Fara í efni

Fréttir

Garðlönd Sauðárkróki

11.10.2021
Fréttir
Tilkynning til íbúa Sauðárkróks. Hér með er vakin athygli ykkar, sem kunna að hafa áhuga, að fá til afnota garðland á Sauðárkróki næsta vor. Finnist nægir listhafendur, er ætlunin að útbúa garðlönd fyrir áhugasama norðan Áshildarholtsvatns, þar sem rækta mætti kartöflur og/eða aðrar matjurtir. Þeir sem hafa áhuga sendi tölvupóst...

Opið er fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra

06.10.2021
Fréttir
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra. Markmið og hlutverk Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða er að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða og ferðamannaleiða um land allt og styðja með því við þróun ferðaþjónustu sem mikilvægrar og sjálfbærrar stoðar í íslensku...

Bilun í hitaveitukerfinu í Hlíðahverfi á Sauðárkróki

05.10.2021
Fréttir
Upp er komin bilun í hitaveitukerfinu í Hlíðahverfi á Sauðárkróki. Vegna þess hefur verið lokað fyrir rennsli á heitu vatni syðst í hverfinu. Það eru göturnar Lerkihlíð, Hvannahlíð, Furuhlíð, Kvistahlíð og Grenihlíð. Búast má við truflunum á rennsli fram eftir degi. Skagafjarðarveitur biðjast velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.

Sundlaugin á Hofsósi lokuð í næstu viku vegna viðhalds

02.10.2021
Fréttir
Sundlaugin á Hofsósi verður lokuð frá mánudeginum 4. október til föstudagsins 8. október vegna viðhalds. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda en sundþyrstum íbúum er bent á að sundlaugarnar í Varmahlíð og á Sauðárkróki eru opnar sem hér segir: Sundlaugin á Sauðárkróki:Mánudaga - fimmtudaga kl 06:50 - 20:30Föstudaga kl...

Auglýsing um skipulag – Sveitarfélagið Skagafjörður

29.09.2021
Fréttir
Tillaga að deiliskipulagi – Birkimelur í Varmahlíð – deiliskipulag íbúðabyggðar  Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 22. september sl. að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð í Birkimel í Varmahlið í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Markmiðið með tillögunni er m.a. að svara aukinni...

Lokunum innanbæjar á Sauðárkróki aflétt

28.09.2021
Fréttir
Búið er að aflétta lokunum innanbæjar á Sauðárkróki sem settar voru fyrr í kvöld vegna gruns um krapastíflu í Sauðá. Eftir skoðun þar tilbærra sérfræðinga, þegar veðri slotaði, kom í ljós að rennsli er orðið eðlilegt að nýju.Er því öllum aðgerðum við Sauðá lokið.

Hættuástand yfirvofandi vegna krapastíflu á Sauðárkróki

28.09.2021
Fréttir
Lögreglunni á Norðurlandi vestra, bárust boð um að Sauðá á Sauðárkróki, væri hætt að renna að mestu leyti. Talið er að krapastífla hafi myndast í henni og eru nú meðlimir björgunarsveita að staðsetja stífluna. Lögreglan biðlar til fólks að vera ekki á ferð við Sauðánna og alls ekki í Litla-skógi né leiksvæði Árskóla, einnig að vera ekki á ferð...

Víða lokað í dag vegna veðurs

28.09.2021
Fréttir
Veturinn heilsar með látum í dag og er appelsínugul viðvörun á Norðurlandi vestra. Víða er röskun á opnunartíma stofnana af þeim sökum. Sundlaugarnar á Hofsósi og í Varmahlíð verða lokaðar a.m.k. eitthvað fram eftir degi, en staðan verður tekin aftur seinna í dag. Héraðsbókasafn Skagfirðinga á Sauðárkróki verður lokað. Starfsemi Húss frítímans...

Skólahaldi í grunnskólum sveitarfélagsins aflýst í dag

28.09.2021
Fréttir
Allt skólahald fellur niður í grunnskólum í Sveitarfélaginu Skagafirði í dag, þriðjudaginn 28. september, vegna appelsínugulrar viðvörunar og mikillar óvissu með öryggi á akstursleiðum, sérstaklega á heimleið.