Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
1.Vinabæjamót 2011 - Fundargerð frá fundi forsvarsmanna vinabæja
Málsnúmer 1108256Vakta málsnúmer
2.Umsögn um þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu landsvæða
Málsnúmer 1108257Vakta málsnúmer
3.Borgarmýri 1-Umsagnarb.vegna rekstarleyfis
Málsnúmer 1108333Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Ólafs Jónssonar, kt. 060556-5729 um rekstrarleyfi fyrir veisluþjónustu og veitingaverslun að Borgarmýri 1, 550 Sauðárkróki. Veitingaleyfi - flokkur I. Um er að ræða breytingu á starfsstöð.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
4.Tilboð í hlutafé í Íshestum ehf
Málsnúmer 1109058Vakta málsnúmer
Lagt fram kauptilboð frá Bór ehf. í allt hlutafé sveitarfélagsins í Íshestum ehf.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra ásamt endurskoðanda sveitarfélagsins að yfirfara tilboðið og fyrri samþykktir varðandi hlutaféð.
5.Norðurá bs. - Ársfundur 2011
Málsnúmer 1109056Vakta málsnúmer
Lagt fram aðalfundarboð Norðurár bs, fimmtudaginn 15. september 2011 á Mælifelli, Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum. Samkvæmt bókun frá 266. fundi sveitarstjórnar þá verða fulltrúar sveitarfélagsins í stjórn Norðurár bs., Gísli Árnason og Jón Sigurðsson.
6.Stekkjarból 146589 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.
Málsnúmer 1108224Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem tilkynnt er um aðilaskipti að landi. Um er að ræða helmingshlut í jörðinni Stekkjarbóli í Unadal, landnúmer 146589. Seljandi er Svanfríður Kjartansdóttir. Kaupandi er Helga Ágústa Sigurjónsdóttir.
7.Stekkjarból 146589 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.
Málsnúmer 1108226Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem tilkynnt er um aðilaskipti að landi. Um er að ræða jörðina Stekkjarból í Unadal, landnúmer 146589, ásamt öllum húsum, mannvirkjum og hlunnindum. Seljendur eru Svanfríður Kjartansdóttir og Helga Ágústa Sigurjónsdóttir. Kaupendur eru Hjörleifur Jóhannesson og Árdís Kjartansdóttir.
8.Uppgjör á framlagi v. fasteignaskatts 2011
Málsnúmer 1109028Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá innanríkisráðuneytinu, uppgjör á framlagi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna lækkaðra fasteignagjaldstekna 2011. Sveitarfélaginu er úthlutað á árinu 2011, samtals 116.822.744 kr.
9.Hvatning velferðarvaktarinnar
Málsnúmer 1109010Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá velferðarvaktinni, þar sem sveitarstjórnir og skólanefndir eru hvattar til að huga sérstaklega að líðan barna í upphafi skólaárs og að kostnaði heimilanna vegna skólagöngu og frístundaþátttöku barna verði haldið í lágmarki.
10.Rekstrarupplýsingar 2011 - sveitarsjóður og stofnanir
Málsnúmer 1105163Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins og stofnana þess fyrir tímabilið janúar - júlí 2011.
11.Staða framkvæmda rædd
Málsnúmer 1109034Vakta málsnúmer
Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kom inn á fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti stöðu viðhalds- og nýframkvæmda hjá sveitarfélaginu.
Fundi slitið - kl. 10:49.
Lögð fram til kynningar fundargerð fundar borgar-/bæjar-/sveitarstjóra frá vinabæjamóti sem haldið var í Skagafirði 15.-16. júní 2011. Næsta vinabæjarmót verður stórt mót og haldið í Köge, Danmörku, 29. maí - 1. júní 2012.