskum foreldra í þessu efni. Með lengingu fæðingar- og...