Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
1.Fjárhagsáætlun 2012
Málsnúmer 1109011Vakta málsnúmer
2.Fundarboð - SSNV og Markaðsstofa
Málsnúmer 1111156Vakta málsnúmer
SSNV og Markaðsstofa ferðamála á Norðurlandi boða sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra til fundar í Eyvindarstofu á veitingastaðnum Pottinum á Blönduósi föstudaginn 2. desember kl 13. Til umræðu verður samstarf sveitarfélagana á Norðurlandi vestra og Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi.
Byggðarráð leggur til að þeir sveitarstjórnarmenn sem sjá sér fært að mæta, sitji fundinn.
3.Umsögn um tillögu til þingsályktunar
Málsnúmer 1111157Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis þar sem velferðarnefnd Alþingis óskar umsagnar um tillögu til þingsályktunar um reglubundnar árlegar heímsóknir til eldri borgara í forvarnarskyni, 21. mál. Málið verður tekið fyrir á fundi félags- og tómstundanefndar.
4.Samþykkt frá aðalfundi fulltrúaráðs EBÍ
Málsnúmer 1110219Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands varðandi ákvörðun aðalfundar félagsins í október sl., um að enginn ágóðahlutur verði greiddur í ár til aðildarsveitarfélaganna sökum lítillar ávöxtunar eignasafns félagsins.
5.SSNV - fundargerðir stjórnar 2011
Málsnúmer 1101003Vakta málsnúmer
Fundargerð stjórnar SSNV frá 11. nóvember 2011 lögð fram til kynningar á 574. fundi byggðarráðs.
6.Breyting á vaxtakjörum útlána af eigin fé
Málsnúmer 1111180Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. um nýjar verklagsreglur við ákvörðun vaxtakjara af útlánum af eigin fé. Vextir af eigin fé sjóðsins munu lækka þann 1. desember 2011 úr 4,25% í 3,90%.
7.Sóknaráætlanir landshluta
Málsnúmer 1111186Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fréttatilkynning nr. 71/2011 frá forsætisráðuneytinu um sóknaráætlanir landshluta - nýsköpum í vinnulagi - tilraunaári að ljúka.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að athuga hvaða skilyrði verkefnin þurftu að uppfylla til úthlutun fjárins, þar sem einungis 11 af 57 verkefnum uppfylltu þau.
Fundi slitið - kl. 11:40.
Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn sveitarstjórnarfulltrúarnir Bjarki Tryggvason og Sigríður Svavarsdóttir. Eftirtaldir sviðsstjórar komu til viðræðu við fundarmenn um fjárhagsáætlun 2012; Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs, Gunnar Sandholt félagsmálastjóri og Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs.