Fara í efni

Fréttir

Syndum - landsátak í sundi stendur yfir 1. - 28. nóvember

29.10.2021
Fréttir
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 28. nóvember 2021. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Sund er fyrir alla óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sund er tilvalin þjálfunaraðferð þar sem sund styrkir hjarta- og æðakerfið, lungu og...

Vátryggingaútboð Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2022-2024

29.10.2021
Fréttir
Sveitarfélagið Skagafjörður og tengdir aðilar óska eftir tilboðum í vátryggingar fyrir tímabilið 2022-2024. Um er að ræða lög- og samningsbundnar tryggingar auk annarra trygginga (EES útboð nr. 2021-148140) Útboðsgögn er hægt að fá með því að senda tölvupóst á gudmundurm@consello.is frá og með 29.10.2021 kl 9:00. Tilboðum skal skila í Ráðhús...

Hvatapeningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar hækka

28.10.2021
Fréttir
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur samþykkt tillögu félags- og tómstundanefndar að hækka hvatapeninga úr 25.000 krónum í 40.000 krónur frá og með 1. janúar nk. Hvatapeningar eru ætlaðir til niðurgreiðslu íþrótta- og tómstundastarfs barna á aldrinum 5-18 ára með lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði. Reglur um Hvatapeninga verða...

Förum varlega í umferðinni

28.10.2021
Fréttir
Nú þegar að daginn er farið að stytta og dagsbirtu nýtur ekki við þegar að farið er af stað inn í skóla- eða vinnudaginn er mikilvægt að fara að öllu með gát í umferðinni. Á þessum árstíma má einnig búast við ísingu sem skerðir viðbragðsgetu ökumanna. Því er mikilvægt að ökumenn hagi akstri alltaf í samræmi við aðstæður og sýni gangandi...

Táin og Strata færir Dagdvöl aldraða gjöf

27.10.2021
Fréttir
Systurnar Hjördís og Rannveig Helgadætur í Tánni og Strata færðu Dagdvöl aldraðra veglega gjöf nú á dögunum þegar þær afhentu þrjú vélræn stuðningsdýr. Gjöfin mun koma sér afar vel fyrir notendur Dagdvalar að sögn Stefaníu Sifjar Traustadóttur forstöðumanns, og eru þegar farin að vekja mikla lukku og umræður. Dýrin snúast um auðvelda umhirðu og...

Íbúafundur vegna sameiningarviðræðna í Ljósheimum í dag

26.10.2021
Fréttir
Samstarfsnefnd um sameiningu Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar, boðar til tveggja íbúafunda í dag. Haldnir verða tveir samskonar fundir og eru þeir opnir öllum. Í Félagsheimilinu Ljósheimum við Sauðárkrók kl. 17 til 18.30 Í Héðinsminni Blönduhlíð kl. 20 til 21.30 Á fundunum verður kynning á stöðu verkefnisins og umfjöllun um stöðu...

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar, fundur 27. október 2021

25.10.2021
Fréttir
Fundur verður haldinn i Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar miðvikudaginn 27. október 2021 kl. 16:15 að Sæmundargötu 7

Hvernig er sambandið?

25.10.2021
Fréttir
Á ársþingi SSNV í apríl 2021 var skipuð samgöngu- og innviðanefnd sem hefur það hlutverk að endurskoða og uppfæra Samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra frá árinu 2019.   Hluti af vinnu nefndarinnar er að skoða raunverulega stöðu fjarskipta á starfssvæðinu líkt og gert var þegar gildandi áætlun var unnin. Staða mála í þéttbýli liggur...

Vefsíða fyrir sameiningarviðræður Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps

22.10.2021
Fréttir
Eins og fram hefur komið þá hafa Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur gengið til formlegra sameiningarviðræðna og samstarfsnefnd hefur tekið til starfa. Samstarfsnefndin hefur samið við RR ráðgjöf um að stýra verkefninu og leiða vinnu við greiningar.  Athygli er vakin á vefsíðunni www.skagfirdingar.is en þar er haldið utan um allar...