Fara í efni

Aðalskipulagsbreyting - Íbúðarbyggð ÍB-404

Málsnúmer 2406120

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 52. fundur - 13.06.2024

Sveitarstjórn Skagafjarðar leggur fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélags Skagafjarðar 2020 - 2035 sem felur í sér aukið byggingarmagn innan svæðis ÍB-404 á Sauðárkróki, sem afmarkast af Skagfirðingabraut, Hegrabraut, Strandvegi og Ránarstíg.
Í gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir að þróun íbúðarbyggðar ÍB-404 stuðli að samfelldri byggð og hagkvæmri nýtingu innviða með því að byggja upp nærri núverandi götum, veitukerfum og þjónustustofnunum. Breytingin felur í sér að fjöldi nýrra íbúða innan ÍB-404 fjölgar um 10 og verður eftir breytingu 20 íbúðir. Heildarfjöldi íbúða verður 280 eftir breytingu.
Deiliskipulag er í vinnslu fyrir hluta af ÍB-404, Víðigrund og hluta Smáragrundar. Með breytingunni hækkar þéttleiki á svæði ÍB-404 um 0,5 íb/ha og þéttleiki á íbúðarsvæði á Sauðárkróki (tafla 4.1) hækkar um 0,1 íb/ha. Ekki er gerð breyting á uppdrætti aðalskipulagsins.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu íbúðarbyggðar ÍB-404 á Sauðárkróki í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 28. fundur - 19.06.2024

Vísað frá 52. fundi skipulagsnefndar frá 13. júní sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Sveitarstjórn Skagafjarðar leggur fram tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélags Skagafjarðar 2020 - 2035 sem felur í sér aukið byggingarmagn innan svæðis ÍB-404 á Sauðárkróki, sem afmarkast af Skagfirðingabraut, Hegrabraut, Strandvegi og Ránarstíg.
Í gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir að þróun íbúðarbyggðar ÍB-404 stuðli að samfelldri byggð og hagkvæmri nýtingu innviða með því að byggja upp nærri núverandi götum, veitukerfum og þjónustustofnunum. Breytingin felur í sér að fjöldi nýrra íbúða innan ÍB-404 fjölgar um 10 og verður eftir breytingu 20 íbúðir. Heildarfjöldi íbúða verður 280 eftir breytingu.
Deiliskipulag er í vinnslu fyrir hluta af ÍB-404, Víðigrund og hluta Smáragrundar. Með breytingunni hækkar þéttleiki á svæði ÍB-404 um 0,5 íb/ha og þéttleiki á íbúðarsvæði á Sauðárkróki (tafla 4.1) hækkar um 0,1 íb/ha. Ekki er gerð breyting á uppdrætti aðalskipulagsins.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu íbúðarbyggðar ÍB-404 á Sauðárkróki í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, að kynna vinnslutillögu fyrir breytingu íbúðarbyggðar ÍB-404 á Sauðárkróki í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.