Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar
1.Fjárhagsaðstoð 2011 trúnaðarmál
Málsnúmer 1101147Vakta málsnúmer
Aðalbjörg Hallmundsdóttir gerði grein fyrir trúnaðarmálum. 16 umsóknir í 11 málum. 1 umsókn synjað, einni frestað og 14 samþykktar.
2.Jafnréttisþing 2011
Málsnúmer 1108222Vakta málsnúmer
Lagt fram fundarboð um jafnréttisþing í Kópavogi 9. - 10. september 2011. Nefndarmenn og félagsmálastjóri kanna möguleika á að senda fulltrúa á þingið.
3.ADHD beiðni um kynningu Fléttunnar á málþingi
Málsnúmer 1108271Vakta málsnúmer
Félagsmálastjóri gerir grein fyrir málþingi um stöðu ADHD á Íslandi þar sem óskað hefur verið eftir að samstarfsverkefnið Fléttan verði kynnt.
Jafnframt gerir félagsmálstjóri grein fyrir að Hanna Dóra Björnsdóttir, verkefnisstjóri hefur látið af störfum. Nefndin þakkar Hönnu Dóru fyrir vel unnin störf. Sigríður Jóhannsdóttir hefur verið ráðin í hennar stað.
4.Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun
Málsnúmer 1108177Vakta málsnúmer
Jafnréttisstofa óskar eftir að fá senda jafnréttisáætlun og framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins. Áætlunin er enn í vinnslu og verður send stofunni strax og hún verður tilbúin.
5.Jafnréttisáætlun 2010-2014
Málsnúmer 1008033Vakta málsnúmer
Svarbréf menningar- og kynningarnefndar, atvinnu- og ferðamálanefndar og skipulags- og bygginganefndar lögð fram til kynningar. Formanni og félagsmálastjóra falið að ganga á fund byggðarráðs og kynna drög að jafnréttisáætlun. Jafnframt að kynna drögin á fundi með sviðsstjórum og sveitarstjóra. Stefnt er að því að ljúka við gerð áætunarinnar í októberbyrjun.
6.Styrkbeiðni vegna reksturs Aflsins 2011
Málsnúmer 1105038Vakta málsnúmer
Samþykkt að veita Aflinu, systursamtökum Stígamóta á norðurlandi, rekstarstyrk kr. 50.000 vegna 2011. Gert var ráð fyrir styrk við gerð fjárhagsáætlunar.
7.Vinnufundur félags- og tómstundanefndar um reglur og verklag í félagsþjónustu
Málsnúmer 1108295Vakta málsnúmer
Farið yfir dagskrá vinnufundar um reglur og verklag sem haldinn verður 8. september 2011.
Fundi slitið - kl. 15:30.
Þorsteinn Broddason og varamður hans boðuðu forföll. Ekki tókst að ná sambandi við Þorstein í síma eins og til stóð.
Guðný Axelsdóttir sat fundinn undir liðum 2 - 7.